Hyggjast banna lausagöngu katta að næturlagi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2022 12:26 Köttur í Reykjavík sem tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu. Það má segja að kettir landsins hafi átt undir högg að sækja á sveitarstjórnarstiginu víðs vegar um land. Í Norðurþingi hefur lausaganga katta verið bönnuð í meira en áratug og í nóvember í fyrra samþykkti meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Þá stendur nú til að banna lausagöngu katta í Fjallabyggð en beiðni þess efnis var send til skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkt einróma. Arnar Þór Stefánsson er formaður nefndarinnar. Hann segir að nefndinni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna katta sveitarfélagsins sem eru 33 talsins. „Það kemur upp úr krafsinu að það er ákveðið að stíla þetta bann á varptímann. Það var það sem fólk var óánægt með, að kettir voru að eltast við unga sérstaklega.“ Mun bannið því gilda frá 1. maí til 15. júlí á nóttunni en Arnar segir niðursstöðu nefndarinnar hafa verið málamiðlun sem sé ansi líkleg til að verða samþykkt af bæjarstjórn. „Það eru allir sammála því að banna lausagönguna yfir varptímann og stuðla þannig að sátt milli kattaeigenda og annarra.“ Arnar kveðst spenntur fyrir komandi kjörtímabili en Fjallabyggð hefur nú auglýst eftir arftaka Elíasar Péturssonar sem sækist ekki eftir endurráðningu. „Þetta lítur bara mjög vel út, það er blússandi uppgangur í samfélaginu og það er mjög spennandi að halda áfram með þau verkefni sem hafa verið í gangi,“ sagði Arnar Þór að lokum. Fjallabyggð Kettir Gæludýr Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Það má segja að kettir landsins hafi átt undir högg að sækja á sveitarstjórnarstiginu víðs vegar um land. Í Norðurþingi hefur lausaganga katta verið bönnuð í meira en áratug og í nóvember í fyrra samþykkti meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Þá stendur nú til að banna lausagöngu katta í Fjallabyggð en beiðni þess efnis var send til skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkt einróma. Arnar Þór Stefánsson er formaður nefndarinnar. Hann segir að nefndinni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna katta sveitarfélagsins sem eru 33 talsins. „Það kemur upp úr krafsinu að það er ákveðið að stíla þetta bann á varptímann. Það var það sem fólk var óánægt með, að kettir voru að eltast við unga sérstaklega.“ Mun bannið því gilda frá 1. maí til 15. júlí á nóttunni en Arnar segir niðursstöðu nefndarinnar hafa verið málamiðlun sem sé ansi líkleg til að verða samþykkt af bæjarstjórn. „Það eru allir sammála því að banna lausagönguna yfir varptímann og stuðla þannig að sátt milli kattaeigenda og annarra.“ Arnar kveðst spenntur fyrir komandi kjörtímabili en Fjallabyggð hefur nú auglýst eftir arftaka Elíasar Péturssonar sem sækist ekki eftir endurráðningu. „Þetta lítur bara mjög vel út, það er blússandi uppgangur í samfélaginu og það er mjög spennandi að halda áfram með þau verkefni sem hafa verið í gangi,“ sagði Arnar Þór að lokum.
Fjallabyggð Kettir Gæludýr Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira