Fjarlægðu umdeilda kosningaauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 08:42 Skjáskot úr auglýsingu Greitens. Þar sést hann ráðast inn í hús með hópi vopnaðra sérsveitarmanna. Lýsir hann því yfir að hann gefi út ótakmarkað veiðileyfi á aðra repúblikana. AP/Framboð Erics Greitens Samfélagsmiðlarisinn Facebook fjarlægði umdeilda kosningaauglýsingu frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Missouri. Í auglýsingunni er frambjóðandinn vopnaður haglabyssu og segist ætla að veiða aðra repúblikana. Auglýsing Erics Greitens, fyrrverandi ríkisstjóra Missouri, var fjarlægð af Facebook þar sem hún var talin stríða gegn notendaskilmálum sem banna ofbeldi og hvatningu til þess. Twitter sagði að auglýsingin bryti einnig notendaskilmála þar en að tístið yrði ekki fjarlægt þar sem það væri í almannaþágu að það væri enn sýnilegt. Úrskurður Twitter kom þó í veg fyrir að auglýsingunni væri deild frekar á miðlinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Greitens talar um að gefa út veiðileyfi á þá sem hann kallar „repúblikana að nafninu einu til“ (e. RINO). Það er níðyrði innan Repúblikanaflokksins en Donald Trump jók vinsældir þess til muna. Með frambjóðandanum sjást vopnaðir sérveitarmenn brjótast inn í hús og kasta hvellsprengju. Aðeins tvær vikur eru frá því að karlmaður var handtekinn, vopnaður byssu og hnífi og með bensl við hús Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómara. Hann hafði hótað því að drepa dómarann. Um svipað leyti skaut vopnaður maður dómara á eftirlaunum til bana í Wisconsin. Morðinginn, sem svipti sig lífi, var með lista sem á voru nöfn ríkisstjóra Michigan, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisstjóra Wisconsin. Þá sagði Adam Kinzinger, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Illinois, að hann hefði nýlega fengið bréf heim til sín þar sem honum, konu hans og fimm mánaða gömlu barni var hótað lífláti. Kinzinger var einn örfárra repúblikana sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eftir árás stuðningsmanna forsetans á þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hann situr einnig í þingnefnd sem rannsakar árásina. Fái þá hjálp sem hann þurfi á að halda Kosningaauglýsing Greitens er liður í framboði hans til annars öldungadeildarþingsætis Missouri sem kosið verður um í haust. Greitens hefur mælst með einna mest fylgi frambjóðenda í forvali repúblikana í skoðanakönnunum. Aðrir repúblikanar fordæmdu auglýsinguna. Caleb Rowden, leiðtogi repúblikana í öldungadeild ríkisþings Missouri, tísti um að flokkurinn hefði verið í sambandi við lögregluna og að hann vonaði að Greitens fengi þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda. „Hver sá sem hefur ítrekað verið sakaður um ofbeldi gegn konum og börnum ætti að forðast svona orðræðu,“ tísti Rowden. Vísaði hann þar til þess að fyrrverandi eiginkona Greitens sakar hann um að hafa beitt sig og son þeirra ofbeldi. Lögmaður hennar segist tvímælalaust ætla að nota kosningaauglýsinguna í forræðismáli þeirra sem er nú fyrir dómstólum. Greitens hrökklaðist úr embætti ríkisstjóra í skugga hneykslismáls árið 2018. Hann var þá ákærður fyrir að taka nektarmynd af hjákonu sinni og hóta að birta hana opinberlega til þess að tryggja að hún segði ekki frá sambandi þeirra. Litla iðrun var að merkja á framboði Greitens vegna auglýsingarinnar. „Ef einhver nær ekki myndlíkingunni þá lýgur hann annað hvort eða er heimskur,“ sagði Dylan Johnson, kosningastjóri hans, í yfirlýsingu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Auglýsing Erics Greitens, fyrrverandi ríkisstjóra Missouri, var fjarlægð af Facebook þar sem hún var talin stríða gegn notendaskilmálum sem banna ofbeldi og hvatningu til þess. Twitter sagði að auglýsingin bryti einnig notendaskilmála þar en að tístið yrði ekki fjarlægt þar sem það væri í almannaþágu að það væri enn sýnilegt. Úrskurður Twitter kom þó í veg fyrir að auglýsingunni væri deild frekar á miðlinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Greitens talar um að gefa út veiðileyfi á þá sem hann kallar „repúblikana að nafninu einu til“ (e. RINO). Það er níðyrði innan Repúblikanaflokksins en Donald Trump jók vinsældir þess til muna. Með frambjóðandanum sjást vopnaðir sérveitarmenn brjótast inn í hús og kasta hvellsprengju. Aðeins tvær vikur eru frá því að karlmaður var handtekinn, vopnaður byssu og hnífi og með bensl við hús Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómara. Hann hafði hótað því að drepa dómarann. Um svipað leyti skaut vopnaður maður dómara á eftirlaunum til bana í Wisconsin. Morðinginn, sem svipti sig lífi, var með lista sem á voru nöfn ríkisstjóra Michigan, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisstjóra Wisconsin. Þá sagði Adam Kinzinger, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Illinois, að hann hefði nýlega fengið bréf heim til sín þar sem honum, konu hans og fimm mánaða gömlu barni var hótað lífláti. Kinzinger var einn örfárra repúblikana sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eftir árás stuðningsmanna forsetans á þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hann situr einnig í þingnefnd sem rannsakar árásina. Fái þá hjálp sem hann þurfi á að halda Kosningaauglýsing Greitens er liður í framboði hans til annars öldungadeildarþingsætis Missouri sem kosið verður um í haust. Greitens hefur mælst með einna mest fylgi frambjóðenda í forvali repúblikana í skoðanakönnunum. Aðrir repúblikanar fordæmdu auglýsinguna. Caleb Rowden, leiðtogi repúblikana í öldungadeild ríkisþings Missouri, tísti um að flokkurinn hefði verið í sambandi við lögregluna og að hann vonaði að Greitens fengi þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda. „Hver sá sem hefur ítrekað verið sakaður um ofbeldi gegn konum og börnum ætti að forðast svona orðræðu,“ tísti Rowden. Vísaði hann þar til þess að fyrrverandi eiginkona Greitens sakar hann um að hafa beitt sig og son þeirra ofbeldi. Lögmaður hennar segist tvímælalaust ætla að nota kosningaauglýsinguna í forræðismáli þeirra sem er nú fyrir dómstólum. Greitens hrökklaðist úr embætti ríkisstjóra í skugga hneykslismáls árið 2018. Hann var þá ákærður fyrir að taka nektarmynd af hjákonu sinni og hóta að birta hana opinberlega til þess að tryggja að hún segði ekki frá sambandi þeirra. Litla iðrun var að merkja á framboði Greitens vegna auglýsingarinnar. „Ef einhver nær ekki myndlíkingunni þá lýgur hann annað hvort eða er heimskur,“ sagði Dylan Johnson, kosningastjóri hans, í yfirlýsingu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira