„Sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 19:16 Þorsteinn Halldórsson var ánægður með seinni hálfleikinn í sigri Íslands í kvöld. Mynd/Skjáskot Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með sigur liðsins gegn Póllandi í seinasta leik íslenska landsliðsins áður en Evrópumeistaramótið tekur við. Íslenska liðið lék vel í síðari hálfleik og Þorsteinn einbeitti sér að honum. „Ég er mjög sáttur með seinni hálfleikinn, hann var góður fannst mér heilt yfir,“ sagði Þorsteinn eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Við vorum áræðin í okkar leik þá og þorðum að stíga hátt á þær og gerðum það vel og lokuðum vel á þær. Auðvitað fengu þær færi og allt það, eða hættulega sénsa og möguleika á að skapa sér færi, en heilt yfir fannst mér seinni hálfleikurinn bara flottur.“ „Í fyrri hálfleik byrjuðum við ágætlega, en svo kom þarna kafli sem var erfiður hjá okkur og við vorum að erfiða svolítið mikið. En það jákvæða við það er að við stígum upp í seinni hálfleik og gerum það vel.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri og seinni hálfleik, en Þorsteinn segist þó ekki hafa haldið neina þrumuræðu inni í klefa til að kveikja í liðinu. „Við fórum bara rólega yfir einhverja taktíska hluti. Bara ákveðnar lausnir sem við vildum koma með og ákveðna hluti sem við vildum gera betur. Margt af því heppnaðist en svo raunverulega stigu leikmenn bara upp og sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik.“ Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er Evrópumeistaramótið sem hefst eftir slétta viku. Fyrsti leikur Íslands er þann 10. júlí gegn Belgíu, en Þorsteinn segir að næstu dagar muni einkennast af æfingum, ferðalögum og hvíld. „Það er bara endurheimt á morgun og rólegur dagur þá. Síðan förum við til Þýskalands að undirbúa okkur enn frekar. Æfa vel og slípa okkur enn betur saman og gera okkur klár fyrir EM,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Íslands gegn Póllandi Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með seinni hálfleikinn, hann var góður fannst mér heilt yfir,“ sagði Þorsteinn eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Við vorum áræðin í okkar leik þá og þorðum að stíga hátt á þær og gerðum það vel og lokuðum vel á þær. Auðvitað fengu þær færi og allt það, eða hættulega sénsa og möguleika á að skapa sér færi, en heilt yfir fannst mér seinni hálfleikurinn bara flottur.“ „Í fyrri hálfleik byrjuðum við ágætlega, en svo kom þarna kafli sem var erfiður hjá okkur og við vorum að erfiða svolítið mikið. En það jákvæða við það er að við stígum upp í seinni hálfleik og gerum það vel.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri og seinni hálfleik, en Þorsteinn segist þó ekki hafa haldið neina þrumuræðu inni í klefa til að kveikja í liðinu. „Við fórum bara rólega yfir einhverja taktíska hluti. Bara ákveðnar lausnir sem við vildum koma með og ákveðna hluti sem við vildum gera betur. Margt af því heppnaðist en svo raunverulega stigu leikmenn bara upp og sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik.“ Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er Evrópumeistaramótið sem hefst eftir slétta viku. Fyrsti leikur Íslands er þann 10. júlí gegn Belgíu, en Þorsteinn segir að næstu dagar muni einkennast af æfingum, ferðalögum og hvíld. „Það er bara endurheimt á morgun og rólegur dagur þá. Síðan förum við til Þýskalands að undirbúa okkur enn frekar. Æfa vel og slípa okkur enn betur saman og gera okkur klár fyrir EM,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Íslands gegn Póllandi
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn