Sló út sjálfa Serenu Williams en gerði síðan meðspilara sinn mjög reiða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 10:31 Harmony Tan fagnar hér sigri sínum á Serenu Williams á Wimbledon risamótinu í tennis. AP/John Walton Tenniskonan Harmony Tan byrjaði gærdaginn í fréttum eftir að hafa slegið goðsögnina Serena Williams út úr Wimbledon risamótinu en um kvöldið var hún aftur komin í fréttirnar en nú voru fyrirsagnirnar ekki eins skemmtilegar. Leikurinn við Serena Williams var langur og strangur og tók meira en þrjá klukkutíma en úrslitin réðust ekki fyrr en upphækkun í þriðja settinu. Harmony Tan tók í framhaldinu þá ákvörðun að hætta við þátttöku í tvíliðaleiknum aðeins klukkutíma áður en hún og meðspilari hennar, Tamara Korpatsch, áttu að keppa. Harmony Tan surprised and angered her doubles partner, Tamara Korpatsch, by withdrawing with a thigh injury. https://t.co/jZDziI7TG3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 29, 2022 Tamara Korpatsch var mjög ósátt með þetta en hún fékk smáskilaboð frá Tan um að hún treysti sér ekki til að spila. „Hún sendi mér skilaboð um þetta í morgun. Hún lét mig bíða hér þar til klukkutíma fyrir leikinn. Ég er mjög leið, vonsvikin en líka mjög reið að ég fái ekki tækifæri til að spila minn fyrsta tvíliðaleik á risamóti. Þetta er ekki sanngjarnt fyrir mig,“ skrifaði Tamara Korpatsch á samfélagsmiðlum sínum. „Ég átti þetta ekki skilið. Hún spurði mig fyrir mótið hvort ég vildi spila með henni og ég sagði já. Ég spurði ekki hana, heldur spurði hún mig. Ef þú ert búinn á því eftir þriggja klukkutíma leik daginn áður þá getur þú ekki verið atvinnumaður. Það er mín skoðun,“ skrifaði Tamara. It's fair to say Harmony Tan's doubles partner Tamara Korpatsch is not happy! #BBCTennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2022 „Fyrirgefið en ég hef spilað í sex og hálfan klukkutíma einn daginn og svo einliðaleik daginn eftir,“ skrifaði Tamara. Harmony Tan mætir hinni spænsku Söru Sorribes Tormo í næstu umferð einliðaleiksins. Tan er í 115. sæti heimslistans en Tormo er í 32. sæti. Tennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Sjá meira
Leikurinn við Serena Williams var langur og strangur og tók meira en þrjá klukkutíma en úrslitin réðust ekki fyrr en upphækkun í þriðja settinu. Harmony Tan tók í framhaldinu þá ákvörðun að hætta við þátttöku í tvíliðaleiknum aðeins klukkutíma áður en hún og meðspilari hennar, Tamara Korpatsch, áttu að keppa. Harmony Tan surprised and angered her doubles partner, Tamara Korpatsch, by withdrawing with a thigh injury. https://t.co/jZDziI7TG3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 29, 2022 Tamara Korpatsch var mjög ósátt með þetta en hún fékk smáskilaboð frá Tan um að hún treysti sér ekki til að spila. „Hún sendi mér skilaboð um þetta í morgun. Hún lét mig bíða hér þar til klukkutíma fyrir leikinn. Ég er mjög leið, vonsvikin en líka mjög reið að ég fái ekki tækifæri til að spila minn fyrsta tvíliðaleik á risamóti. Þetta er ekki sanngjarnt fyrir mig,“ skrifaði Tamara Korpatsch á samfélagsmiðlum sínum. „Ég átti þetta ekki skilið. Hún spurði mig fyrir mótið hvort ég vildi spila með henni og ég sagði já. Ég spurði ekki hana, heldur spurði hún mig. Ef þú ert búinn á því eftir þriggja klukkutíma leik daginn áður þá getur þú ekki verið atvinnumaður. Það er mín skoðun,“ skrifaði Tamara. It's fair to say Harmony Tan's doubles partner Tamara Korpatsch is not happy! #BBCTennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2022 „Fyrirgefið en ég hef spilað í sex og hálfan klukkutíma einn daginn og svo einliðaleik daginn eftir,“ skrifaði Tamara. Harmony Tan mætir hinni spænsku Söru Sorribes Tormo í næstu umferð einliðaleiksins. Tan er í 115. sæti heimslistans en Tormo er í 32. sæti.
Tennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Sjá meira