„Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Árni Sæberg skrifar 22. júní 2022 14:35 Íris Guðnadóttir er einn landeigenda við Reynisfjöru. Vísir/Vilhelm/Einar Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir það hafa komið skýrt fram á fundinum í gær að það hafi komið skýrt fram að það væri vilji allra hlutaðeigandi að bæta öryggi í fjörunni. „Ég var með stutt erindi og lagði áherslu á þá skoðun mína að aðgerðaleysi væri ekki valkostur, við þyrftum að koma okkur saman um aðgerðir. Það var vel tekið undir það,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segir hún að landeigendur við Reynisfjöru beri ekki ábyrgð fólkinu sem sækir fjörunu en þeir beiri hins vegar ábyrgð á umhverfinu og náttúrunni og að gera aðkomu að fjörunni sem besta. Það feli í sér að þeir þurfi að byggja upp innviði á svæðinu, koma upp bílastæðum, klósettum, lýsingu, merkingum, göngustígum, ruslatunnum og veita fræðslu. Eðlilegt að rukkað verði fyrir þjónustu Íris segir að landeigendur við Reynisfjöru hafi aldrei notið arðs eða hlunninda af gestum sem koma í Reynisfjöru, því sé eðlilegt að aðstöðugjald verði tekið fyrir innviðauppbyggingu. Hún segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum í gær sem snúa að tæknilegri útfærslu á uppbyggingu innviða eða hvernig hún verður fjármögnuð. „En það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa,“ segir Írís. Aðgerðir hefjast fyrir 30. september Komist var að þeirri niðurstöðu í gær að tímasettri aðgerðaáætlun verði skilað til Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, fyrir 30. september. Íris segir þó að aðgerðir hefjist á allra næstu dögum. Strax á föstudag verður haldinn fundur hlutaðeigandi þar sem farið verður yfir fyrstu skref. Auk innviðauppbyggingar vilja landeigendur að skoðað verði hvort gæslumenn geti verið á svæðinu þegar aðstæður eru sérlega viðsjárverðar. Þannig vilja þeir að viðvörunarkerfi verði komið upp sem byggt verður á sjávarfallaspá Veðurstofu Íslands og upplýsingum úr myndavélum sem komið verður upp á svæðinu. Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00 „Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14. júní 2022 14:47 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir það hafa komið skýrt fram á fundinum í gær að það hafi komið skýrt fram að það væri vilji allra hlutaðeigandi að bæta öryggi í fjörunni. „Ég var með stutt erindi og lagði áherslu á þá skoðun mína að aðgerðaleysi væri ekki valkostur, við þyrftum að koma okkur saman um aðgerðir. Það var vel tekið undir það,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segir hún að landeigendur við Reynisfjöru beri ekki ábyrgð fólkinu sem sækir fjörunu en þeir beiri hins vegar ábyrgð á umhverfinu og náttúrunni og að gera aðkomu að fjörunni sem besta. Það feli í sér að þeir þurfi að byggja upp innviði á svæðinu, koma upp bílastæðum, klósettum, lýsingu, merkingum, göngustígum, ruslatunnum og veita fræðslu. Eðlilegt að rukkað verði fyrir þjónustu Íris segir að landeigendur við Reynisfjöru hafi aldrei notið arðs eða hlunninda af gestum sem koma í Reynisfjöru, því sé eðlilegt að aðstöðugjald verði tekið fyrir innviðauppbyggingu. Hún segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum í gær sem snúa að tæknilegri útfærslu á uppbyggingu innviða eða hvernig hún verður fjármögnuð. „En það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa,“ segir Írís. Aðgerðir hefjast fyrir 30. september Komist var að þeirri niðurstöðu í gær að tímasettri aðgerðaáætlun verði skilað til Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, fyrir 30. september. Íris segir þó að aðgerðir hefjist á allra næstu dögum. Strax á föstudag verður haldinn fundur hlutaðeigandi þar sem farið verður yfir fyrstu skref. Auk innviðauppbyggingar vilja landeigendur að skoðað verði hvort gæslumenn geti verið á svæðinu þegar aðstæður eru sérlega viðsjárverðar. Þannig vilja þeir að viðvörunarkerfi verði komið upp sem byggt verður á sjávarfallaspá Veðurstofu Íslands og upplýsingum úr myndavélum sem komið verður upp á svæðinu.
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00 „Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14. júní 2022 14:47 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00
„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14. júní 2022 14:47