Fjarlægðu umdeilda kosningaauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 08:42 Skjáskot úr auglýsingu Greitens. Þar sést hann ráðast inn í hús með hópi vopnaðra sérsveitarmanna. Lýsir hann því yfir að hann gefi út ótakmarkað veiðileyfi á aðra repúblikana. AP/Framboð Erics Greitens Samfélagsmiðlarisinn Facebook fjarlægði umdeilda kosningaauglýsingu frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Missouri. Í auglýsingunni er frambjóðandinn vopnaður haglabyssu og segist ætla að veiða aðra repúblikana. Auglýsing Erics Greitens, fyrrverandi ríkisstjóra Missouri, var fjarlægð af Facebook þar sem hún var talin stríða gegn notendaskilmálum sem banna ofbeldi og hvatningu til þess. Twitter sagði að auglýsingin bryti einnig notendaskilmála þar en að tístið yrði ekki fjarlægt þar sem það væri í almannaþágu að það væri enn sýnilegt. Úrskurður Twitter kom þó í veg fyrir að auglýsingunni væri deild frekar á miðlinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Greitens talar um að gefa út veiðileyfi á þá sem hann kallar „repúblikana að nafninu einu til“ (e. RINO). Það er níðyrði innan Repúblikanaflokksins en Donald Trump jók vinsældir þess til muna. Með frambjóðandanum sjást vopnaðir sérveitarmenn brjótast inn í hús og kasta hvellsprengju. Aðeins tvær vikur eru frá því að karlmaður var handtekinn, vopnaður byssu og hnífi og með bensl við hús Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómara. Hann hafði hótað því að drepa dómarann. Um svipað leyti skaut vopnaður maður dómara á eftirlaunum til bana í Wisconsin. Morðinginn, sem svipti sig lífi, var með lista sem á voru nöfn ríkisstjóra Michigan, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisstjóra Wisconsin. Þá sagði Adam Kinzinger, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Illinois, að hann hefði nýlega fengið bréf heim til sín þar sem honum, konu hans og fimm mánaða gömlu barni var hótað lífláti. Kinzinger var einn örfárra repúblikana sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eftir árás stuðningsmanna forsetans á þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hann situr einnig í þingnefnd sem rannsakar árásina. Fái þá hjálp sem hann þurfi á að halda Kosningaauglýsing Greitens er liður í framboði hans til annars öldungadeildarþingsætis Missouri sem kosið verður um í haust. Greitens hefur mælst með einna mest fylgi frambjóðenda í forvali repúblikana í skoðanakönnunum. Aðrir repúblikanar fordæmdu auglýsinguna. Caleb Rowden, leiðtogi repúblikana í öldungadeild ríkisþings Missouri, tísti um að flokkurinn hefði verið í sambandi við lögregluna og að hann vonaði að Greitens fengi þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda. „Hver sá sem hefur ítrekað verið sakaður um ofbeldi gegn konum og börnum ætti að forðast svona orðræðu,“ tísti Rowden. Vísaði hann þar til þess að fyrrverandi eiginkona Greitens sakar hann um að hafa beitt sig og son þeirra ofbeldi. Lögmaður hennar segist tvímælalaust ætla að nota kosningaauglýsinguna í forræðismáli þeirra sem er nú fyrir dómstólum. Greitens hrökklaðist úr embætti ríkisstjóra í skugga hneykslismáls árið 2018. Hann var þá ákærður fyrir að taka nektarmynd af hjákonu sinni og hóta að birta hana opinberlega til þess að tryggja að hún segði ekki frá sambandi þeirra. Litla iðrun var að merkja á framboði Greitens vegna auglýsingarinnar. „Ef einhver nær ekki myndlíkingunni þá lýgur hann annað hvort eða er heimskur,“ sagði Dylan Johnson, kosningastjóri hans, í yfirlýsingu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Auglýsing Erics Greitens, fyrrverandi ríkisstjóra Missouri, var fjarlægð af Facebook þar sem hún var talin stríða gegn notendaskilmálum sem banna ofbeldi og hvatningu til þess. Twitter sagði að auglýsingin bryti einnig notendaskilmála þar en að tístið yrði ekki fjarlægt þar sem það væri í almannaþágu að það væri enn sýnilegt. Úrskurður Twitter kom þó í veg fyrir að auglýsingunni væri deild frekar á miðlinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Greitens talar um að gefa út veiðileyfi á þá sem hann kallar „repúblikana að nafninu einu til“ (e. RINO). Það er níðyrði innan Repúblikanaflokksins en Donald Trump jók vinsældir þess til muna. Með frambjóðandanum sjást vopnaðir sérveitarmenn brjótast inn í hús og kasta hvellsprengju. Aðeins tvær vikur eru frá því að karlmaður var handtekinn, vopnaður byssu og hnífi og með bensl við hús Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómara. Hann hafði hótað því að drepa dómarann. Um svipað leyti skaut vopnaður maður dómara á eftirlaunum til bana í Wisconsin. Morðinginn, sem svipti sig lífi, var með lista sem á voru nöfn ríkisstjóra Michigan, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisstjóra Wisconsin. Þá sagði Adam Kinzinger, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Illinois, að hann hefði nýlega fengið bréf heim til sín þar sem honum, konu hans og fimm mánaða gömlu barni var hótað lífláti. Kinzinger var einn örfárra repúblikana sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eftir árás stuðningsmanna forsetans á þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hann situr einnig í þingnefnd sem rannsakar árásina. Fái þá hjálp sem hann þurfi á að halda Kosningaauglýsing Greitens er liður í framboði hans til annars öldungadeildarþingsætis Missouri sem kosið verður um í haust. Greitens hefur mælst með einna mest fylgi frambjóðenda í forvali repúblikana í skoðanakönnunum. Aðrir repúblikanar fordæmdu auglýsinguna. Caleb Rowden, leiðtogi repúblikana í öldungadeild ríkisþings Missouri, tísti um að flokkurinn hefði verið í sambandi við lögregluna og að hann vonaði að Greitens fengi þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda. „Hver sá sem hefur ítrekað verið sakaður um ofbeldi gegn konum og börnum ætti að forðast svona orðræðu,“ tísti Rowden. Vísaði hann þar til þess að fyrrverandi eiginkona Greitens sakar hann um að hafa beitt sig og son þeirra ofbeldi. Lögmaður hennar segist tvímælalaust ætla að nota kosningaauglýsinguna í forræðismáli þeirra sem er nú fyrir dómstólum. Greitens hrökklaðist úr embætti ríkisstjóra í skugga hneykslismáls árið 2018. Hann var þá ákærður fyrir að taka nektarmynd af hjákonu sinni og hóta að birta hana opinberlega til þess að tryggja að hún segði ekki frá sambandi þeirra. Litla iðrun var að merkja á framboði Greitens vegna auglýsingarinnar. „Ef einhver nær ekki myndlíkingunni þá lýgur hann annað hvort eða er heimskur,“ sagði Dylan Johnson, kosningastjóri hans, í yfirlýsingu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira