Ted Cruz brjálaður út í brúðurnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júní 2022 10:04 Ted Cruz er ekki sáttur við að Sesamstræti fjalli um bólusetningar. Samsett mynd Bandaríski þingmaðurinn Ted Cruz er ekki par sáttur við brúðuna Elmo eftir að sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi af Elmo þar sem hann segist hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Þingmaðurinn segir Elmo ekki hafa neina vísindalega þekkingu sem styðji bólusetningar barna undir fimm ára aldri. Sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi á Twitter á þriðjudag sem sýnir brúðuna Elmo spjalla við föður sinn eftir að hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Í myndbandinu segist Elmo hafa fundið fyrir smá klípu en að það hafi verið allt í lagi. Þá segir Louie, pabbi Elmo, í myndbandinu að hann hafi lært að besta leiðin til að halda Elmo, vinum þeirra, nágrönnum og öllum öðrum heilbrigðum og gera þeim kleift að njóta hlutanna sem þau elska væri að Elmo fengi bólusetningu við Covid-19. Segir brúðurnar bera út áróður Í kjölfarið deildi Cruz færslu Sesamstrætis á Twitter og þakkaði þættinum fyrir að sýna foreldra sem spyrja spurninga um bólusetningar. Þá sagði hann Elmo mæla harkalega fyrir bólusetningum barna undir 5 ára aldri í myndbandinu án nokkurra vísindalegra gagna. Thanks, @sesamestreet for saying parents are allowed to have questions!You then have @elmo aggressively advocate for vaccinating children UNDER 5. But you cite ZERO scientific evidence for this. Learn more:https://t.co/Ss20TmFTSB https://t.co/tr67QyfRyC— Ted Cruz (@tedcruz) June 28, 2022 Það eru minna en tvær vikur síðan CDC og FDA gáfu leyfi fyrir því að um 20 milljón bandarískra barna undir fimm ára aldri mættu fá bólusetningu við Covid-19. Fyrirtækið sem stendur á bak við Sesamstræti greindu frá því að þau hefðu unnið að myndbandinu í samstarfi við CDC og samtök bandarískra barnalækna en þau hafa gert nokkur sambærileg myndbönd um Covid-19. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cruz á í deilum við brúður Sesamstrætis. Eftir að brúðan Stóri fugl greindi frá því að hann hefði verið bólusettur við Covid-19 í færslu á Twitter í nóvember á síðasta ári. Ted Cruz kallaði færsluna ríkisáróður fyrir fimm ára. Government propaganda for your 5 year old! https://t.co/lKUlomnpq1— Ted Cruz (@tedcruz) November 6, 2021 Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi á Twitter á þriðjudag sem sýnir brúðuna Elmo spjalla við föður sinn eftir að hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Í myndbandinu segist Elmo hafa fundið fyrir smá klípu en að það hafi verið allt í lagi. Þá segir Louie, pabbi Elmo, í myndbandinu að hann hafi lært að besta leiðin til að halda Elmo, vinum þeirra, nágrönnum og öllum öðrum heilbrigðum og gera þeim kleift að njóta hlutanna sem þau elska væri að Elmo fengi bólusetningu við Covid-19. Segir brúðurnar bera út áróður Í kjölfarið deildi Cruz færslu Sesamstrætis á Twitter og þakkaði þættinum fyrir að sýna foreldra sem spyrja spurninga um bólusetningar. Þá sagði hann Elmo mæla harkalega fyrir bólusetningum barna undir 5 ára aldri í myndbandinu án nokkurra vísindalegra gagna. Thanks, @sesamestreet for saying parents are allowed to have questions!You then have @elmo aggressively advocate for vaccinating children UNDER 5. But you cite ZERO scientific evidence for this. Learn more:https://t.co/Ss20TmFTSB https://t.co/tr67QyfRyC— Ted Cruz (@tedcruz) June 28, 2022 Það eru minna en tvær vikur síðan CDC og FDA gáfu leyfi fyrir því að um 20 milljón bandarískra barna undir fimm ára aldri mættu fá bólusetningu við Covid-19. Fyrirtækið sem stendur á bak við Sesamstræti greindu frá því að þau hefðu unnið að myndbandinu í samstarfi við CDC og samtök bandarískra barnalækna en þau hafa gert nokkur sambærileg myndbönd um Covid-19. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cruz á í deilum við brúður Sesamstrætis. Eftir að brúðan Stóri fugl greindi frá því að hann hefði verið bólusettur við Covid-19 í færslu á Twitter í nóvember á síðasta ári. Ted Cruz kallaði færsluna ríkisáróður fyrir fimm ára. Government propaganda for your 5 year old! https://t.co/lKUlomnpq1— Ted Cruz (@tedcruz) November 6, 2021
Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira