Hættum þessu! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. júní 2022 14:31 Enn á ný sigla lúnir hvalveiðibátar Hvals hf. á miðin og veiða hvali við Íslandsstrendur. Enn á ný klofnar þjóðin í afstöðu sinni til hvalveiða. Enn á ný fer heit umræða í gang, þar sem hvor fylking færir misgóð rök fyrir sínu máli. Enn á ný vaknar áhugi erlendra fjölmiðla á hvalveiðum Íslendinga, sem fjalla um þær í virtum og víðlesnum fjölmiðlum bæði vestan hafs og austan. Flestir á neikvæðum nótum. Engin efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Umræðan er á svipuðum stað og hún var fyrir aldarfjórðungi. Umhverfið hefur hins vegar gerbreyst. Ísland er nú ein örfárra þjóða í heiminum sem enn þverskallast við að stunda hvalveiðar og reynir eftir flóknum krókaleiðum að koma afurðunum á þá örfáu markaði, sem enn hafa áhuga á þeim. Viðhorf heimsbyggðarinnar til hvalveiða er nú enn neikvæðara en þá. Hún fylgist nú furðu lostin með þjóðinni sem kennir sig við framfarir, tækni, nýsköpun, hugverkaiðnað og ábyrga nýtingu auðlinda halda út á haf að skjóta hvali sem fáir hafa áhuga á að borða - en milljónir hafa áhuga á að horfa á. Efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Íslendinga eru nú nákvæmlega engin. Hvalveiðar skipta engu máli hvað varðar atvinnusköpun, gjaldeyristekjur eða almenna verðmætasköpun. Efnahagsleg rök fyrir því að hætta þeim, eru hins vegar yfirgnæfandi og augljós flestum. Orðið „orðsporsáhætta“ segir allt sem segja þarf um það. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt? Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð eru nú rauður þráður í rekstri bæði samfélaga og fyrirtækja. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda hvalveiðar sem kalla á reiði og andúð á helstu markaðssvæðum íslenskra útflutningsfyrirtækja? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að skaða með gjörðum sínum aðrar atvinnugreinar, það fólk sem þar starfar og samfélög sem reiða sig á þær? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda fyrirtækjarekstur sem veldur úlfúð, sundurlyndi og jafnvel óhugnaði í heimalandinu? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að reka fyrirtæki í vafasamri starfsemi og borga jafnvel með rekstrinum? Látum hvalina í friði! Lokaorðin eru úr grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir rúmum aldarfjórðungi, eða í janúar árið 1997: „Horfum á hlutina í samhengi! Látum ekki sérhagsmuni eða þjóðernishroka ráða ferðinni. Viðurkennum að við lifum á tímum þar sem vald neytenda er mikið. Þeir hika ekki við að „versla annars staðar“ sé þeim misboðið. Látum hvalina í friði!“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný sigla lúnir hvalveiðibátar Hvals hf. á miðin og veiða hvali við Íslandsstrendur. Enn á ný klofnar þjóðin í afstöðu sinni til hvalveiða. Enn á ný fer heit umræða í gang, þar sem hvor fylking færir misgóð rök fyrir sínu máli. Enn á ný vaknar áhugi erlendra fjölmiðla á hvalveiðum Íslendinga, sem fjalla um þær í virtum og víðlesnum fjölmiðlum bæði vestan hafs og austan. Flestir á neikvæðum nótum. Engin efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Umræðan er á svipuðum stað og hún var fyrir aldarfjórðungi. Umhverfið hefur hins vegar gerbreyst. Ísland er nú ein örfárra þjóða í heiminum sem enn þverskallast við að stunda hvalveiðar og reynir eftir flóknum krókaleiðum að koma afurðunum á þá örfáu markaði, sem enn hafa áhuga á þeim. Viðhorf heimsbyggðarinnar til hvalveiða er nú enn neikvæðara en þá. Hún fylgist nú furðu lostin með þjóðinni sem kennir sig við framfarir, tækni, nýsköpun, hugverkaiðnað og ábyrga nýtingu auðlinda halda út á haf að skjóta hvali sem fáir hafa áhuga á að borða - en milljónir hafa áhuga á að horfa á. Efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Íslendinga eru nú nákvæmlega engin. Hvalveiðar skipta engu máli hvað varðar atvinnusköpun, gjaldeyristekjur eða almenna verðmætasköpun. Efnahagsleg rök fyrir því að hætta þeim, eru hins vegar yfirgnæfandi og augljós flestum. Orðið „orðsporsáhætta“ segir allt sem segja þarf um það. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt? Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð eru nú rauður þráður í rekstri bæði samfélaga og fyrirtækja. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda hvalveiðar sem kalla á reiði og andúð á helstu markaðssvæðum íslenskra útflutningsfyrirtækja? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að skaða með gjörðum sínum aðrar atvinnugreinar, það fólk sem þar starfar og samfélög sem reiða sig á þær? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda fyrirtækjarekstur sem veldur úlfúð, sundurlyndi og jafnvel óhugnaði í heimalandinu? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að reka fyrirtæki í vafasamri starfsemi og borga jafnvel með rekstrinum? Látum hvalina í friði! Lokaorðin eru úr grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir rúmum aldarfjórðungi, eða í janúar árið 1997: „Horfum á hlutina í samhengi! Látum ekki sérhagsmuni eða þjóðernishroka ráða ferðinni. Viðurkennum að við lifum á tímum þar sem vald neytenda er mikið. Þeir hika ekki við að „versla annars staðar“ sé þeim misboðið. Látum hvalina í friði!“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar