Borgar Búi kom ekki til greina Eiður Þór Árnason skrifar 18. júní 2022 14:47 Fjölskyldan er í skýjunum með áfangann. Aðsend Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík létu skíra son sinn við fallega athöfn á þjóðhátíðardeginum í gær. Drengurinn sem fæddist í apríl hlaut nafnið Emil Magnús Einarsson. Að sögn Einars sýndi sá litli sínar bestu hliðar í tæplega hundrað ára gömlum skírnarkjól sem ættboginn hefur notað frá því að amma Einars var skírð í honum árið 1926. Séra Sigurður Árni skírði nýjustu viðbótina í fjölskylduna á heimili þeirra í viðurvist fjölskyldu og vina. Emil er fyrsta barn Millu en Einar á tvær dætur úr fyrra hjónabandi. Nafnið bræðingur úr ýmsum áttum „Þetta var bara dásamlegur dagur og gaman að gleðjast með fjölskyldu og vinum eftir svolítið langa törn í flutningum og kosningabaráttu með svona lítinn unga. Þannig að það var bara ótrúlega gaman að fá alla hingað heim,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann bætir við að nafnið Emil Magnús komi úr ýmsum áttum. Það sé til að mynda sótt til Emilíu, ömmu Millu, og einnig sé um að ræða bræðing af eiginnöfnum foreldranna. Að lokum beri bæði faðir og stjúpfaðir Millu nafnið Magnús. Drengurinn okkar @millaosk verður skírður 17 júní. Ég hef stungið upp á því að hann fái nafnið Borgar Búi Einarsson. Milla er efins. Eða réttara sagt andsnúin hugmyndinni. Sem er óskiljanlegt.— Einar Þorsteinsson (@Ethorsteinsson) June 14, 2022 Einar gantaðist nýverið með það að hann hafi stungið upp á nafninu Borgar Búi við frekar dræmar viðtökur. Hann segir nafnið ekki hafa komið til greina að þessu sinni. „Borgar Búi var felldur í atkvæðagreiðslu á fjölskyldufundi,“ segir Einar og hlær. Börn og uppeldi Ástin og lífið Tengdar fréttir Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Sjá meira
Drengurinn sem fæddist í apríl hlaut nafnið Emil Magnús Einarsson. Að sögn Einars sýndi sá litli sínar bestu hliðar í tæplega hundrað ára gömlum skírnarkjól sem ættboginn hefur notað frá því að amma Einars var skírð í honum árið 1926. Séra Sigurður Árni skírði nýjustu viðbótina í fjölskylduna á heimili þeirra í viðurvist fjölskyldu og vina. Emil er fyrsta barn Millu en Einar á tvær dætur úr fyrra hjónabandi. Nafnið bræðingur úr ýmsum áttum „Þetta var bara dásamlegur dagur og gaman að gleðjast með fjölskyldu og vinum eftir svolítið langa törn í flutningum og kosningabaráttu með svona lítinn unga. Þannig að það var bara ótrúlega gaman að fá alla hingað heim,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann bætir við að nafnið Emil Magnús komi úr ýmsum áttum. Það sé til að mynda sótt til Emilíu, ömmu Millu, og einnig sé um að ræða bræðing af eiginnöfnum foreldranna. Að lokum beri bæði faðir og stjúpfaðir Millu nafnið Magnús. Drengurinn okkar @millaosk verður skírður 17 júní. Ég hef stungið upp á því að hann fái nafnið Borgar Búi Einarsson. Milla er efins. Eða réttara sagt andsnúin hugmyndinni. Sem er óskiljanlegt.— Einar Þorsteinsson (@Ethorsteinsson) June 14, 2022 Einar gantaðist nýverið með það að hann hafi stungið upp á nafninu Borgar Búi við frekar dræmar viðtökur. Hann segir nafnið ekki hafa komið til greina að þessu sinni. „Borgar Búi var felldur í atkvæðagreiðslu á fjölskyldufundi,“ segir Einar og hlær.
Börn og uppeldi Ástin og lífið Tengdar fréttir Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Sjá meira
Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist