Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Árni Sæberg skrifar 26. júní 2022 18:42 Stelpurnar frá JSB eru ekki sáttar. Aðsend Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. Helga Hlín Stefándóttir, danskennari hjá JSB, segir farir sínar ekki sléttar eftir að fluginu var aflýst í dag. Hún segir að rétt fyrir ætlaða brottför hafi borist tölvupóstur frá Play þess efnis að fluginu yrði frestað, klukkustund síðar hafi hópurinn svo séð á tilkynningskjá í Leifsstöð að fluginu hafi verið aflýst. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi þurft að aflýsa fluginu vegna tjóns á flugvél. Rekist hafi verið í eina vél félagsins á flugvelli erlendis og viðgerð hafi tafist vegna manneklu. Allur fluggeirinn glímir við mikinn vanda um þessar mundir vegna manneklu á flugvöllum víða um heim. Þá segir hún að félagið hafi þegar haft samband við alla þá sem áttu bókað flugfar til Madrídar í dag. Play muni endurgreiða fargjaldið og borga mismun á gjaldi ef fólk þarf að kaupa dýrara flug. Hafa æft atriðið frá nóvember Helga Hlín segir hópnum hafi verið boðið far með næsta áætlunarflugi Play til Madrídar á miðvikudag. „Það er of seint fyrir okkur. Við erum með stelpur sem eru að fara að keppa bæði á þriðjudag og miðvikudag, svo það gengur ekki. Nú erum við í miklum vandræðum með að koma hópnum út til Spánar,“ segir hún. Helga Hlín segist lítið hafa geta gert í málinu hingað til, hún var á leið heim frá Keflavík þegar Vísir náði tali af henni en fram að heimför hafði hún verið í því að hugga stelpurnar. „Ég var bara þarna með grátandi nemendur og allir alveg miður sín, búnir að æfa atriðið síðan í nóvember. Þetta er alveg ömurleg staða en ég ætla að gera mitt besta til að koma þeim út, sama þótt við þurfum að taka fjórar flugvélar,“ segir hún. „Það var bara eins og þeir væru ekki til“ Helga Hlín gagnrýnir Play harðlega og segist aldrei hafa lent í öðru eins á ævinni, þrátt fyrir að hafa ferðast mikið til útlanda. „Þeir bara svara ekki neinu, þeir svara ekki tölvupóstum eða á Facebook-spjallinu. Þeir voru ekki með neinn sjánlegan starfsmann á flugvellinum sem vissi eitthvað, það var eins og þeir væru bara ekki til,“ segir hún. Nadine Guðrún segir hins vegar að allir farþegar hafi fengið skilaboð fyrir hádegi í dag þess efnis að fluginu yrði frestað og því ættu farþegar ekki að mæta upp á flugvöll. Frekari upplýsinga væri að vænta klukkan 15 en þá hafi borist önnur skilaboð og þrenn önnur yfir daginn. „Við erum öll af vilja gerð og viljum svara öllum hratt og örugglega en þegar það kemur upp svona staða og við neyðumst til að aflýsa flugi þa hafa allir samband i einu. Þá er eina sem við getum gert að senda skilaboð á alla í einu. Við erum að fljúga með fjögur þúsund farþega á dag og það eru tuttugu til þrjátíu flugferðir á dag og ef við missum eina flugvél í einhvern tíma þá þarf að skipuleggja allt upp á nýtt, sem tekur tíma,“ segir Nadine Guðrún í samtali við Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Dans Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Helga Hlín Stefándóttir, danskennari hjá JSB, segir farir sínar ekki sléttar eftir að fluginu var aflýst í dag. Hún segir að rétt fyrir ætlaða brottför hafi borist tölvupóstur frá Play þess efnis að fluginu yrði frestað, klukkustund síðar hafi hópurinn svo séð á tilkynningskjá í Leifsstöð að fluginu hafi verið aflýst. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi þurft að aflýsa fluginu vegna tjóns á flugvél. Rekist hafi verið í eina vél félagsins á flugvelli erlendis og viðgerð hafi tafist vegna manneklu. Allur fluggeirinn glímir við mikinn vanda um þessar mundir vegna manneklu á flugvöllum víða um heim. Þá segir hún að félagið hafi þegar haft samband við alla þá sem áttu bókað flugfar til Madrídar í dag. Play muni endurgreiða fargjaldið og borga mismun á gjaldi ef fólk þarf að kaupa dýrara flug. Hafa æft atriðið frá nóvember Helga Hlín segir hópnum hafi verið boðið far með næsta áætlunarflugi Play til Madrídar á miðvikudag. „Það er of seint fyrir okkur. Við erum með stelpur sem eru að fara að keppa bæði á þriðjudag og miðvikudag, svo það gengur ekki. Nú erum við í miklum vandræðum með að koma hópnum út til Spánar,“ segir hún. Helga Hlín segist lítið hafa geta gert í málinu hingað til, hún var á leið heim frá Keflavík þegar Vísir náði tali af henni en fram að heimför hafði hún verið í því að hugga stelpurnar. „Ég var bara þarna með grátandi nemendur og allir alveg miður sín, búnir að æfa atriðið síðan í nóvember. Þetta er alveg ömurleg staða en ég ætla að gera mitt besta til að koma þeim út, sama þótt við þurfum að taka fjórar flugvélar,“ segir hún. „Það var bara eins og þeir væru ekki til“ Helga Hlín gagnrýnir Play harðlega og segist aldrei hafa lent í öðru eins á ævinni, þrátt fyrir að hafa ferðast mikið til útlanda. „Þeir bara svara ekki neinu, þeir svara ekki tölvupóstum eða á Facebook-spjallinu. Þeir voru ekki með neinn sjánlegan starfsmann á flugvellinum sem vissi eitthvað, það var eins og þeir væru bara ekki til,“ segir hún. Nadine Guðrún segir hins vegar að allir farþegar hafi fengið skilaboð fyrir hádegi í dag þess efnis að fluginu yrði frestað og því ættu farþegar ekki að mæta upp á flugvöll. Frekari upplýsinga væri að vænta klukkan 15 en þá hafi borist önnur skilaboð og þrenn önnur yfir daginn. „Við erum öll af vilja gerð og viljum svara öllum hratt og örugglega en þegar það kemur upp svona staða og við neyðumst til að aflýsa flugi þa hafa allir samband i einu. Þá er eina sem við getum gert að senda skilaboð á alla í einu. Við erum að fljúga með fjögur þúsund farþega á dag og það eru tuttugu til þrjátíu flugferðir á dag og ef við missum eina flugvél í einhvern tíma þá þarf að skipuleggja allt upp á nýtt, sem tekur tíma,“ segir Nadine Guðrún í samtali við Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Dans Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira