Leiguíbúðir fjörutíu prósent allra nýrra íbúða Árni Sæberg skrifar 20. júní 2022 16:15 Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra kynnti stofnframlög ársins 2022 á opnum fundi í dag. Stöð 2/Bjarni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í dag 2,6 milljörðum króna til uppbyggingar á 328 íbúðum víðs vegar um landið. Á þessu ári hafa 550 leiguíbúðir verið teknar í notkun, sem er fjörutíu prósent af öllum nýjum íbúðum sem hafa komið á markað á árinu. Fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2022 var kynnt í dag en framlagið nemur alls 2,6 milljörðum króna. Frá árinu 2016 þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa ríki og sveitarfélög úthlutað framlögum að fjárhæð um 30 milljarða til uppbyggingar á yfir 3.000 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Af þeim 328 íbúðum sem byggðar verða eða keyptar fyrir 2,6 milljarðana eru 46 prósent á landsbyggðinni en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. Af íbúðum sem úthlutun ársins nær til stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar og eldri íbúðir. Allar verða þær að standast kröfur um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Ætlað að auka öryggi og lækka leiguverð Íbúðir sem eru byggðar eða keyptar fyrir stofnframlög eru ætlaðar fyrir tekju- og eignalága og ýmsar kröfur eru gerðar til þeirra. Þannig er með uppbyggingu á slíkum íbúðum aðgengi aukið að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði með áherslu á nýbyggingar og fjölgun íbúða. „Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla að bættri stöðu á leigumarkaði. Í gegnum stofnframlög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í byggingu. Almenna íbúðakerfið hefur sýnt sig sem úrræði þar sem boðið er upp á hagstæða, örugga langtímaleigu sem stuðlar að heilbrigðari leigumarkaði og auknu húsnæðisöryggi.“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en hann hélt ræðu á opnum fundi um úthlutun stofnframlaga í dag. Stefni í stórsókn í uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni Um 150 íbúðir verða byggðar á landsbyggðinni fyrir stofnframlög árið 2022 en það er metfjöldi. Því til viðbótar var nýlega stofnað óhagnaðardrifið leigufélag, Brák, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Því er ljóst að töluverðrar uppbyggingar er að vænta á landsbyggðinni á næstu misserum. „Með tilkomu stofnframlaga opnast möguleiki fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni til að efla aðkomu sína að uppbygginu leiguhúsnæðis fyrir tekjulága. Með samstarfi Fjarðabyggðar við Brák hses. um uppbyggingu á grundvelli stofnframlaga ríkis og sveitarfélaga getur Fjarðabyggð eflt mjög sinn stuðning við tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð,“ sagði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á fundinum í dag. Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2022 var kynnt í dag en framlagið nemur alls 2,6 milljörðum króna. Frá árinu 2016 þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa ríki og sveitarfélög úthlutað framlögum að fjárhæð um 30 milljarða til uppbyggingar á yfir 3.000 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Af þeim 328 íbúðum sem byggðar verða eða keyptar fyrir 2,6 milljarðana eru 46 prósent á landsbyggðinni en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. Af íbúðum sem úthlutun ársins nær til stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar og eldri íbúðir. Allar verða þær að standast kröfur um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Ætlað að auka öryggi og lækka leiguverð Íbúðir sem eru byggðar eða keyptar fyrir stofnframlög eru ætlaðar fyrir tekju- og eignalága og ýmsar kröfur eru gerðar til þeirra. Þannig er með uppbyggingu á slíkum íbúðum aðgengi aukið að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði með áherslu á nýbyggingar og fjölgun íbúða. „Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla að bættri stöðu á leigumarkaði. Í gegnum stofnframlög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í byggingu. Almenna íbúðakerfið hefur sýnt sig sem úrræði þar sem boðið er upp á hagstæða, örugga langtímaleigu sem stuðlar að heilbrigðari leigumarkaði og auknu húsnæðisöryggi.“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en hann hélt ræðu á opnum fundi um úthlutun stofnframlaga í dag. Stefni í stórsókn í uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni Um 150 íbúðir verða byggðar á landsbyggðinni fyrir stofnframlög árið 2022 en það er metfjöldi. Því til viðbótar var nýlega stofnað óhagnaðardrifið leigufélag, Brák, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Því er ljóst að töluverðrar uppbyggingar er að vænta á landsbyggðinni á næstu misserum. „Með tilkomu stofnframlaga opnast möguleiki fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni til að efla aðkomu sína að uppbygginu leiguhúsnæðis fyrir tekjulága. Með samstarfi Fjarðabyggðar við Brák hses. um uppbyggingu á grundvelli stofnframlaga ríkis og sveitarfélaga getur Fjarðabyggð eflt mjög sinn stuðning við tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð,“ sagði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á fundinum í dag.
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira