Skar mann á fæti með brotinni flösku Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 07:57 Fjölbreytt verkefni komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Kolbeinn Tumi Maður réðst á dyravörð í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og skar hann á fæti með brotinni flösku, að sögn lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Einnig var tilkynnt um aðra líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni þar sem ölvaður maður er sagður hafa kastað glasi upp í loftið með þeim afleiðingum að annar maður fékk það í höfuðið og hlaut minniháttar áverka á eyra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en 115 mál voru skráð í hana frá klukkan 17 í gærkvöldi fram til 5 í morgun. Fjórir voru vistaðir í fangageymslu og voru þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í miðborginni. Nokkuð var um tilkynningar vegna hávaða þar sem fólk fagnaði útskriftum. Sagður hafa brotið rúðu á stigagangi Lögreglu var tilkynnt um reiðhjólaslys í miðborginni í gærkvöldi þar sem maður datt af hjóli og slasaðist á mjöðm og víðar. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en að sögn lögreglu upplifði hann miklar höfuðkvalir og sjóntruflanir. Hann er sagður hafa verið hjálmlaus. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Múlum í Reykjavík. Maðurinn er sagður hafa verið á nærbuxum og sokkum einum klæða en hann er talinn hafa brotið rúðu og mögulega skemmt barnareiðhjól og fleira. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögregla handtók ölvaðan mann á veitingahúsi í miðbæ Hafnarfjarðar á öðrum tímanum í nótt en sá er sagður hafa ráðist á annan og rifið skyrtubol hans. Að sögn lögreglu var maðurinn í höndum dyravarða þegar hún kom á staðinn en maðurinn vildi ekki segja lögreglu hvar hann væri búsettur. Var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands. Reiddi barnið ölvaður á vespu í vanþökk móður Tilkynnt var um mann í Grafarvogi um þrjú í nótt sem var sagður ýta kerru á undan sér með grilli og reyna að opna bifreiðar í hverfinu. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang og hafði skilið eftir kerruna með grillinu. Afskipti voru höfð af ökumanni vespu í miðborg Reykjavíkur þar sem hann hafði ekið með fimm ára barn á hjólinu. Að sögn lögreglu hafði móðir barnsins ekki gefið leyfi fyrir þessu og var barnið ekki með neinn öryggisbúnað. Hinn 55 ára ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var látinn laus að lokinni sýnatöku. Höfðu afskipti af ökumönnum á nagladekkjum Lögreglu var tilkynnt um að maður hafi stolið rafmagnshlaupahjóli í Múlum. Tilkynnandi sagði þann grunaða hafa verið á hlaupahjóli og haldið á öðru. Tilkynnandi náði að hlaupa á eftir manninum og kom að þar sem hinn grunaði rétti öðrum manni hjólið. Sá sagði vin sinn eiga hjólið og hljóp á brott en sá sem tilkynnti málið segir það ekki vera rétt. Einnig var þó nokkuð um að lögregla hafði afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá skipti lögregla sér af tveimur ökumönnum sem óku um á nagladekkjum. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Einnig var tilkynnt um aðra líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni þar sem ölvaður maður er sagður hafa kastað glasi upp í loftið með þeim afleiðingum að annar maður fékk það í höfuðið og hlaut minniháttar áverka á eyra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en 115 mál voru skráð í hana frá klukkan 17 í gærkvöldi fram til 5 í morgun. Fjórir voru vistaðir í fangageymslu og voru þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í miðborginni. Nokkuð var um tilkynningar vegna hávaða þar sem fólk fagnaði útskriftum. Sagður hafa brotið rúðu á stigagangi Lögreglu var tilkynnt um reiðhjólaslys í miðborginni í gærkvöldi þar sem maður datt af hjóli og slasaðist á mjöðm og víðar. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en að sögn lögreglu upplifði hann miklar höfuðkvalir og sjóntruflanir. Hann er sagður hafa verið hjálmlaus. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Múlum í Reykjavík. Maðurinn er sagður hafa verið á nærbuxum og sokkum einum klæða en hann er talinn hafa brotið rúðu og mögulega skemmt barnareiðhjól og fleira. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögregla handtók ölvaðan mann á veitingahúsi í miðbæ Hafnarfjarðar á öðrum tímanum í nótt en sá er sagður hafa ráðist á annan og rifið skyrtubol hans. Að sögn lögreglu var maðurinn í höndum dyravarða þegar hún kom á staðinn en maðurinn vildi ekki segja lögreglu hvar hann væri búsettur. Var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands. Reiddi barnið ölvaður á vespu í vanþökk móður Tilkynnt var um mann í Grafarvogi um þrjú í nótt sem var sagður ýta kerru á undan sér með grilli og reyna að opna bifreiðar í hverfinu. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang og hafði skilið eftir kerruna með grillinu. Afskipti voru höfð af ökumanni vespu í miðborg Reykjavíkur þar sem hann hafði ekið með fimm ára barn á hjólinu. Að sögn lögreglu hafði móðir barnsins ekki gefið leyfi fyrir þessu og var barnið ekki með neinn öryggisbúnað. Hinn 55 ára ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var látinn laus að lokinni sýnatöku. Höfðu afskipti af ökumönnum á nagladekkjum Lögreglu var tilkynnt um að maður hafi stolið rafmagnshlaupahjóli í Múlum. Tilkynnandi sagði þann grunaða hafa verið á hlaupahjóli og haldið á öðru. Tilkynnandi náði að hlaupa á eftir manninum og kom að þar sem hinn grunaði rétti öðrum manni hjólið. Sá sagði vin sinn eiga hjólið og hljóp á brott en sá sem tilkynnti málið segir það ekki vera rétt. Einnig var þó nokkuð um að lögregla hafði afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá skipti lögregla sér af tveimur ökumönnum sem óku um á nagladekkjum.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira