Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 14:27 Hæstiréttur Íslands mun taka mál Sjóvar og hásetans fyrir. Vísir/Vilhelm Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. Málavextir voru þeir að hásetinn slasaðist um borð í frystitogara þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Hásetinn leitaði, í samráði við Sjóvá, mats læknis og lögfræðings á afleiðingum slyssins og var varanlegur miski hans metinn fimm stig og varanleg örorka tíu prósent. Matsgerð þessi sem og að bótaskylda Sjóvár voru óumdeildar og sömdu hásetinn og Sjóvá um bótagreiðslur. Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit, sem bar yfirskriftina fullnaðaruppgjör, fyrir hönd hásetans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt matsgerð. Örorkunefnd mat heilsu hásetans verri Svo fór að heilsu hásetans hrakaði og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Þá beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá eftirstöðva bóta miðað við nýja matsgerð greiddar en Sjóvá synjaði kröfu hans með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Fyrirvarinn talinn trompa ákvæði skilmála Hásetinn höfðaði þá dómsmál á hendur Sjóvá. Með dómi héraðsdóms, sem staðfestur var af Landsrétti, var Sjóvá dæmt til að greiða hásetanum bætur miðað við hið nýrra örorkumat vegna þess að hann hafði gert fyrirvara þegar hann undirritaði bótayfirlit. Þá sagði í dóminum að Sjóvá hefði lengst af ekki borið fyrir sig ákvæði í tryggingarskilmálum um tímafrest við þær aðstæður sem uppi væru í málinu. Sjóvá hefði engum andmælum hreyft gegn fyrirvaranum eða gildissviði hans, né gert sérstakan áskilnað um að nýtt mat yrði að leggja fram innan þriggja ára frá slysdegi í samræmi við ákvæði tryggingarskilmálanna. Yrði Sjóvá því látin bera hallann af því að hafa ekki skilmerkilega áréttað þann áskilnað. Sjóvá taldi dóm Landsréttar í andstöðu við dómafordæmi Sjóvá óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar með vísan til þess að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til þar sem dómurinn sé í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Þá byggir Sjóvá á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem við uppgjör vátryggingarbóta reyni reglulega á samhljóða ákvæði í vátryggingarskilmálum auk þess sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um túlkun fyrirvara við bótauppgjör. Þrír dómarar Hæstaréttar komust að þeirri niðurstöðu að hæstaréttardómur í málinu kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðum laga um meðferð einkamála um áfryjun til Hæstaréttar. Því var beiðni um áfrýjunarleyfi samþykkt. Ákvörðun Hæstaréttar má lesa hér og dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Málavextir voru þeir að hásetinn slasaðist um borð í frystitogara þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Hásetinn leitaði, í samráði við Sjóvá, mats læknis og lögfræðings á afleiðingum slyssins og var varanlegur miski hans metinn fimm stig og varanleg örorka tíu prósent. Matsgerð þessi sem og að bótaskylda Sjóvár voru óumdeildar og sömdu hásetinn og Sjóvá um bótagreiðslur. Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit, sem bar yfirskriftina fullnaðaruppgjör, fyrir hönd hásetans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt matsgerð. Örorkunefnd mat heilsu hásetans verri Svo fór að heilsu hásetans hrakaði og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Þá beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá eftirstöðva bóta miðað við nýja matsgerð greiddar en Sjóvá synjaði kröfu hans með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Fyrirvarinn talinn trompa ákvæði skilmála Hásetinn höfðaði þá dómsmál á hendur Sjóvá. Með dómi héraðsdóms, sem staðfestur var af Landsrétti, var Sjóvá dæmt til að greiða hásetanum bætur miðað við hið nýrra örorkumat vegna þess að hann hafði gert fyrirvara þegar hann undirritaði bótayfirlit. Þá sagði í dóminum að Sjóvá hefði lengst af ekki borið fyrir sig ákvæði í tryggingarskilmálum um tímafrest við þær aðstæður sem uppi væru í málinu. Sjóvá hefði engum andmælum hreyft gegn fyrirvaranum eða gildissviði hans, né gert sérstakan áskilnað um að nýtt mat yrði að leggja fram innan þriggja ára frá slysdegi í samræmi við ákvæði tryggingarskilmálanna. Yrði Sjóvá því látin bera hallann af því að hafa ekki skilmerkilega áréttað þann áskilnað. Sjóvá taldi dóm Landsréttar í andstöðu við dómafordæmi Sjóvá óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar með vísan til þess að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til þar sem dómurinn sé í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Þá byggir Sjóvá á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem við uppgjör vátryggingarbóta reyni reglulega á samhljóða ákvæði í vátryggingarskilmálum auk þess sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um túlkun fyrirvara við bótauppgjör. Þrír dómarar Hæstaréttar komust að þeirri niðurstöðu að hæstaréttardómur í málinu kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðum laga um meðferð einkamála um áfryjun til Hæstaréttar. Því var beiðni um áfrýjunarleyfi samþykkt. Ákvörðun Hæstaréttar má lesa hér og dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira