Shaquille O‘Neal, eða einfaldlega Shaq eins og hann er nær alltaf kallaður, er í dag meðal þeirra sem fjalla um NBA deildina Vestanhafs. Hinn fimmtugi Shaq er af mörgum talinn einn besti miðherji sögunnar og lék með Los Angeles Lakers frá 1996-2004.
Varð hann þrívegis meistari með liðinu en Shaq og Kobe Bryant heitinn voru eitt besta tvíeyki sem deildin hafði séð. Eftir dvöl sína í Los Angeles fór Shaq til Miami Heat, þar sem hann bætti fjórða meistaratitlinum í safnið, og þaðan til Phoenix Suns, Cleveland Cavaliers og loks Boston Celtics áður en skórnir fóru upp í hillu.
Hinn 22 ára gamli Shareef O‘Neal hefur glímt við hjartavandamál og fór í aðgerð árið 2020 sem talin er hafa bjargað lífi hans. Síðan þá hefur hann ekki spilað jafn mikið og áður í háskólaboltanum en er samt sem áður skráður til leiks í nýliðaval NBA-deildarinnar. Þá æfði hann með Lakers í aðdraganda valsins.
Working out for the #LakeShow today: Shareef O Neal@SSJreef x @LSUBasketball pic.twitter.com/aItpdk4hND
— Los Angeles Lakers (@Lakers) June 21, 2022
Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann fetar í fótspor föður síns með því að spila fyrir Lakers eða þá mögulega eitt af hinum fimm liðunum sem Shaq spilaði fyrir en O‘Neal eldri hóf ferilinn í Orlando.