Ísland með Ungverjalandi í riðli á HM í handbolta Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 16:25 Bjarki Már og Ómar Ingi eru væntanlega mjög spenntir fyrir því að spila á HM í handbolta HSÍ Dregið var í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Íslendingar lentu meðal annars í riðli með Ungverjum þegar mótið verður haldið í 28. sinn. Drátturinn fór fram í Katowice í Póllandi en þar fara fram leikir í E og B riðli í mótinu. Það má segja að Íslendingar hefðu getað fengið þægilegri riðil til að miðað við að hafa verið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Íslendingar munu vera í D riðli sem spilaður verður í Kristianstad og mæta þeir Portúgal, Ungverjum og Suður-Kóreu. Íslendingar hafa eldað grátt silfur saman með Ungverjum á þessari öld bæði í handbolta og fótbolta og hafa leikirnir í handbolta verið hörkuleikir. Síðast þegar liðin mættust þá unnu Íslendingar með einu marki 31-30 á EM 2022 en töpuðu þar áður á EM 2020. Sárust er þó væntanlega minningin af leik liðanna á Ólympíuleikunum 2012 þegar Ungverjar slógu út Strákana okkar í átta liða úrslitum eftir framlengdan leik 33-34. Þá eru Portúgalir með okkur í riðli en það er lið sem hefur verið á uppleið undanfarin ár og leikir liðanna í fyrra og hitt í fyrra voru hörkuleikir. Að lokum þá er sigursælasta lið Asíu mótsins í handknattleik sem verða með Íslendingum í riðli en það eru Suður-Kóreu menn. Ísland mætti Suður-Kóreu á HM ´95 sem var haldið hér á landi og þar unnu Suður-Kóreumenn leikinn 26-23. Ísland mun hefja leik gegn Portúgal 12. janúar 2023 í Kristianstad en Heimsmeistaramótið hefst deginum áður með leik Frakka og Pólverja, sem eru gestgjafar, í Katowice. Hér að neðan má sjá hvernig riðlarnir á HM 2023 í handbolta líta út. Enn á eftir að leika Afríkumótið í handbolta og munu liðin sem merkt eru Afríka 1-5 raðast í riðlana eins og nefnt er hér að neðan. A Riðill Spánn Svartfjallaland Chile Íran B Riðill Frakkland Pólland Sádi Arabía Slóvenía C Riðill Svíþjóð Uruguay Brasilía Afríka 2 D Riðill Ísland Portúgal Ungverjaland Suður-Kórea E Riðill Þýskaland Katar Serbía Afríka 5 F Riðill Noregur Norður Makedónía Argentína Holland G Riðill Afríka 1 Króatía Afríka 3 Bandaríkin H Riðill Danmörk Belgía Bahrain Afríka 4 HM 2023 í handbolta Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Drátturinn fór fram í Katowice í Póllandi en þar fara fram leikir í E og B riðli í mótinu. Það má segja að Íslendingar hefðu getað fengið þægilegri riðil til að miðað við að hafa verið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Íslendingar munu vera í D riðli sem spilaður verður í Kristianstad og mæta þeir Portúgal, Ungverjum og Suður-Kóreu. Íslendingar hafa eldað grátt silfur saman með Ungverjum á þessari öld bæði í handbolta og fótbolta og hafa leikirnir í handbolta verið hörkuleikir. Síðast þegar liðin mættust þá unnu Íslendingar með einu marki 31-30 á EM 2022 en töpuðu þar áður á EM 2020. Sárust er þó væntanlega minningin af leik liðanna á Ólympíuleikunum 2012 þegar Ungverjar slógu út Strákana okkar í átta liða úrslitum eftir framlengdan leik 33-34. Þá eru Portúgalir með okkur í riðli en það er lið sem hefur verið á uppleið undanfarin ár og leikir liðanna í fyrra og hitt í fyrra voru hörkuleikir. Að lokum þá er sigursælasta lið Asíu mótsins í handknattleik sem verða með Íslendingum í riðli en það eru Suður-Kóreu menn. Ísland mætti Suður-Kóreu á HM ´95 sem var haldið hér á landi og þar unnu Suður-Kóreumenn leikinn 26-23. Ísland mun hefja leik gegn Portúgal 12. janúar 2023 í Kristianstad en Heimsmeistaramótið hefst deginum áður með leik Frakka og Pólverja, sem eru gestgjafar, í Katowice. Hér að neðan má sjá hvernig riðlarnir á HM 2023 í handbolta líta út. Enn á eftir að leika Afríkumótið í handbolta og munu liðin sem merkt eru Afríka 1-5 raðast í riðlana eins og nefnt er hér að neðan. A Riðill Spánn Svartfjallaland Chile Íran B Riðill Frakkland Pólland Sádi Arabía Slóvenía C Riðill Svíþjóð Uruguay Brasilía Afríka 2 D Riðill Ísland Portúgal Ungverjaland Suður-Kórea E Riðill Þýskaland Katar Serbía Afríka 5 F Riðill Noregur Norður Makedónía Argentína Holland G Riðill Afríka 1 Króatía Afríka 3 Bandaríkin H Riðill Danmörk Belgía Bahrain Afríka 4
A Riðill Spánn Svartfjallaland Chile Íran B Riðill Frakkland Pólland Sádi Arabía Slóvenía C Riðill Svíþjóð Uruguay Brasilía Afríka 2 D Riðill Ísland Portúgal Ungverjaland Suður-Kórea E Riðill Þýskaland Katar Serbía Afríka 5 F Riðill Noregur Norður Makedónía Argentína Holland G Riðill Afríka 1 Króatía Afríka 3 Bandaríkin H Riðill Danmörk Belgía Bahrain Afríka 4
HM 2023 í handbolta Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira