Vaxandi þensla og barátta um vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 19:31 Framkvæmdum við byggingu viðbyggingar við forsætisráðuneytið verður frestað um eitt til tvö ár vegna þenslunnar. forsætisráðuneytið Vaxandi þensla er í efnahagslífinu eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Ferðaþjónustan er komin á fullan skrið og aukinn þrýstingur er ábyggingaframkvæmdir. Seðlabankastjóri segir þetta geta leitt til þess að atvinnugreinar fari að bítast um starfsfólk. Efnahagslífið á Íslandi er komið á mikinn snúning eftir að kórónuveirufaraldurinn leið.Á sama tíma er tekist á við mikla og vaxandi verðbólgu víða í heiminum sem skapaðist af hráefnisskorti vegna skorts á vinnuafli í faraldrinum og síðan vegna stríðsins í Úkraínu. Nú þegar ferðaþjónustan er komin á fulla ferð og þrýst er á byggingaframkvæmdir skortir vinnuafl ofan á allt annað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri íslenskt efnahagslíf standa vel. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að svo geti farið að atvinnugreinar fari að bítast um vinnuaflið.Vísir/Vilhelm „Við erum bara núna með mikinn efnahagsbata á Íslandi. Vinnumarkað sem í rauninni hefur aldrei verið betri frá árinu 2007 hvað varðar atvinnu. Auðvitað þegar ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn vill það líka koma inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Ásgeir. Í kórónuveirufaraldrinum þegar mörg fyrirtæki sögðu upp fjölda manns jók ríkið útgjöld sín til alls kyns atvinnuskapandi framkvæmda. Við núverandi aðstæður er hins vegar talið eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. Við afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára á Alþingi í vor var því mörgum framkvæmdum frestað, eins og viðbyggingu við forsætisráðuneytið sem lengi hefur staðið til að byggja. Katrín Jakobsdóttir segir ríkið fresta ýmsum framkvæmdum vegna þenslunnar.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að upphafi framkvæmda verði frestað um ár. „Já við erum að færa þá framkvæmd til. Í raun og veru hliðra þeirri framkvæmd til að draga úr þenslu í samfélaginu. Það á auðvitað við um fleiri fjárfestingarverkefni á vegum ríkisins. Við lögðum af stað í miklar fjárfestingar til að örva hagkerfið í heimsfaraldri. Sum eru farin af stað en þar sem hægt er að hliðra til núna þá gerum við það,“ segir Katrín. Aðstæður smærri og stærri fyrirtækja til að fá til sín starfsfólk á samkeppnishæfum launum, ekki hvað síst innan ferðaþjónustunnar, eru hins vegar afar misjafnar. „Ég held að við séum kannski að lenda í þeirri stöðu að atvinnugreinar fari að bítast um fólk í miklum meiri mæli. Þetta er eitthvað sem við sáum á árum áður. Og það gæti mögulega leitt til töluverðrar spennu á vinnumarkaði,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Efnahagslífið á Íslandi er komið á mikinn snúning eftir að kórónuveirufaraldurinn leið.Á sama tíma er tekist á við mikla og vaxandi verðbólgu víða í heiminum sem skapaðist af hráefnisskorti vegna skorts á vinnuafli í faraldrinum og síðan vegna stríðsins í Úkraínu. Nú þegar ferðaþjónustan er komin á fulla ferð og þrýst er á byggingaframkvæmdir skortir vinnuafl ofan á allt annað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri íslenskt efnahagslíf standa vel. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að svo geti farið að atvinnugreinar fari að bítast um vinnuaflið.Vísir/Vilhelm „Við erum bara núna með mikinn efnahagsbata á Íslandi. Vinnumarkað sem í rauninni hefur aldrei verið betri frá árinu 2007 hvað varðar atvinnu. Auðvitað þegar ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn vill það líka koma inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Ásgeir. Í kórónuveirufaraldrinum þegar mörg fyrirtæki sögðu upp fjölda manns jók ríkið útgjöld sín til alls kyns atvinnuskapandi framkvæmda. Við núverandi aðstæður er hins vegar talið eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. Við afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára á Alþingi í vor var því mörgum framkvæmdum frestað, eins og viðbyggingu við forsætisráðuneytið sem lengi hefur staðið til að byggja. Katrín Jakobsdóttir segir ríkið fresta ýmsum framkvæmdum vegna þenslunnar.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að upphafi framkvæmda verði frestað um ár. „Já við erum að færa þá framkvæmd til. Í raun og veru hliðra þeirri framkvæmd til að draga úr þenslu í samfélaginu. Það á auðvitað við um fleiri fjárfestingarverkefni á vegum ríkisins. Við lögðum af stað í miklar fjárfestingar til að örva hagkerfið í heimsfaraldri. Sum eru farin af stað en þar sem hægt er að hliðra til núna þá gerum við það,“ segir Katrín. Aðstæður smærri og stærri fyrirtækja til að fá til sín starfsfólk á samkeppnishæfum launum, ekki hvað síst innan ferðaþjónustunnar, eru hins vegar afar misjafnar. „Ég held að við séum kannski að lenda í þeirri stöðu að atvinnugreinar fari að bítast um fólk í miklum meiri mæli. Þetta er eitthvað sem við sáum á árum áður. Og það gæti mögulega leitt til töluverðrar spennu á vinnumarkaði,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira