Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2022 19:20 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fordæmdi árás Rússa á óbreytta borgara í Odessa héraði á sameiginlegum fréttamannafundi með Jonasi Gahr Store forsætisráðherra Noregs sem heimsótti Kænugarð í dag. AP/Nariman El-Mofty Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. Rússar skutu tveimur eldflaugum að bænum Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa í gærkvöldi. Fyrri eldflauginni var skotið á níu hæða fjölbýlishús þar sem flestir voru sofandi heima hjá sér. Seinni eldflauginni var síðan skotið á sumarbúðir í bænum. Björgunarsveitarmenn leita í rústum fjölbýlishúss í bænum Serhiyivka um 50 kílómetra suðvestur af hafnarborginni Odessa í morgun. Rússar skutu tveimur eldflaugum sem framleiddar voru á sovéttímanum og hannaðar upp úr árinu 1960 á fjölbýlishús og sumarbúðir í gærkvöldi.AP/Nina Lyashonok Talsmaður Rússlandsforseta var fljótur að sverja af sér ódæðið í morgun og sagði Rússa ekki skjóta á óbreytta borgara, þótt sannanir fyrir hinu gagnstæða séu yfirgæfandi um alla Úkraínu. Eldflaugarnar sem Rússar notuðu í þetta skipti eru sömu gerðar og þeir skutu á verslunarmiðstöð í Kremenchuk á mánudag. Þær eru gamlar og ónákvæmar sem hernaðarsérfræðingar segja til marks um að Rússar séu búnir með nýrri og nákvæmari eldflaugar. Refsiaðgerðir Vesturlanda koma í veg fyrir að þeir fái íhluti í stýrikerfi nýrri flauga. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir árásina enga tilviljun eins og rússneskir fjölmiðlar haldi fram. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Úkraína verði sem fyrst hluti af fjölskyldu lýðræðisríkja í Evrópu.AP/Nariman El-Mofty „Þetta eru beinar rússneskar eldflaugaárásir. Þetta eru rússneskar hryðjuverkaárásir á borgirnar okkar, þorpin og á fólkið okkar, bæði fullorðna og börn," sagði Zelenskyy í dag. Í dag undirrituðu forseti Úkraínu, forseti þingsins og forsætisráðherra sameiginlega yfirlýsingu til að undirstrika samstöðu þings og framkvæmdavalds í aðildarumsókn Úkraínu að Evrópusambandinu. Forsetinn sagði aðildina forsendu þess að íbúar Úkraínu þyrftu ekki að vakna upp við sprengjuregn í framtíðinni. „Við höfum nálgast umsókn í 115 daga. Leið okkar til aðildar má ekki taka ár eða áratugi. Við verðum að fara þessa leið hratt," sagði forsetinn. Til að flýta fyrir umsóknini yrðu Úkraínumennn sjálfir vinna sína heimavinnu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar.AP/Brendan Smialowsk Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fylgdist með athöfninni með fjarfundarbúnaði. Hún sagði Úkraínu hafa skýra evrópusýn. „Það er löng leið fram undan. En Evrópa verður við hliðina á ykkur alla leið, eins lengi og það tekur að fara frá þessum myrku stríðsdögum þangað til þið farið inn um dyrnar að Evrópusambandinu okkar. Ég hef trú á Evrópuframtíð Úkraínu," sagði Ursula von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. 1. júlí 2022 13:43 Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu. 30. júní 2022 21:00 Vaktin: Tala látinna fer hækkandi eftir loftárás Rússa í Odesa Tala látinna fer hækkandi eftir loftárásir Rússa sem lentu á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í úkraínsku borginni Odesa í nótt. Staðfest tala látinna er nú 21 en þar af eru tvö börn. Auk þess voru 38 fluttit á sjúkrahús eftir árásina. 1. júlí 2022 08:35 Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Rússar skutu tveimur eldflaugum að bænum Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa í gærkvöldi. Fyrri eldflauginni var skotið á níu hæða fjölbýlishús þar sem flestir voru sofandi heima hjá sér. Seinni eldflauginni var síðan skotið á sumarbúðir í bænum. Björgunarsveitarmenn leita í rústum fjölbýlishúss í bænum Serhiyivka um 50 kílómetra suðvestur af hafnarborginni Odessa í morgun. Rússar skutu tveimur eldflaugum sem framleiddar voru á sovéttímanum og hannaðar upp úr árinu 1960 á fjölbýlishús og sumarbúðir í gærkvöldi.AP/Nina Lyashonok Talsmaður Rússlandsforseta var fljótur að sverja af sér ódæðið í morgun og sagði Rússa ekki skjóta á óbreytta borgara, þótt sannanir fyrir hinu gagnstæða séu yfirgæfandi um alla Úkraínu. Eldflaugarnar sem Rússar notuðu í þetta skipti eru sömu gerðar og þeir skutu á verslunarmiðstöð í Kremenchuk á mánudag. Þær eru gamlar og ónákvæmar sem hernaðarsérfræðingar segja til marks um að Rússar séu búnir með nýrri og nákvæmari eldflaugar. Refsiaðgerðir Vesturlanda koma í veg fyrir að þeir fái íhluti í stýrikerfi nýrri flauga. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir árásina enga tilviljun eins og rússneskir fjölmiðlar haldi fram. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Úkraína verði sem fyrst hluti af fjölskyldu lýðræðisríkja í Evrópu.AP/Nariman El-Mofty „Þetta eru beinar rússneskar eldflaugaárásir. Þetta eru rússneskar hryðjuverkaárásir á borgirnar okkar, þorpin og á fólkið okkar, bæði fullorðna og börn," sagði Zelenskyy í dag. Í dag undirrituðu forseti Úkraínu, forseti þingsins og forsætisráðherra sameiginlega yfirlýsingu til að undirstrika samstöðu þings og framkvæmdavalds í aðildarumsókn Úkraínu að Evrópusambandinu. Forsetinn sagði aðildina forsendu þess að íbúar Úkraínu þyrftu ekki að vakna upp við sprengjuregn í framtíðinni. „Við höfum nálgast umsókn í 115 daga. Leið okkar til aðildar má ekki taka ár eða áratugi. Við verðum að fara þessa leið hratt," sagði forsetinn. Til að flýta fyrir umsóknini yrðu Úkraínumennn sjálfir vinna sína heimavinnu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar.AP/Brendan Smialowsk Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fylgdist með athöfninni með fjarfundarbúnaði. Hún sagði Úkraínu hafa skýra evrópusýn. „Það er löng leið fram undan. En Evrópa verður við hliðina á ykkur alla leið, eins lengi og það tekur að fara frá þessum myrku stríðsdögum þangað til þið farið inn um dyrnar að Evrópusambandinu okkar. Ég hef trú á Evrópuframtíð Úkraínu," sagði Ursula von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. 1. júlí 2022 13:43 Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu. 30. júní 2022 21:00 Vaktin: Tala látinna fer hækkandi eftir loftárás Rússa í Odesa Tala látinna fer hækkandi eftir loftárásir Rússa sem lentu á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í úkraínsku borginni Odesa í nótt. Staðfest tala látinna er nú 21 en þar af eru tvö börn. Auk þess voru 38 fluttit á sjúkrahús eftir árásina. 1. júlí 2022 08:35 Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. 1. júlí 2022 13:43
Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu. 30. júní 2022 21:00
Vaktin: Tala látinna fer hækkandi eftir loftárás Rússa í Odesa Tala látinna fer hækkandi eftir loftárásir Rússa sem lentu á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í úkraínsku borginni Odesa í nótt. Staðfest tala látinna er nú 21 en þar af eru tvö börn. Auk þess voru 38 fluttit á sjúkrahús eftir árásina. 1. júlí 2022 08:35
Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53