Þá heyrum við í sérfræðingi um skjálftann sem varð í Langjökli í gærkvöldi og hvað lesa megi úr jarðhræringum á því svæði.
Einnig fjöllum við um viðurkenningu íslenska ríkisins á því að brotið hafi verið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu.
Þá fjöllum við áfram um hvalveiðar sem hafnar eru að nýju hér við land. Fyrsta dýrið var skorið í Hvalfirði í morgun.