Dómarar ósáttir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 14:27 Kjartan Bjarni Björgvinsson er formaður Dómarafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. Tilkynnt var í dag að vegna þess að miðað hafi verið við vitlaust viðmið við útreikning árlegra launabreytinga helstu ráðamanna og embættismanna þjóðarinnar hafi þeir fengið ofgreidd laun undanfarin þrjú ár. Reiknað er með að um alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga. Gerð verður krafa um að ofgreiddu launin verði endurgreidd. Dómarafélagið segir í yfirlýsingu sem birt er á Facebook-síðu Kjartans Bjarna Björgvinssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og formann Dómarafélagsins, að í þessu felist einhliða og afturvirk skerðing á kjörum dómara. Í samtali við Vísi segir Kjartan Bjarni að dómarar muni að óbreyttu leita réttars síns vegna málsins. Vísar hann í skýrt dómafordæmi um að launþegum beri ekki að endurgreiða ofgreidd laun hafi þeir þegið þau í góðri trú. Í yfirlýsingu Dómarafélagsins segir einnig að verið sé að vega að rétti borgara til réttlátrar málsmeðferðar. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ skrifar Kjartan Bjarni á Facebook. Yfirlýsing dómarafélagsins Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Dómstólar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Tilkynnt var í dag að vegna þess að miðað hafi verið við vitlaust viðmið við útreikning árlegra launabreytinga helstu ráðamanna og embættismanna þjóðarinnar hafi þeir fengið ofgreidd laun undanfarin þrjú ár. Reiknað er með að um alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga. Gerð verður krafa um að ofgreiddu launin verði endurgreidd. Dómarafélagið segir í yfirlýsingu sem birt er á Facebook-síðu Kjartans Bjarna Björgvinssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og formann Dómarafélagsins, að í þessu felist einhliða og afturvirk skerðing á kjörum dómara. Í samtali við Vísi segir Kjartan Bjarni að dómarar muni að óbreyttu leita réttars síns vegna málsins. Vísar hann í skýrt dómafordæmi um að launþegum beri ekki að endurgreiða ofgreidd laun hafi þeir þegið þau í góðri trú. Í yfirlýsingu Dómarafélagsins segir einnig að verið sé að vega að rétti borgara til réttlátrar málsmeðferðar. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ skrifar Kjartan Bjarni á Facebook. Yfirlýsing dómarafélagsins Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu.
Yfirlýsing dómarafélagsins Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu.
Dómstólar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34