Gleðilegt sumar! Drífa Snædal skrifar 24. júní 2022 14:01 Ferðaþyrst fólk flykkist til og frá landinu eftir tveggja ára ferðatakmarkanir. Flugvellir víða um heim standa ekki undir álaginu og aldrei að vita hvar farangur endar eða í versta falli ferðamenn. Mjög víða vantar starfsfólk og álagið á vinnandi fólk er mikið. Ýmsir furða sig á því að þó atvinnuleysi sé víða um heim skorti enn starfsfólk. Það þarf þó engan að undra að flugvellir sem víða eru komnir í eigu alþjóðlegra stórfyrirtækja sem reyna eftir megni að þrýsta launum og öðrum starfsmannakostnaði niður eigi erfitt með að fá til sín fólk. Flugvellirnir eru oft langt frá heimilum, starfsumhverfið ómanneskjulegt og hækkandi samgöngukostnaður, barnagæsla og fleira gerir það að verkum að fólk greiðir nánast með sér til vinnu. Það er hin stóra breyting sem orðið hefur í kófinu: Fyrirtæki sem koma ekki fram við fólk af virðingu í launum og aðbúnaði eiga erfitt með að fá starfsfólk aftur til sín. Þetta er staðreynd úti í heimi og þetta er líka staðreynd hér á Íslandi. Við sjáum ákveðið mynstur og hægt að leiða að því líkum að fyrirtæki sem stóðu ekki með sínu starfsfólki í gegnum kófið eigi erfiðar uppdráttar að fá til sín fólk. Á meðan höfum við sem betur fer góð dæmi um að fyrirtæki sem unnu með sínu fólki þegar í harðbakkann sló njóta þess nú að hafa reynslumikið fólk í vinnu. Við getum líka heimfært þetta á heilu samfélögin, þau sem bjuggu við sterkt opinbert kerfi og beittu almannatryggingum í faraldrinum koma betur út en samfélög þar sem fólk féll niður í örbyrgð og vonleysi án afkomu. Hér á landi vann ýmislegt með okkur og gerir enn. Húshitunarkostnaður hefur margfaldast í hinu græðgisvædda Evrópska orkukerfi en við búum sem betur fer við lágan orkukostnað í lokuðu kerfi í almannaeigu. Þetta eru verðmæti sem hafa aldrei verið jafn áþreifanleg og nú. Um heim allan er verðbólgan farin af stað og staða vinnandi fólks þrengist. Fólk sækir stuðning í stéttarfélög og beitir samtakamætti til að knýja fram betri kjör í óviðunandi ástandi. Þau ríki sem geta beitt skattkerfum til jöfnunar, búa við sterka verkalýðshreyfingu og sterkt opinbert kerfi hafa möguleika til að bæta kjör almennings og styrkja með þeim hætti atvinnulífið. Við erum þar á meðal. Gleðilegt sumar! Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ferðaþyrst fólk flykkist til og frá landinu eftir tveggja ára ferðatakmarkanir. Flugvellir víða um heim standa ekki undir álaginu og aldrei að vita hvar farangur endar eða í versta falli ferðamenn. Mjög víða vantar starfsfólk og álagið á vinnandi fólk er mikið. Ýmsir furða sig á því að þó atvinnuleysi sé víða um heim skorti enn starfsfólk. Það þarf þó engan að undra að flugvellir sem víða eru komnir í eigu alþjóðlegra stórfyrirtækja sem reyna eftir megni að þrýsta launum og öðrum starfsmannakostnaði niður eigi erfitt með að fá til sín fólk. Flugvellirnir eru oft langt frá heimilum, starfsumhverfið ómanneskjulegt og hækkandi samgöngukostnaður, barnagæsla og fleira gerir það að verkum að fólk greiðir nánast með sér til vinnu. Það er hin stóra breyting sem orðið hefur í kófinu: Fyrirtæki sem koma ekki fram við fólk af virðingu í launum og aðbúnaði eiga erfitt með að fá starfsfólk aftur til sín. Þetta er staðreynd úti í heimi og þetta er líka staðreynd hér á Íslandi. Við sjáum ákveðið mynstur og hægt að leiða að því líkum að fyrirtæki sem stóðu ekki með sínu starfsfólki í gegnum kófið eigi erfiðar uppdráttar að fá til sín fólk. Á meðan höfum við sem betur fer góð dæmi um að fyrirtæki sem unnu með sínu fólki þegar í harðbakkann sló njóta þess nú að hafa reynslumikið fólk í vinnu. Við getum líka heimfært þetta á heilu samfélögin, þau sem bjuggu við sterkt opinbert kerfi og beittu almannatryggingum í faraldrinum koma betur út en samfélög þar sem fólk féll niður í örbyrgð og vonleysi án afkomu. Hér á landi vann ýmislegt með okkur og gerir enn. Húshitunarkostnaður hefur margfaldast í hinu græðgisvædda Evrópska orkukerfi en við búum sem betur fer við lágan orkukostnað í lokuðu kerfi í almannaeigu. Þetta eru verðmæti sem hafa aldrei verið jafn áþreifanleg og nú. Um heim allan er verðbólgan farin af stað og staða vinnandi fólks þrengist. Fólk sækir stuðning í stéttarfélög og beitir samtakamætti til að knýja fram betri kjör í óviðunandi ástandi. Þau ríki sem geta beitt skattkerfum til jöfnunar, búa við sterka verkalýðshreyfingu og sterkt opinbert kerfi hafa möguleika til að bæta kjör almennings og styrkja með þeim hætti atvinnulífið. Við erum þar á meðal. Gleðilegt sumar! Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun