Dregur brátt til tíðinda í stríði repúblikana gegn loftslagsaðgerðum Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 07:01 Orkuvinnsla er næststærsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum á eftir samgöngum. Hæstiréttur gæti bannað Umhverfisstofnun Bandaríkjanna að setja reglur um losun orkuvera eins og þessa kolaorkuvers í Ohio. Vísir/Getty Niðurstöðu er að vænta í máli fyrir Hæstirétti Bandaríkjanna sem gæti takmarkað verulega getu alríkisstjórnarinnar til skikka orkuver til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Málið er sagt fyrsta orrustan í stærra stríði repúblikana gegn hvers kyns loftslagsaðgerðum og reglum stjórnvalda. Íhaldssamir dómarar eru nú í öruggum meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fallist þeir á sjónarmið hóps ríkisdómsmálaráðherra úr röðum repúblikanaflokksins gæti Umhverfisstofnun Bandaríkjanna ekki lengur sett reglur um losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Ráðherrarnir telja að lög kveði ekki nógu skýrt á um valdheimildir stofnunarinnar. Þingið sjálft ætti að setja reglur af þessu tagi. Um áratugaskeið hefur þingið þó falið stofnunum eins og Umhverfisstofnunni að setja reglur um sérsvið sín, ekki síst vegna þess að það skortir sjálft sérþekkinguna til að semja lög og reglur og það á erfiðara með að bregðast hratt við nýrri þekkingu. Verði Umhverfisstofnunin svipt heimild sinni til að setja reglur þýddi það í reynd að engra aðgerða til að draga úr losun frá orkuframleiðslu yrði að vænta frá bandarísku alríkisstjórninni á sama tíma og heimsbyggðin öll þarf að daga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að komist verði hjá verstu afleiðingum hnattrænnar hlýnunar. Búist er við að Hæstiréttur kveði upp dóm sinn í máli Vestur-Virgínu og ríkjahópsins gegn Umhverfisstofnun Bandaríkjanna þegar í þessum mánuði. Tvo kolaorkufyrirtæki eiga einnig aðild að málinu. Þingið blindgata fyrir loftslagsmál Repúblikanaflokkurinn afneitar raunveruleika loftslagsbreytinga af mannavöldum. Möguleikar demókrata eins og Joe Biden forseta til að beita alríkisstjórninni til að ná loftslagsmarkmiðum eru nú þegar verulegar takmarkaðir af því pólitíska landslagi sem hefur verið í Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Demókratar þurfa í reynd að hafa aukinn meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að koma nokkru máli í gegn. Málþófsreglur þingdeildarinnar þýða að repúblikanar geta stöðvað mál með því einu að segjast ætla að beita málþófi. Þá þarf atkvæði sextíu þingmanna af hundrað til þess að hægt sé að taka mál til frekari umræðu. Nær útilokað er fyrir demókrata að vinna svo marga öldungadeildarþingmenn. Jafnvel þó að þingmenn demókrata séu yfirleitt fulltrúar mun fleiri Bandaríkjamanna en repúblikana hyglir dreifing þingmanna repúblikönum um þessar mundir. Hvert ríki fær tvo öldungadeildarþingmenn óháð mannfjölda. Þannig fá smáríki sem hneigjast eindregið að repúblikönum eins og Wyoming eða Iowa jafnmarga öldungadeildarþingmenn og risaríki eins og Kalifornía eða New York þar sem íbúar eru frjálslyndari. Í ljósi þessarar stöðu beitti Barack Obama, síðasti forseti demókrata á undan Biden, Umhverfisstofnuninni til þess að setja reglur um losun orkuvera og bíla þar sem engin leið var að koma loftslagsaðgerðum í gegnum þingið. Hæstiréttur stöðvaði þó