Náðu saman um loftslagslög fyrir Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2022 15:39 Bannað verður að selja bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti í Evrópu eftir árið 2035. AP/Michael Sohn Umhverfisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um frumvörp að loftslagslögum eftir viðræður sem stóðu fram á nótt. Sölubann við jarðefnaeldsneytisknúnum bifreiðum árið 2035 lifði nóttina af en ráðherrarnir samþykktu einnig milljarðasjóð til að hjálpa fátækari íbúum álfunnar að takast á við aukinn kostnað við losun kolefnis. Samkomulagið varðar fimm frumvörp sem saman eiga að tryggja að ESB nái markmiði sínu um að losun gróðurhúsalofttegunda verði helmingi minni árið 2030 en hún var árið 1990. Að megninu til féllust ráðherrarnir á tillögur sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram síðasta sumar, þar á meðal að allir bílar sem sem seldir eru innan sambandsins losi ekkert kolefni frá 2035, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía, Slóvakía og fleiri ríki vildu gefa sprengihreyfilsvélinni gálgafrest til 2040 en þau studdu upphaflegu tillöguna á endanum. Þau fengu það þó í gegn að framkvæmdastjórnin skoðaði þróun tengiltvinnbíla og hvort þeir gætu átt þátt í að ná losunarmarkmiðinu árið 2026. Frans Timmermans, loftslagsmálastjóri ESB, sagði að framkvæmdastjórnin myndi nálgast tengiltvinnbílana með opnum hug en eins og sakir standa dragi þeir ekki nægilega mikið úr losun. Ráðherrarnir studdu einnig að búa til nýtt viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir samgöngur og byggingar árið 2027. Það er ári seinna en upphaflega var gert ráð fyrir. Samþykktu þeir ennfremur að stofna 59 milljarða evrna sjóð til þess að verja lágtekjufólk fyrir kostnaði við loftslagsaðgerðir á árunum 2027 til 2032. Litháar, Pólverjar, Lettar og fleiri þjóðir vildu enn meira fjármagn í sjóðinn að varð ekki að ósk sinni. Losunarmarkmið viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem stóriðja og alþjóðaflug heyrir undir var einnig hert. Það verður 61% samdráttur fyrir lok áratugsins. Kerfið verður einnig látið ná yfir skipasiglingar. Frumvörpin ganga nú til Evrópuþingsins. Það hefur þegar samþykkt markmiðið um bann við sölu á jarðefnaeldsneytisbílum árið 2035. Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Samkomulagið varðar fimm frumvörp sem saman eiga að tryggja að ESB nái markmiði sínu um að losun gróðurhúsalofttegunda verði helmingi minni árið 2030 en hún var árið 1990. Að megninu til féllust ráðherrarnir á tillögur sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram síðasta sumar, þar á meðal að allir bílar sem sem seldir eru innan sambandsins losi ekkert kolefni frá 2035, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía, Slóvakía og fleiri ríki vildu gefa sprengihreyfilsvélinni gálgafrest til 2040 en þau studdu upphaflegu tillöguna á endanum. Þau fengu það þó í gegn að framkvæmdastjórnin skoðaði þróun tengiltvinnbíla og hvort þeir gætu átt þátt í að ná losunarmarkmiðinu árið 2026. Frans Timmermans, loftslagsmálastjóri ESB, sagði að framkvæmdastjórnin myndi nálgast tengiltvinnbílana með opnum hug en eins og sakir standa dragi þeir ekki nægilega mikið úr losun. Ráðherrarnir studdu einnig að búa til nýtt viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir samgöngur og byggingar árið 2027. Það er ári seinna en upphaflega var gert ráð fyrir. Samþykktu þeir ennfremur að stofna 59 milljarða evrna sjóð til þess að verja lágtekjufólk fyrir kostnaði við loftslagsaðgerðir á árunum 2027 til 2032. Litháar, Pólverjar, Lettar og fleiri þjóðir vildu enn meira fjármagn í sjóðinn að varð ekki að ósk sinni. Losunarmarkmið viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem stóriðja og alþjóðaflug heyrir undir var einnig hert. Það verður 61% samdráttur fyrir lok áratugsins. Kerfið verður einnig látið ná yfir skipasiglingar. Frumvörpin ganga nú til Evrópuþingsins. Það hefur þegar samþykkt markmiðið um bann við sölu á jarðefnaeldsneytisbílum árið 2035.
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira