Náðu saman um loftslagslög fyrir Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2022 15:39 Bannað verður að selja bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti í Evrópu eftir árið 2035. AP/Michael Sohn Umhverfisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um frumvörp að loftslagslögum eftir viðræður sem stóðu fram á nótt. Sölubann við jarðefnaeldsneytisknúnum bifreiðum árið 2035 lifði nóttina af en ráðherrarnir samþykktu einnig milljarðasjóð til að hjálpa fátækari íbúum álfunnar að takast á við aukinn kostnað við losun kolefnis. Samkomulagið varðar fimm frumvörp sem saman eiga að tryggja að ESB nái markmiði sínu um að losun gróðurhúsalofttegunda verði helmingi minni árið 2030 en hún var árið 1990. Að megninu til féllust ráðherrarnir á tillögur sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram síðasta sumar, þar á meðal að allir bílar sem sem seldir eru innan sambandsins losi ekkert kolefni frá 2035, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía, Slóvakía og fleiri ríki vildu gefa sprengihreyfilsvélinni gálgafrest til 2040 en þau studdu upphaflegu tillöguna á endanum. Þau fengu það þó í gegn að framkvæmdastjórnin skoðaði þróun tengiltvinnbíla og hvort þeir gætu átt þátt í að ná losunarmarkmiðinu árið 2026. Frans Timmermans, loftslagsmálastjóri ESB, sagði að framkvæmdastjórnin myndi nálgast tengiltvinnbílana með opnum hug en eins og sakir standa dragi þeir ekki nægilega mikið úr losun. Ráðherrarnir studdu einnig að búa til nýtt viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir samgöngur og byggingar árið 2027. Það er ári seinna en upphaflega var gert ráð fyrir. Samþykktu þeir ennfremur að stofna 59 milljarða evrna sjóð til þess að verja lágtekjufólk fyrir kostnaði við loftslagsaðgerðir á árunum 2027 til 2032. Litháar, Pólverjar, Lettar og fleiri þjóðir vildu enn meira fjármagn í sjóðinn að varð ekki að ósk sinni. Losunarmarkmið viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem stóriðja og alþjóðaflug heyrir undir var einnig hert. Það verður 61% samdráttur fyrir lok áratugsins. Kerfið verður einnig látið ná yfir skipasiglingar. Frumvörpin ganga nú til Evrópuþingsins. Það hefur þegar samþykkt markmiðið um bann við sölu á jarðefnaeldsneytisbílum árið 2035. Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Samkomulagið varðar fimm frumvörp sem saman eiga að tryggja að ESB nái markmiði sínu um að losun gróðurhúsalofttegunda verði helmingi minni árið 2030 en hún var árið 1990. Að megninu til féllust ráðherrarnir á tillögur sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram síðasta sumar, þar á meðal að allir bílar sem sem seldir eru innan sambandsins losi ekkert kolefni frá 2035, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía, Slóvakía og fleiri ríki vildu gefa sprengihreyfilsvélinni gálgafrest til 2040 en þau studdu upphaflegu tillöguna á endanum. Þau fengu það þó í gegn að framkvæmdastjórnin skoðaði þróun tengiltvinnbíla og hvort þeir gætu átt þátt í að ná losunarmarkmiðinu árið 2026. Frans Timmermans, loftslagsmálastjóri ESB, sagði að framkvæmdastjórnin myndi nálgast tengiltvinnbílana með opnum hug en eins og sakir standa dragi þeir ekki nægilega mikið úr losun. Ráðherrarnir studdu einnig að búa til nýtt viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir samgöngur og byggingar árið 2027. Það er ári seinna en upphaflega var gert ráð fyrir. Samþykktu þeir ennfremur að stofna 59 milljarða evrna sjóð til þess að verja lágtekjufólk fyrir kostnaði við loftslagsaðgerðir á árunum 2027 til 2032. Litháar, Pólverjar, Lettar og fleiri þjóðir vildu enn meira fjármagn í sjóðinn að varð ekki að ósk sinni. Losunarmarkmið viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem stóriðja og alþjóðaflug heyrir undir var einnig hert. Það verður 61% samdráttur fyrir lok áratugsins. Kerfið verður einnig látið ná yfir skipasiglingar. Frumvörpin ganga nú til Evrópuþingsins. Það hefur þegar samþykkt markmiðið um bann við sölu á jarðefnaeldsneytisbílum árið 2035.
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“