„Eigum heima í þessari deild“ Jón Már Ferro og Atli Arason skrifa 19. júní 2022 17:00 Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður KR, segir liðið eiga heima í deild þeirra bestu. vísir/daníel Guðmunda Brynja, framherji KR var að vonum mjög glöð eftir góðan 1-3 sigur í Keflavík í rigningu og roki. „Svakalega glöð, það er erfitt að koma til Keflavíkur og taka þrjú stig. Við erum líka búnar að vera á góðu róli og gott að klára leikina núna, þannig að þessi þrjú stig voru mjög mikilvæg fyrir baráttuna,“ sagði Guðmunda Brynja í samtali við Vísi eftir leik. Mikill stígandi hefur verið í leik KR frá upphafi tímabils. Fyrsti leikurinn mótsins var einmitt á móti Keflavík á Meistaravöllum þar sem KR steinlá 0-4. „Við höfum fengið háskólastelpurnar til baka og útlendingarnir komnir loksins inn, svo bara ákváðum við að pressa hærra á vellinum og vinna boltann ofar. Það er að henta okkur vel,“ svaraði Guðmunda aðspurð út í stíganda í leik liðsins frá upphafi móts. Guðmunda er brött fyrir framhaldinu í mótinu og telur að fleiri sigurleikir séu á leiðinni. „Já ég held það, við erum búnar að spila mjög vel núna síðustu þrjá deildarleiki og spiluðum vel á móti Val í bikarleiknum, við erum búnar að sýna það að við eigum heima í þessari deild og sigrarnir koma. Ég meina það er bara hálfleikur núna, fyrsti leikurinn í seinni umferðinni er byrjaður og við erum búnar að vinna jafn marga leiki og við gerðum í fyrri umferðinni. Þannig við byrjum allavega vel, ég held það komi bara fleiri sigrar.“ Langt hlé kemur á deildinni núna. Guðmunda á von á því að Christopher, annar af þjálfurum KR, láti þær æfa stíft á meðan. „Ég er nokkuð viss um að Christopher láti okkur hlaupa mjög mikið, þannig við erum bara að fara inn í undirbúningstímabil og getum núna bara stillt okkar leik og gert enn betur. Honum [Christopher] finnst gaman að hlaupa og pressa, þannig ég held við förum bara í þannig æfingar og æfum pressuna betur og uppspilið, þannig ég held við verðum bara flottar þegar hléið er búið,“ sagði Guðmunda að lokum. Besta deild kvenna Íslenski boltinn KR Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Sjá meira
„Svakalega glöð, það er erfitt að koma til Keflavíkur og taka þrjú stig. Við erum líka búnar að vera á góðu róli og gott að klára leikina núna, þannig að þessi þrjú stig voru mjög mikilvæg fyrir baráttuna,“ sagði Guðmunda Brynja í samtali við Vísi eftir leik. Mikill stígandi hefur verið í leik KR frá upphafi tímabils. Fyrsti leikurinn mótsins var einmitt á móti Keflavík á Meistaravöllum þar sem KR steinlá 0-4. „Við höfum fengið háskólastelpurnar til baka og útlendingarnir komnir loksins inn, svo bara ákváðum við að pressa hærra á vellinum og vinna boltann ofar. Það er að henta okkur vel,“ svaraði Guðmunda aðspurð út í stíganda í leik liðsins frá upphafi móts. Guðmunda er brött fyrir framhaldinu í mótinu og telur að fleiri sigurleikir séu á leiðinni. „Já ég held það, við erum búnar að spila mjög vel núna síðustu þrjá deildarleiki og spiluðum vel á móti Val í bikarleiknum, við erum búnar að sýna það að við eigum heima í þessari deild og sigrarnir koma. Ég meina það er bara hálfleikur núna, fyrsti leikurinn í seinni umferðinni er byrjaður og við erum búnar að vinna jafn marga leiki og við gerðum í fyrri umferðinni. Þannig við byrjum allavega vel, ég held það komi bara fleiri sigrar.“ Langt hlé kemur á deildinni núna. Guðmunda á von á því að Christopher, annar af þjálfurum KR, láti þær æfa stíft á meðan. „Ég er nokkuð viss um að Christopher láti okkur hlaupa mjög mikið, þannig við erum bara að fara inn í undirbúningstímabil og getum núna bara stillt okkar leik og gert enn betur. Honum [Christopher] finnst gaman að hlaupa og pressa, þannig ég held við förum bara í þannig æfingar og æfum pressuna betur og uppspilið, þannig ég held við verðum bara flottar þegar hléið er búið,“ sagði Guðmunda að lokum.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn KR Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Sjá meira