Með réttarstöðu sakbornings vegna sölunnar á Laxfossi og Goðafossi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2022 20:44 Héraðssaksóknari hefur haft kæru vegna sölu tveggja skipa Eimskips til meðferðar. Vísir/Vilhelm Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá héraðssaksónara vegna sölu skipanna Laxfoss og Goðafoss árið 2019. Hann nýtur réttarstöðu sakbornings við skýrslutökuna. Félagið hafnar því að hafa brotið lög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem birtist í kauphöllinni í kvöld. Þar kemur einnig fram að Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri félagsins, muni einnig gefa skýrslu vegna málsins. Hann muni gera það sem fyrirsvarsmaður félagsins en fram kemur í tilkynningunni að hann sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Málið má rekja til sölu skipanna Laxfoss og Goðafoss. Umhverfisstofnun kærði Eimskip vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Áður hafði fréttaskýringaþátturinnn Kveikur fjallað um örlög skipanna tveggja eftir að þau voru seld. Skipin enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, við Alan-ströngina. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Eimskip hefur hafnað ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál þegar skipin voru seld. Er þetta ítrekað í tilkynningu félagsins til kauphallar í kvöld. „Eimskip telur sig hafa fylgt í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli og seldi skipin til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið mun eftir sem áður leitast við að veita héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem um er beðið.“ Félagið baðst í kjölfar umfjöllunar Kveiks afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupanda tveggja skipa félagsins. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Eimskip Tengdar fréttir Gerðu húsleit vegna rannsóknar á sölu tveggja skipa Eimskips Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. 16. desember 2021 14:13 Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupenda tveggja skipa félagsins 30. september 2020 09:38 Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú hvernig bregðast eigi við meintum brotum félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. 25. september 2020 20:13 Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem birtist í kauphöllinni í kvöld. Þar kemur einnig fram að Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri félagsins, muni einnig gefa skýrslu vegna málsins. Hann muni gera það sem fyrirsvarsmaður félagsins en fram kemur í tilkynningunni að hann sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Málið má rekja til sölu skipanna Laxfoss og Goðafoss. Umhverfisstofnun kærði Eimskip vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Áður hafði fréttaskýringaþátturinnn Kveikur fjallað um örlög skipanna tveggja eftir að þau voru seld. Skipin enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, við Alan-ströngina. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Eimskip hefur hafnað ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál þegar skipin voru seld. Er þetta ítrekað í tilkynningu félagsins til kauphallar í kvöld. „Eimskip telur sig hafa fylgt í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli og seldi skipin til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið mun eftir sem áður leitast við að veita héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem um er beðið.“ Félagið baðst í kjölfar umfjöllunar Kveiks afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupanda tveggja skipa félagsins.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Eimskip Tengdar fréttir Gerðu húsleit vegna rannsóknar á sölu tveggja skipa Eimskips Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. 16. desember 2021 14:13 Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupenda tveggja skipa félagsins 30. september 2020 09:38 Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú hvernig bregðast eigi við meintum brotum félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. 25. september 2020 20:13 Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Gerðu húsleit vegna rannsóknar á sölu tveggja skipa Eimskips Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. 16. desember 2021 14:13
Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupenda tveggja skipa félagsins 30. september 2020 09:38
Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú hvernig bregðast eigi við meintum brotum félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. 25. september 2020 20:13
Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42
Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13