gildistöku þeirra reglna og Trump sneri þeim svo við þegar hann tók völdin. Þessari hjáleið vilja repúblikanar nú loka með markvissri herferð fyrir dómstólum sem á að skera niður það sem þeir kalla „stjórnsýsluríkið“. Endanlegt markmið þeirra er sagt að snúa við dómafordæmi Hæstaréttar um að þingið feli alríkisstofnunum að setja reglur um allt frá umhverfismálum til fjarskipta- og fjármálageirans. Neil Gorusch (t.h.) sem Trump forseti skipaði við Hæstarétt er á meðal dómara sem efast um valdheimildir alríkisstofnana. Þegar hann var áfrýjunardómari sagði hann að fordæmi Hæstaréttar um þær lyfa skrifræðisbákni framkvæmdavaldsins að gleypa stóran hluta af völdum dóms- og löggjafarvaldsins.Vísir/Getty Feta nýja slóðir til að fá dómstóla til að stöðva loftslagsaðgerðir Mál Vestur-Virginíu og annarra ríkja þar sem repúblikanar eru dómsmálaráðherrar er óvenjulegt að því leyti að það beinist ekki að reglugerð sem er í gildi eða á að taka gildi. Þess í stað sækjast málshefjendur eftir því að binda hendur Umhverfisstofnunarinnar forvirkt. Þetta mál er fjarri því það eina sem repúblikanar reka nú sem byggjast á nýstárlegum lagarökum. New York Times segir málin hluta af áralangri skipulagðri herferð dómsmálaráðherra einstakra ríkja þar sem repúblikanar fara með völd, íhaldssamra aðgerðasinna og fjárhagslegra bakhjarla þeirra um að nota dómskerfið til þess að þrengja að möguleikum stjórnvalda til þess að setja reglur um iðnað og fyrirtæki sem losa gróðurhúsalofttegundir. „Mál Vestur-Virginíu gegn Umhverfisstofnuninni er óvenjulegt en einkennandi fyrir stærri myndina. Dómsmálaráðherrarnir eru tilbúnir að nota þessar óhefðbundnu aðferðir í ríkari mæli og aðferðirnar eru að verða sífellt fágaðri,“ segir Paul Nolette, prófessor í stjórnmálafræði við Marquette-háskóla, við bandaríska dagblaðið. Repúblikanarnir eiga sér marga hauka í horni í dómskerfinu enda röðuðu þeir dómurum í embætti há og lág í forsetatíð Donalds Trump. Hann skipaði þrjá af þeim níu hæstaréttardómurum sem nú sitja en einnig stóran hluta dómara við áhrifamikla alríkisáfrýjunardómstóla. Nokkrir hæstaréttardómarar eru taldir hallir undir túlkun repúblikananna á valdheimildum stofnana. Við málflutning í málinu spurðu sumir þeirra spurninga sem bentu til þess að þeir hefðu miklar efasemdir um að þingið hafi ætlað að veita Umhverfisstofnunni svo mikil völd með tímamóta umhverfislögum sem voru sett í tíð Richards Nixon sem forseta. Úti um loftslagsmarkmið heimsbyggðarinnar Önnur mál sem repúblikanar reka nú fyrir alríkisdómstólum gætu einnig sett alríkis- og ríkisyfirvöldum stólinn fyrir dyrnar í loftslagsmálum. Hafi þeir sigur gætu alríkisstofnanir ekki sett reglur um útblástur bifreiða, þvingað raforkufyrirtæki til að skipta út orkuverum sem eru knúin jarðefnaeldsneyti eða litið til efnahagslegra áhrifa loftslagsbreytinga við mat á framkvæmdum eða umhverfisreglum. Bandaríkin eru annar stærsti losandi heims á gróðurhúsalofttegundum um þessar mundir og sá umsvifamesti sögulega séð. Með þeim takmörkunum sem þarlendir dómstólar gætu sett á heimildir stjórnvalda væri líklega út um vonir heimsbyggðarinnar til þess að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráða. „Ef Hæstiréttur notar þetta tækifæri til þess að rústa virkilega heimild Umhverfisstofnunarinnar til þess að setja reglur um loftslagsbreytingar hamlaði það verulega Bandaríkjunum í að ná árangri í að leysa vandann,“ segir Michael Oppenheimer, prófessor í jarðvísindum og alþjóðamálum við Princeton-háskóla, við New York Times. Bandaríkin Loftslagsmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Fréttaskýringar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Íhaldssamir dómarar eru nú í öruggum meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fallist þeir á sjónarmið hóps ríkisdómsmálaráðherra úr röðum repúblikanaflokksins gæti Umhverfisstofnun Bandaríkjanna ekki lengur sett reglur um losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Ráðherrarnir telja að lög kveði ekki nógu skýrt á um valdheimildir stofnunarinnar. Þingið sjálft ætti að setja reglur af þessu tagi. Um áratugaskeið hefur þingið þó falið stofnunum eins og Umhverfisstofnunni að setja reglur um sérsvið sín, ekki síst vegna þess að það skortir sjálft sérþekkinguna til að semja lög og reglur og það á erfiðara með að bregðast hratt við nýrri þekkingu. Verði Umhverfisstofnunin svipt heimild sinni til að setja reglur þýddi það í reynd að engra aðgerða til að draga úr losun frá orkuframleiðslu yrði að vænta frá bandarísku alríkisstjórninni á sama tíma og heimsbyggðin öll þarf að daga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að komist verði hjá verstu afleiðingum hnattrænnar hlýnunar. Búist er við að Hæstiréttur kveði upp dóm sinn í máli Vestur-Virgínu og ríkjahópsins gegn Umhverfisstofnun Bandaríkjanna þegar í þessum mánuði. Tvo kolaorkufyrirtæki eiga einnig aðild að málinu. Þingið blindgata fyrir loftslagsmál Repúblikanaflokkurinn afneitar raunveruleika loftslagsbreytinga af mannavöldum. Möguleikar demókrata eins og Joe Biden forseta til að beita alríkisstjórninni til að ná loftslagsmarkmiðum eru nú þegar verulegar takmarkaðir af því pólitíska landslagi sem hefur verið í Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Demókratar þurfa í reynd að hafa aukinn meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að koma nokkru máli í gegn. Málþófsreglur þingdeildarinnar þýða að repúblikanar geta stöðvað mál með því einu að segjast ætla að beita málþófi. Þá þarf atkvæði sextíu þingmanna af hundrað til þess að hægt sé að taka mál til frekari umræðu. Nær útilokað er fyrir demókrata að vinna svo marga öldungadeildarþingmenn. Jafnvel þó að þingmenn demókrata séu yfirleitt fulltrúar mun fleiri Bandaríkjamanna en repúblikana hyglir dreifing þingmanna repúblikönum um þessar mundir. Hvert ríki fær tvo öldungadeildarþingmenn óháð mannfjölda. Þannig fá smáríki sem hneigjast eindregið að repúblikönum eins og Wyoming eða Iowa jafnmarga öldungadeildarþingmenn og risaríki eins og Kalifornía eða New York þar sem íbúar eru frjálslyndari. Í ljósi þessarar stöðu beitti Barack Obama, síðasti forseti demókrata á undan Biden, Umhverfisstofnuninni til þess að setja reglur um losun orkuvera og bíla þar sem engin leið var að koma loftslagsaðgerðum í gegnum þingið. Hæstiréttur stöðvaði þó gildistöku þeirra reglna og Trump sneri þeim svo við þegar hann tók völdin. Þessari hjáleið vilja repúblikanar nú loka með markvissri herferð fyrir dómstólum sem á að skera niður það sem þeir kalla „stjórnsýsluríkið“. Endanlegt markmið þeirra er sagt að snúa við dómafordæmi Hæstaréttar um að þingið feli alríkisstofnunum að setja reglur um allt frá umhverfismálum til fjarskipta- og fjármálageirans. Neil Gorusch (t.h.) sem Trump forseti skipaði við Hæstarétt er á meðal dómara sem efast um valdheimildir alríkisstofnana. Þegar hann var áfrýjunardómari sagði hann að fordæmi Hæstaréttar um þær lyfa skrifræðisbákni framkvæmdavaldsins að gleypa stóran hluta af völdum dóms- og löggjafarvaldsins.Vísir/Getty Feta nýja slóðir til að fá dómstóla til að stöðva loftslagsaðgerðir Mál Vestur-Virginíu og annarra ríkja þar sem repúblikanar eru dómsmálaráðherrar er óvenjulegt að því leyti að það beinist ekki að reglugerð sem er í gildi eða á að taka gildi. Þess í stað sækjast málshefjendur eftir því að binda hendur Umhverfisstofnunarinnar forvirkt. Þetta mál er fjarri því það eina sem repúblikanar reka nú sem byggjast á nýstárlegum lagarökum. New York Times segir málin hluta af áralangri skipulagðri herferð dómsmálaráðherra einstakra ríkja þar sem repúblikanar fara með völd, íhaldssamra aðgerðasinna og fjárhagslegra bakhjarla þeirra um að nota dómskerfið til þess að þrengja að möguleikum stjórnvalda til þess að setja reglur um iðnað og fyrirtæki sem losa gróðurhúsalofttegundir. „Mál Vestur-Virginíu gegn Umhverfisstofnuninni er óvenjulegt en einkennandi fyrir stærri myndina. Dómsmálaráðherrarnir eru tilbúnir að nota þessar óhefðbundnu aðferðir í ríkari mæli og aðferðirnar eru að verða sífellt fágaðri,“ segir Paul Nolette, prófessor í stjórnmálafræði við Marquette-háskóla, við bandaríska dagblaðið. Repúblikanarnir eiga sér marga hauka í horni í dómskerfinu enda röðuðu þeir dómurum í embætti há og lág í forsetatíð Donalds Trump. Hann skipaði þrjá af þeim níu hæstaréttardómurum sem nú sitja en einnig stóran hluta dómara við áhrifamikla alríkisáfrýjunardómstóla. Nokkrir hæstaréttardómarar eru taldir hallir undir túlkun repúblikananna á valdheimildum stofnana. Við málflutning í málinu spurðu sumir þeirra spurninga sem bentu til þess að þeir hefðu miklar efasemdir um að þingið hafi ætlað að veita Umhverfisstofnunni svo mikil völd með tímamóta umhverfislögum sem voru sett í tíð Richards Nixon sem forseta. Úti um loftslagsmarkmið heimsbyggðarinnar Önnur mál sem repúblikanar reka nú fyrir alríkisdómstólum gætu einnig sett alríkis- og ríkisyfirvöldum stólinn fyrir dyrnar í loftslagsmálum. Hafi þeir sigur gætu alríkisstofnanir ekki sett reglur um útblástur bifreiða, þvingað raforkufyrirtæki til að skipta út orkuverum sem eru knúin jarðefnaeldsneyti eða litið til efnahagslegra áhrifa loftslagsbreytinga við mat á framkvæmdum eða umhverfisreglum. Bandaríkin eru annar stærsti losandi heims á gróðurhúsalofttegundum um þessar mundir og sá umsvifamesti sögulega séð. Með þeim takmörkunum sem þarlendir dómstólar gætu sett á heimildir stjórnvalda væri líklega út um vonir heimsbyggðarinnar til þess að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráða. „Ef Hæstiréttur notar þetta tækifæri til þess að rústa virkilega heimild Umhverfisstofnunarinnar til þess að setja reglur um loftslagsbreytingar hamlaði það verulega Bandaríkjunum í að ná árangri í að leysa vandann,“ segir Michael Oppenheimer, prófessor í jarðvísindum og alþjóðamálum við Princeton-háskóla, við New York Times.
Bandaríkin Loftslagsmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Fréttaskýringar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira