Dómarar ósáttir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 14:27 Kjartan Bjarni Björgvinsson er formaður Dómarafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. Tilkynnt var í dag að vegna þess að miðað hafi verið við vitlaust viðmið við útreikning árlegra launabreytinga helstu ráðamanna og embættismanna þjóðarinnar hafi þeir fengið ofgreidd laun undanfarin þrjú ár. Reiknað er með að um alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga. Gerð verður krafa um að ofgreiddu launin verði endurgreidd. Dómarafélagið segir í yfirlýsingu sem birt er á Facebook-síðu Kjartans Bjarna Björgvinssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og formann Dómarafélagsins, að í þessu felist einhliða og afturvirk skerðing á kjörum dómara. Í samtali við Vísi segir Kjartan Bjarni að dómarar muni að óbreyttu leita réttars síns vegna málsins. Vísar hann í skýrt dómafordæmi um að launþegum beri ekki að endurgreiða ofgreidd laun hafi þeir þegið þau í góðri trú. Í yfirlýsingu Dómarafélagsins segir einnig að verið sé að vega að rétti borgara til réttlátrar málsmeðferðar. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ skrifar Kjartan Bjarni á Facebook. Yfirlýsing dómarafélagsins Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Dómstólar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Sjá meira
Tilkynnt var í dag að vegna þess að miðað hafi verið við vitlaust viðmið við útreikning árlegra launabreytinga helstu ráðamanna og embættismanna þjóðarinnar hafi þeir fengið ofgreidd laun undanfarin þrjú ár. Reiknað er með að um alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga. Gerð verður krafa um að ofgreiddu launin verði endurgreidd. Dómarafélagið segir í yfirlýsingu sem birt er á Facebook-síðu Kjartans Bjarna Björgvinssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og formann Dómarafélagsins, að í þessu felist einhliða og afturvirk skerðing á kjörum dómara. Í samtali við Vísi segir Kjartan Bjarni að dómarar muni að óbreyttu leita réttars síns vegna málsins. Vísar hann í skýrt dómafordæmi um að launþegum beri ekki að endurgreiða ofgreidd laun hafi þeir þegið þau í góðri trú. Í yfirlýsingu Dómarafélagsins segir einnig að verið sé að vega að rétti borgara til réttlátrar málsmeðferðar. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ skrifar Kjartan Bjarni á Facebook. Yfirlýsing dómarafélagsins Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu.
Yfirlýsing dómarafélagsins Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu.
Dómstólar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Sjá meira
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34