Mannréttindi fatlaðra kvenna Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. júní 2022 09:00 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Mannréttindi fatlaðra kvenna Talið er að fatlað fólk sé 15% heimsbyggðarinnar og þar af séu rúm fjögur prósent með alvarlegar birtingamyndir fötlunar. Í skuggaskýrslunni er bent á þá staðreynd að fatlaðar konur eru mun berskjaldaðri fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Konur almennt eru berskjaldaðri fyrir heimilis- og kynferðislegu ofbeldi, og hjá fötluðum konum bætist stofnanalegt ofbeldi þar við. Samkvæmt skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2020 hafa takmarkaðar aðgerðir verið í gangi gagnvart ofbeldi gegn fötluðum konum. Þegar mál voru skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, bauð kerfið ekki upp á að geta þess hvort brotaþoli væri fatlaður eða ekki; til þess þurfti sérstaka heimild fyrir heilsufarslegar upplýsingar. Kom þetta í veg fyrir að hægt var vinna almennilega með upplýsingar úr kerfinu. Jafnframt kemur fram í skuggaskýrslunni að það beri á því að fatlaðar konur, sérstaklega konur með þroskahömlun og með geðrænar áskoranir, hiki við og jafnvel sækja sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu út af viðmóti og aðgengi. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað innan stofnana sem taka á móti og sinna jaðarsettum hópum, eins og fötluðum konum, og auka þarf á þekkingu og skilningi. Reynslan sýnir að verði fötluð kona einu sinni fyrir stuðandi framkomu heilbrigðisstarfsmanns, getur það orðið til þess að hún sækir sér ekki aftur heilbrigðisþjónustu sem getur leitt af sér alvarlegar afleiðingar. Ennfremur kemur fram í skuggaskýrslunni að réttur fatlaðra kvenna til fjölskyldulífs sé takmarkaður. Mýmörg dæmi eru um að seinfærar konur hafi verið sviptar forsjá barna sinna, jafnvel áður en þær fengu að sýna fram á annað. Engu að síður þá hafa innlendar og alþjóðlegar rannsóknir sýnt fram á, að með aðstoð séu seinfærar konur jafn færar um að hugsa um börn sín og veita þeim þroskvænleg uppeldisskilyrði og ófatlaðar konur. Fyrir gildistöku laga um ófrjósemisaðgerðir, nr. 35/2019, voru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á mörgum fötluðum konum, t.a.m. konum með þroskahömlun eða geðrænar áskoranir, án upplýsts samþykkis þeirra. Eru þetta dæmi um fordóma sem voru ríkjandi og komu í veg fyrir rétt þessara kvenna til fjölskyldulífs. Forræðishyggja er ríkjandi gagnvart fötluðum konum sem endurspeglast meðal annars í aðgreinandi úrræðum og útilokun. Samfélagið á að veita fötluðum konum viðeigandi aðstoð og aðlögun svo þær geti verið virkir samfélagsþegnar, til þess að geta stundað nám eða vinnu, iðkað tómstundir og íþróttir, og sinnt fjölskyldunni sinni til jafn við aðra. Öll viljum við leggja okkar af mörkum til samfélagsins og öll höfum við eitthvað fram að færa, bara með misjöfnum hætti. Það gagnast öllum að margbreytileiki samfélagsins sé sýnilegur og öll eigum við rétt á að halda mannlegri reisn. Í ljósi þess sem að framan er rakið hvöttu höfundar skuggaskýrslunnar stjórnvöld til að grípa til aðgerða með því að koma á fót fræðslu til lögreglu, saksóknara, dómara og heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt eru stjórnvöld hvött til þess að gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja sanngjarna og jafna meðferð óháð fötlun, svo fatlaðar konur hafi sömu tækifæri og njóti sömu réttinda og verndar til jafns við aðra. Höfundur er lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Mannréttindi fatlaðra kvenna Talið er að fatlað fólk sé 15% heimsbyggðarinnar og þar af séu rúm fjögur prósent með alvarlegar birtingamyndir fötlunar. Í skuggaskýrslunni er bent á þá staðreynd að fatlaðar konur eru mun berskjaldaðri fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Konur almennt eru berskjaldaðri fyrir heimilis- og kynferðislegu ofbeldi, og hjá fötluðum konum bætist stofnanalegt ofbeldi þar við. Samkvæmt skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2020 hafa takmarkaðar aðgerðir verið í gangi gagnvart ofbeldi gegn fötluðum konum. Þegar mál voru skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, bauð kerfið ekki upp á að geta þess hvort brotaþoli væri fatlaður eða ekki; til þess þurfti sérstaka heimild fyrir heilsufarslegar upplýsingar. Kom þetta í veg fyrir að hægt var vinna almennilega með upplýsingar úr kerfinu. Jafnframt kemur fram í skuggaskýrslunni að það beri á því að fatlaðar konur, sérstaklega konur með þroskahömlun og með geðrænar áskoranir, hiki við og jafnvel sækja sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu út af viðmóti og aðgengi. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað innan stofnana sem taka á móti og sinna jaðarsettum hópum, eins og fötluðum konum, og auka þarf á þekkingu og skilningi. Reynslan sýnir að verði fötluð kona einu sinni fyrir stuðandi framkomu heilbrigðisstarfsmanns, getur það orðið til þess að hún sækir sér ekki aftur heilbrigðisþjónustu sem getur leitt af sér alvarlegar afleiðingar. Ennfremur kemur fram í skuggaskýrslunni að réttur fatlaðra kvenna til fjölskyldulífs sé takmarkaður. Mýmörg dæmi eru um að seinfærar konur hafi verið sviptar forsjá barna sinna, jafnvel áður en þær fengu að sýna fram á annað. Engu að síður þá hafa innlendar og alþjóðlegar rannsóknir sýnt fram á, að með aðstoð séu seinfærar konur jafn færar um að hugsa um börn sín og veita þeim þroskvænleg uppeldisskilyrði og ófatlaðar konur. Fyrir gildistöku laga um ófrjósemisaðgerðir, nr. 35/2019, voru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á mörgum fötluðum konum, t.a.m. konum með þroskahömlun eða geðrænar áskoranir, án upplýsts samþykkis þeirra. Eru þetta dæmi um fordóma sem voru ríkjandi og komu í veg fyrir rétt þessara kvenna til fjölskyldulífs. Forræðishyggja er ríkjandi gagnvart fötluðum konum sem endurspeglast meðal annars í aðgreinandi úrræðum og útilokun. Samfélagið á að veita fötluðum konum viðeigandi aðstoð og aðlögun svo þær geti verið virkir samfélagsþegnar, til þess að geta stundað nám eða vinnu, iðkað tómstundir og íþróttir, og sinnt fjölskyldunni sinni til jafn við aðra. Öll viljum við leggja okkar af mörkum til samfélagsins og öll höfum við eitthvað fram að færa, bara með misjöfnum hætti. Það gagnast öllum að margbreytileiki samfélagsins sé sýnilegur og öll eigum við rétt á að halda mannlegri reisn. Í ljósi þess sem að framan er rakið hvöttu höfundar skuggaskýrslunnar stjórnvöld til að grípa til aðgerða með því að koma á fót fræðslu til lögreglu, saksóknara, dómara og heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt eru stjórnvöld hvött til þess að gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja sanngjarna og jafna meðferð óháð fötlun, svo fatlaðar konur hafi sömu tækifæri og njóti sömu réttinda og verndar til jafns við aðra. Höfundur er lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun