Tæknilegi vandinn kom upp í tveimur vélum fyrirtækisins og hefur það brugðið á það ráð að leysa þær af með Boeing-þotu. Boðið verður upp á fjórar flugferðir með þotunni í dag á milli Reykjavíkur og Akureyrar og einnig Reykjavíkur og Egilsstaða.
Icelandair býður þeim farþegum sem eigi bókað flug í dag en geti ekki nýtt sér ferðirnar samkvæmt nýrri áætlun, endurgreiðslu eða breytingu, farþegunum að kostnaðarlausu.
Flugferðirnar sem boðið verður upp á með Boeing-þotunni eru eftirfarandi:
- FI46 Reykjavík-Akureyri 16:30
- FI47 Akureyri-Reykjavík 18:00
- FI70 Reykjavík-Egilsstaðir 19:30
- FI71 Egilsstaðir-Reykjavík 21:15