Í tilkynningu kemur fram að Lára hafi hafið störf hjá Creditinfo 2017, þá sem vöru- og verkefnastjóri.
„Áður starfaði hún hjá Símanum sem sérfræðingur í umbótaverkefnum (lean management) og sem fjárfestingastjóri hjá Thule Investments. Lára er iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum Politécnica de Catalunya.“
Creditinfo er upplýsinga- og þjónustufyrirtæki, stofnað í Reykjavík árið 1997. Fyrirtækið sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga og ráðgjöf tengdri áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja.