Árásarmaðurinn komst í gegnum öryggisgæslu og lét höggin dynja á greyið Happio. Það var ekki fyrr en þjálfari hans kom til aðstoðar og svo lögreglan skömmu síðar að árásarmaðurinn var yfirbugaður.
Happio fékk mörg högg og RMC Sport sagði frá því hann hafi hóstað upp blóði skömmu fyrir keppni. Hinn 23 ára gamli Wilfried hljóp síðan með lepp fyrir öðru auganu. Hann ætlaði ekki að láta neitt stoppa sig.
Happio keppti ekki aðeins tuttugu mínútum seinna heldur vann hann 400 metra grindarhlaupið og setti persónulegt met með því að koma í mark á 48,57 sekúndum.
Quelle histoire pour Wilfried Happio...
— SPORTRICOLORE (@sportricolore) June 25, 2022
Violemment agressé pendant son échauffement, le coureur du Lille Métropole Athlétisme est devenu champion de France du 400 m haies une demi-heure plus tard
Avec un record personnel et les minimas pour les Mondiaux de Eugene pic.twitter.com/BNHds21aSa
Með þessum árangri þá tryggði Happio sér farseðilinn á heimsmeistaramótinu í Eugene í Oregon fylki sem fer fram seinna í sumar.
Wilfried vildi ekki tala um árásina eftir hlaupið heldur miklu frekar hlaupið sjálft. Hann þurfti hins vegar að fara á sjúkrahús eftir verðlaunaafhendinguna þar sem hann gekk undir frekari rannsóknir.