Glódís Perla stjarnan í nýju EM-auglýsingunni: Mikið í boði úti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 08:31 Glódís Perla Viggósdóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Nýja Sjálandi á SheBelievesCup. Getty/Ric Tapia Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir viðurkennir að hún hafi ekki áttað sig á því hversu mikil vinna færi að gera auglýsingu. Glódís er í aðalhlutverki í nýrri EM-auglýsingu N1. Það styttist óðum í Evrópumótið í Englandi þar sem Glódís Perla verður í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins. Eins og oft áður þegar Ísland er á stórmóti í fótbolta þá nýtti fyrirtæki á Íslandi tækifærið til að gera auglýsingu tengdri mótinu. N1 leyfði gestum á fésbókasíðu fyrirtækisins að kíkja á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar. Hannes Þór Halldórsson, leikjahæsti landsliðsmarkvörður karlaliðs Íslands frá upphafi, er leikstjóri hennar en hann þekkir það vel að búa til flottar fótboltaauglýsingar. Hannes skrifaði auglýsinguna og nýtti sér það mikið úr sínum reynslubolta sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Þar er líka rætt við Glódísi Perlu en upptökur á auglýsingunni fóru meðal annars fram í München í Þýskalandi þar sem hún spilar með stórliði Bayern München. Kíktu á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar okkar. Það er svo magnað að sjá hvernig Hannes og hans lið...Posted by N1 on Föstudagur, 24. júní 2022 „Þessi auglýsing sýnir frá minni vegferð, frá því að ég er ung í HK þar til að ég er kominn til stórliðsins Bayern München,“ sagði Glódís Perla. „Upplifun mín af því að vera í svona auglýsingu er mjög góð. Þetta er stórt og mikið ferli, miklu meira en ég bjóst við eða gerði mér grein fyrir enda er maður að taka upp í marga klukkutíma fyrir einhverja sekúndur í einni senu,“ sagði Glódís. „Það er mikil vinna sem fer í svona auglýsingu og fólkið sem er að sjá um þetta á mikið hrós skilið. Þetta er mjög mikil vinna og vel unnið,“ sagði Glódís. „Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka og kannski stelpur sérstaklega að það er mikið í boði úti í heimi. Ef maður leggur á sig vinnuna þá getur maður náð stórum markmiðum og fengið að upplifa draumana sína,“ sagði Glódís. „Það þýðir ekkert að gefast upp í fyrsta skiptið sem eitthvað gengur ekki upp eða það koma einhver mistök. Þá verður maður að halda áfram og áfram og áfram og finna leiðir þar til að maður kemst þar sem maður vill vera,“ sagði Glódís. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Það styttist óðum í Evrópumótið í Englandi þar sem Glódís Perla verður í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins. Eins og oft áður þegar Ísland er á stórmóti í fótbolta þá nýtti fyrirtæki á Íslandi tækifærið til að gera auglýsingu tengdri mótinu. N1 leyfði gestum á fésbókasíðu fyrirtækisins að kíkja á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar. Hannes Þór Halldórsson, leikjahæsti landsliðsmarkvörður karlaliðs Íslands frá upphafi, er leikstjóri hennar en hann þekkir það vel að búa til flottar fótboltaauglýsingar. Hannes skrifaði auglýsinguna og nýtti sér það mikið úr sínum reynslubolta sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Þar er líka rætt við Glódísi Perlu en upptökur á auglýsingunni fóru meðal annars fram í München í Þýskalandi þar sem hún spilar með stórliði Bayern München. Kíktu á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar okkar. Það er svo magnað að sjá hvernig Hannes og hans lið...Posted by N1 on Föstudagur, 24. júní 2022 „Þessi auglýsing sýnir frá minni vegferð, frá því að ég er ung í HK þar til að ég er kominn til stórliðsins Bayern München,“ sagði Glódís Perla. „Upplifun mín af því að vera í svona auglýsingu er mjög góð. Þetta er stórt og mikið ferli, miklu meira en ég bjóst við eða gerði mér grein fyrir enda er maður að taka upp í marga klukkutíma fyrir einhverja sekúndur í einni senu,“ sagði Glódís. „Það er mikil vinna sem fer í svona auglýsingu og fólkið sem er að sjá um þetta á mikið hrós skilið. Þetta er mjög mikil vinna og vel unnið,“ sagði Glódís. „Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka og kannski stelpur sérstaklega að það er mikið í boði úti í heimi. Ef maður leggur á sig vinnuna þá getur maður náð stórum markmiðum og fengið að upplifa draumana sína,“ sagði Glódís. „Það þýðir ekkert að gefast upp í fyrsta skiptið sem eitthvað gengur ekki upp eða það koma einhver mistök. Þá verður maður að halda áfram og áfram og áfram og finna leiðir þar til að maður kemst þar sem maður vill vera,“ sagði Glódís.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira