Unnið að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2022 09:08 Fjaðrárgljúfur hefur notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna undanfarin ár. UNSPLASH/MARTIN SANCHEZ Unnið verður að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs eftir að jörðin Heiði skipti um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu þar sem segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og kaupandi jarðarinnar Heiði í Skaftárhreppi hafi gert með sér samkomulag sem kveður á um að ráðuneytið falli frá forkaupsrétti jarðarinnar nú, en að kaupandinn lýsi sig samþykkan því að vinna að friðlýsingu svæðisins enda telja aðilar hagsmunum gljúfursins best borgið með friðlýsingu. Í tilkynningunni segir ennfremur að í apríl hafi ráðuneytinu borist erindi þar sem óskað var efstir afstöðu ríkissjóðs til nýtingar forkaupsréttar vegna sölunnar á Heiði en hluti Fjaðrárgljúfurs, sem er á náttúruminjaskrá, er innan jarðarinnar. Ráðuneytið mat það svo að verndarþörf á svæðinu sé talsverð vegna mikils ágangs ferðamanna en hægt sé að ná markmiðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin. Það á að gera með friðlýsingu svæðisins og samkomulagi við nýjan eiganda þannig að vernd svæðisins og nauðsynleg uppbygging verði sameiginlegt verkefni ríkisins og nýs eiganda. Þá segir að innheimta gjalda skuli ekki verða til þess að skerða eða tálma frjálsa för einstaklinga, sem ekki nýta bílastæðið um hið friðlýsta svæði, eða grannsvæði þess samkvæmt reglum náttúruverndarlaga um almannarétt. Innheimta renni til uppbyggingar Innheimta og ráðstöfun gjalda sem tekin kunna að verða vegna lagningu vélknúinna farartækja skulu alfarið renna til uppbyggingar þjónustu, reksturs og innviða fyrir þá sem ferðast um svæðið. Eigendur annarra jarða sem Fjaðrárgljúfur er hluti af hafa einnig lýst sig viljuga til að vinna að friðlýsingu gljúfursins. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra að það sé ánægjulegt að samkomulag hafi náðst við kaupanda Fjaðrárgljúfurs um vernd svæðisins og eðlilegt að ríkið og eigendur standi saman að uppbyggingu þessarar náttúruperlu sem ferðamenn njóta þess að heimsækja. Áfram forkaupsréttur Forkaupsréttur ríkisins hvílir áfram á jörðinni komi hún aftur til eigendaskipta. Gljúfrið er afar vinsæll ferðamannastaður sem sló í gegn eftir að poppstjarnan Justin Bieber heimsótti það og tók þar upp tónlistarmyndband. Gljúfrið er hluti af jörðinni Heiði og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar samþykkt kauptilboð einkaaðilans upp á 300 til 350 milljónir króna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52 Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56 Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu þar sem segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og kaupandi jarðarinnar Heiði í Skaftárhreppi hafi gert með sér samkomulag sem kveður á um að ráðuneytið falli frá forkaupsrétti jarðarinnar nú, en að kaupandinn lýsi sig samþykkan því að vinna að friðlýsingu svæðisins enda telja aðilar hagsmunum gljúfursins best borgið með friðlýsingu. Í tilkynningunni segir ennfremur að í apríl hafi ráðuneytinu borist erindi þar sem óskað var efstir afstöðu ríkissjóðs til nýtingar forkaupsréttar vegna sölunnar á Heiði en hluti Fjaðrárgljúfurs, sem er á náttúruminjaskrá, er innan jarðarinnar. Ráðuneytið mat það svo að verndarþörf á svæðinu sé talsverð vegna mikils ágangs ferðamanna en hægt sé að ná markmiðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin. Það á að gera með friðlýsingu svæðisins og samkomulagi við nýjan eiganda þannig að vernd svæðisins og nauðsynleg uppbygging verði sameiginlegt verkefni ríkisins og nýs eiganda. Þá segir að innheimta gjalda skuli ekki verða til þess að skerða eða tálma frjálsa för einstaklinga, sem ekki nýta bílastæðið um hið friðlýsta svæði, eða grannsvæði þess samkvæmt reglum náttúruverndarlaga um almannarétt. Innheimta renni til uppbyggingar Innheimta og ráðstöfun gjalda sem tekin kunna að verða vegna lagningu vélknúinna farartækja skulu alfarið renna til uppbyggingar þjónustu, reksturs og innviða fyrir þá sem ferðast um svæðið. Eigendur annarra jarða sem Fjaðrárgljúfur er hluti af hafa einnig lýst sig viljuga til að vinna að friðlýsingu gljúfursins. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra að það sé ánægjulegt að samkomulag hafi náðst við kaupanda Fjaðrárgljúfurs um vernd svæðisins og eðlilegt að ríkið og eigendur standi saman að uppbyggingu þessarar náttúruperlu sem ferðamenn njóta þess að heimsækja. Áfram forkaupsréttur Forkaupsréttur ríkisins hvílir áfram á jörðinni komi hún aftur til eigendaskipta. Gljúfrið er afar vinsæll ferðamannastaður sem sló í gegn eftir að poppstjarnan Justin Bieber heimsótti það og tók þar upp tónlistarmyndband. Gljúfrið er hluti af jörðinni Heiði og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar samþykkt kauptilboð einkaaðilans upp á 300 til 350 milljónir króna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52 Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56 Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52
Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56
Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17