KKÍ og Ölgerðin endurnýja samstarf KKÍ 29. júní 2022 09:53 Jóhannes Páll Sigurðarson vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ. KKÍ og Ölgerðin hafa endurnýjað sitt góða samstarf með undirritun á nýjum samningi en Ölgerðin og vörumerkið Kristall hefur verið góður samstarfsaðili KKÍ undanfarin ár. Það voru þeir Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Jóhannes Páll Sigurðarson vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni sem skrifuðu undir samninginn í Tómasarstofu í húsakynnum Ölgerðarinnar. Nýr samningur gildir út árið 2024. „Ölgerðin hefur unnið vel með okkur í KKÍ og körfuboltafjölskyldunni undanfarin ár og það er mjög ánægjulegt þegar aðilar endurnýja sitt samstarf og efla það enn frekar eins og við gerum núna sem er merki um að báðir aðilar eru ánægðir. Það eru einnig spennandi tímar framundan hjá Ölgerðinni sem er gaman að fá taka þátt í með þeim.“ sagði Hannes formaður KKÍ og Jóhannes Páll Ölgerðinni bætti við „Við erum gríðarlega ánægð að bæði endurnýja okkar góða samstarf við KKÍ og að gefa í. Það eru mikil sóknartækifæri í körfuknattleiksíþróttinni og samstarfi Kristals og KKÍ.“ Samstarf Ölgerðarinnar og KKÍ hefur verið afar farsælt undanfarin ár og Ölgerðin komið margvíslegum verkefnum KKÍ og landsliðum Íslands sem nú stefna í hin ýmsu verkefni en framundan eru um 100 landsleikir á vegum KKÍ frá lok júní og fram í lok ágúst. Ísland leikur við Holland í fyrir umferð undakeppni HM á föstudaginn í Ólafssal á Ásvöllumþar sem búast má við fullu húsi. Í morgun fór svo rúmlega 70 manna hópur frá KKÍ til Finnlands þar sem NM U16 og U18 hefst í Kisakallio. Það er því nóg framundan og verðmætt fyrirKKÍ að hafa jafn öflugan samstarfsaðila og Ölgerðina með í KKÍ fjölskyldunni ásamt þeim fjölmörgu öðru góðu samstarfsaðilum. Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Það voru þeir Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Jóhannes Páll Sigurðarson vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni sem skrifuðu undir samninginn í Tómasarstofu í húsakynnum Ölgerðarinnar. Nýr samningur gildir út árið 2024. „Ölgerðin hefur unnið vel með okkur í KKÍ og körfuboltafjölskyldunni undanfarin ár og það er mjög ánægjulegt þegar aðilar endurnýja sitt samstarf og efla það enn frekar eins og við gerum núna sem er merki um að báðir aðilar eru ánægðir. Það eru einnig spennandi tímar framundan hjá Ölgerðinni sem er gaman að fá taka þátt í með þeim.“ sagði Hannes formaður KKÍ og Jóhannes Páll Ölgerðinni bætti við „Við erum gríðarlega ánægð að bæði endurnýja okkar góða samstarf við KKÍ og að gefa í. Það eru mikil sóknartækifæri í körfuknattleiksíþróttinni og samstarfi Kristals og KKÍ.“ Samstarf Ölgerðarinnar og KKÍ hefur verið afar farsælt undanfarin ár og Ölgerðin komið margvíslegum verkefnum KKÍ og landsliðum Íslands sem nú stefna í hin ýmsu verkefni en framundan eru um 100 landsleikir á vegum KKÍ frá lok júní og fram í lok ágúst. Ísland leikur við Holland í fyrir umferð undakeppni HM á föstudaginn í Ólafssal á Ásvöllumþar sem búast má við fullu húsi. Í morgun fór svo rúmlega 70 manna hópur frá KKÍ til Finnlands þar sem NM U16 og U18 hefst í Kisakallio. Það er því nóg framundan og verðmætt fyrirKKÍ að hafa jafn öflugan samstarfsaðila og Ölgerðina með í KKÍ fjölskyldunni ásamt þeim fjölmörgu öðru góðu samstarfsaðilum.
Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira