Uppeldisleikritið – hver er þinn söguþráður? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 23. júní 2022 09:31 Margir hafa eflaust einhvern tímann heyrt: ,,þú ert farin/nn/ð að líkjast foreldrum þínum” eða hafa hugsað: ,,ég ætla aldrei að gera þetta eða hitt í uppeldi barnanna minna; ég ætla ekki að feta í fótspor foreldra minna og ala börnin mín svona upp”. Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig þú bregst við áreiti í uppeldi barna þinna? Hefur þú staðið þig að því að sýna ósjálfráð viðbrögð sem minna á viðbrögð foreldra þinna í æsku? Þegar við ólumst upp vorum við ítrekað í aðstæðum þar sem við fylgdumst með foreldrum okkar bregðast við áreiti eða aðstæðum. Þetta gat til dæmis verið vegna prakkarastrikanna okkar, misgóðra hugmynda sem við vildum koma í framkvæmd eða vegna þess að við komum ekki heim á réttum tíma. Við fylgdumst með því hvernig foreldrar okkur leystu úr deilum sín á milli. Aðstæðurnar voru ótal margar og af mismunandi toga. Í rauninni var alltaf ,,á upptöku” hjá okkur og við meðtókum mikið magn af upplýsingum um samskipti og hegðun á heimilum okkar. Þessar miklu upplýsingar gerðu okkur svo kleift að spá fyrir um hvernig foreldrar okkur myndu bregðast við í ákveðnum aðstæðum. Til einföldunar þá getum við ímyndað okkur að við séum að leggja leikrit á minnið. Við verjum æskunni í að læra á og kynnast sögupersónunum sem koma þar fram og hlutverkum þeirra. Við fáum langan tíma til þess að læra hlutverkin, atriðin eru síendurtekin sem verður til þess að við verðum þaulæfð. Í rauninni svo vel æfð að við innleiðum sögupersónurnar í líf okkar, við verðum þessar persónur að einhverju leyti. Með hækkandi aldri fækkar aðstæðum á heimilinu sem við verðum vitni að, við flytjum út af heimilum foreldra okkar og verðum sjálfstæðir einstaklingar. Leikritið hefur áfram áhrif á líf okkar en sögupersónurnar geta legið í dvala. Jafnvel árum saman. Svo kemur að því að við eignumst sjálf börn. Óvissa fylgir því að fá barn í hendurnar og til að byrja með vita líklega fæstir hvernig þeir eiga að takast á við þessar nýju og óþekktu aðstæður. Af stað fer nýtt leikrit og við þurfum að finna hlutverk okkar innan þess. Og hvað gerist? Mögulega spólum við til baka í huganum, dustum rykið af sögupersónunum, foreldrum okkar, sem við lærðum svo mikið um á yngri árum. Áður en þú veist af ertu orðin nútímaútgáfa af sögupersónum æskuleikritsins þíns. Ef til vill hefurðu fengið gott uppeldi, leikritið þitt hefur haft jákvæð áhrif á þig sem einstakling og þú vilt halda áfram að skrifa framhald af söguþræðinum þínum. Ef til vill hefði ýmislegt mátt betur fara og þú sem fullorðinn einstaklingur þarft að taka ákvarðanir um hvort að þú viljir halda í gamla söguþráðinn sem þú kannt svo vel eða byrja leikritið aftur frá byrjun. Ef gera á breytingar eða hefja nýtt leikrit þarf foreldrið virkilega að hafa fyrir því að skrifa nýjan söguþráð. Þráð sem fylgir eigin gildum og lífsviðhorfum. Spyrja þarf hvernig foreldri maður vill vera, hvað skal tileinka sér í uppeldi barna sinna og vinna statt og stöðugt í því að uppfæra hlutverkin í uppeldisleikritinu. Ekkert foreldri er fullkomið en flestir eru að reyna sitt besta. Við getum ekki breytt fortíðinni eða uppeldinu sem við fengum en við getum staldrað við og litið inn á við. Við getum velt því fyrir okkur hvernig foreldrar við viljum vera og hvernig við getum verið enn betri útgáfa af okkur í hlutverkinu sem við leikum núna. Það er aldrei of seint að hefja breytingar á söguþræðinum í uppeldisleikritinu sem börnin okkar taka með sér út í lífið. Hvað einkennir sögupersónurnar sem börnin þín eru að leggja á minnið núna? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Sjá meira
Margir hafa eflaust einhvern tímann heyrt: ,,þú ert farin/nn/ð að líkjast foreldrum þínum” eða hafa hugsað: ,,ég ætla aldrei að gera þetta eða hitt í uppeldi barnanna minna; ég ætla ekki að feta í fótspor foreldra minna og ala börnin mín svona upp”. Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig þú bregst við áreiti í uppeldi barna þinna? Hefur þú staðið þig að því að sýna ósjálfráð viðbrögð sem minna á viðbrögð foreldra þinna í æsku? Þegar við ólumst upp vorum við ítrekað í aðstæðum þar sem við fylgdumst með foreldrum okkar bregðast við áreiti eða aðstæðum. Þetta gat til dæmis verið vegna prakkarastrikanna okkar, misgóðra hugmynda sem við vildum koma í framkvæmd eða vegna þess að við komum ekki heim á réttum tíma. Við fylgdumst með því hvernig foreldrar okkur leystu úr deilum sín á milli. Aðstæðurnar voru ótal margar og af mismunandi toga. Í rauninni var alltaf ,,á upptöku” hjá okkur og við meðtókum mikið magn af upplýsingum um samskipti og hegðun á heimilum okkar. Þessar miklu upplýsingar gerðu okkur svo kleift að spá fyrir um hvernig foreldrar okkur myndu bregðast við í ákveðnum aðstæðum. Til einföldunar þá getum við ímyndað okkur að við séum að leggja leikrit á minnið. Við verjum æskunni í að læra á og kynnast sögupersónunum sem koma þar fram og hlutverkum þeirra. Við fáum langan tíma til þess að læra hlutverkin, atriðin eru síendurtekin sem verður til þess að við verðum þaulæfð. Í rauninni svo vel æfð að við innleiðum sögupersónurnar í líf okkar, við verðum þessar persónur að einhverju leyti. Með hækkandi aldri fækkar aðstæðum á heimilinu sem við verðum vitni að, við flytjum út af heimilum foreldra okkar og verðum sjálfstæðir einstaklingar. Leikritið hefur áfram áhrif á líf okkar en sögupersónurnar geta legið í dvala. Jafnvel árum saman. Svo kemur að því að við eignumst sjálf börn. Óvissa fylgir því að fá barn í hendurnar og til að byrja með vita líklega fæstir hvernig þeir eiga að takast á við þessar nýju og óþekktu aðstæður. Af stað fer nýtt leikrit og við þurfum að finna hlutverk okkar innan þess. Og hvað gerist? Mögulega spólum við til baka í huganum, dustum rykið af sögupersónunum, foreldrum okkar, sem við lærðum svo mikið um á yngri árum. Áður en þú veist af ertu orðin nútímaútgáfa af sögupersónum æskuleikritsins þíns. Ef til vill hefurðu fengið gott uppeldi, leikritið þitt hefur haft jákvæð áhrif á þig sem einstakling og þú vilt halda áfram að skrifa framhald af söguþræðinum þínum. Ef til vill hefði ýmislegt mátt betur fara og þú sem fullorðinn einstaklingur þarft að taka ákvarðanir um hvort að þú viljir halda í gamla söguþráðinn sem þú kannt svo vel eða byrja leikritið aftur frá byrjun. Ef gera á breytingar eða hefja nýtt leikrit þarf foreldrið virkilega að hafa fyrir því að skrifa nýjan söguþráð. Þráð sem fylgir eigin gildum og lífsviðhorfum. Spyrja þarf hvernig foreldri maður vill vera, hvað skal tileinka sér í uppeldi barna sinna og vinna statt og stöðugt í því að uppfæra hlutverkin í uppeldisleikritinu. Ekkert foreldri er fullkomið en flestir eru að reyna sitt besta. Við getum ekki breytt fortíðinni eða uppeldinu sem við fengum en við getum staldrað við og litið inn á við. Við getum velt því fyrir okkur hvernig foreldrar við viljum vera og hvernig við getum verið enn betri útgáfa af okkur í hlutverkinu sem við leikum núna. Það er aldrei of seint að hefja breytingar á söguþræðinum í uppeldisleikritinu sem börnin okkar taka með sér út í lífið. Hvað einkennir sögupersónurnar sem börnin þín eru að leggja á minnið núna? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun