„Sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 19:16 Þorsteinn Halldórsson var ánægður með seinni hálfleikinn í sigri Íslands í kvöld. Mynd/Skjáskot Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með sigur liðsins gegn Póllandi í seinasta leik íslenska landsliðsins áður en Evrópumeistaramótið tekur við. Íslenska liðið lék vel í síðari hálfleik og Þorsteinn einbeitti sér að honum. „Ég er mjög sáttur með seinni hálfleikinn, hann var góður fannst mér heilt yfir,“ sagði Þorsteinn eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Við vorum áræðin í okkar leik þá og þorðum að stíga hátt á þær og gerðum það vel og lokuðum vel á þær. Auðvitað fengu þær færi og allt það, eða hættulega sénsa og möguleika á að skapa sér færi, en heilt yfir fannst mér seinni hálfleikurinn bara flottur.“ „Í fyrri hálfleik byrjuðum við ágætlega, en svo kom þarna kafli sem var erfiður hjá okkur og við vorum að erfiða svolítið mikið. En það jákvæða við það er að við stígum upp í seinni hálfleik og gerum það vel.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri og seinni hálfleik, en Þorsteinn segist þó ekki hafa haldið neina þrumuræðu inni í klefa til að kveikja í liðinu. „Við fórum bara rólega yfir einhverja taktíska hluti. Bara ákveðnar lausnir sem við vildum koma með og ákveðna hluti sem við vildum gera betur. Margt af því heppnaðist en svo raunverulega stigu leikmenn bara upp og sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik.“ Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er Evrópumeistaramótið sem hefst eftir slétta viku. Fyrsti leikur Íslands er þann 10. júlí gegn Belgíu, en Þorsteinn segir að næstu dagar muni einkennast af æfingum, ferðalögum og hvíld. „Það er bara endurheimt á morgun og rólegur dagur þá. Síðan förum við til Þýskalands að undirbúa okkur enn frekar. Æfa vel og slípa okkur enn betur saman og gera okkur klár fyrir EM,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Íslands gegn Póllandi Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með seinni hálfleikinn, hann var góður fannst mér heilt yfir,“ sagði Þorsteinn eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Við vorum áræðin í okkar leik þá og þorðum að stíga hátt á þær og gerðum það vel og lokuðum vel á þær. Auðvitað fengu þær færi og allt það, eða hættulega sénsa og möguleika á að skapa sér færi, en heilt yfir fannst mér seinni hálfleikurinn bara flottur.“ „Í fyrri hálfleik byrjuðum við ágætlega, en svo kom þarna kafli sem var erfiður hjá okkur og við vorum að erfiða svolítið mikið. En það jákvæða við það er að við stígum upp í seinni hálfleik og gerum það vel.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri og seinni hálfleik, en Þorsteinn segist þó ekki hafa haldið neina þrumuræðu inni í klefa til að kveikja í liðinu. „Við fórum bara rólega yfir einhverja taktíska hluti. Bara ákveðnar lausnir sem við vildum koma með og ákveðna hluti sem við vildum gera betur. Margt af því heppnaðist en svo raunverulega stigu leikmenn bara upp og sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik.“ Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er Evrópumeistaramótið sem hefst eftir slétta viku. Fyrsti leikur Íslands er þann 10. júlí gegn Belgíu, en Þorsteinn segir að næstu dagar muni einkennast af æfingum, ferðalögum og hvíld. „Það er bara endurheimt á morgun og rólegur dagur þá. Síðan förum við til Þýskalands að undirbúa okkur enn frekar. Æfa vel og slípa okkur enn betur saman og gera okkur klár fyrir EM,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Íslands gegn Póllandi
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Sjá meira