Borgar Búi kom ekki til greina Eiður Þór Árnason skrifar 18. júní 2022 14:47 Fjölskyldan er í skýjunum með áfangann. Aðsend Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík létu skíra son sinn við fallega athöfn á þjóðhátíðardeginum í gær. Drengurinn sem fæddist í apríl hlaut nafnið Emil Magnús Einarsson. Að sögn Einars sýndi sá litli sínar bestu hliðar í tæplega hundrað ára gömlum skírnarkjól sem ættboginn hefur notað frá því að amma Einars var skírð í honum árið 1926. Séra Sigurður Árni skírði nýjustu viðbótina í fjölskylduna á heimili þeirra í viðurvist fjölskyldu og vina. Emil er fyrsta barn Millu en Einar á tvær dætur úr fyrra hjónabandi. Nafnið bræðingur úr ýmsum áttum „Þetta var bara dásamlegur dagur og gaman að gleðjast með fjölskyldu og vinum eftir svolítið langa törn í flutningum og kosningabaráttu með svona lítinn unga. Þannig að það var bara ótrúlega gaman að fá alla hingað heim,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann bætir við að nafnið Emil Magnús komi úr ýmsum áttum. Það sé til að mynda sótt til Emilíu, ömmu Millu, og einnig sé um að ræða bræðing af eiginnöfnum foreldranna. Að lokum beri bæði faðir og stjúpfaðir Millu nafnið Magnús. Drengurinn okkar @millaosk verður skírður 17 júní. Ég hef stungið upp á því að hann fái nafnið Borgar Búi Einarsson. Milla er efins. Eða réttara sagt andsnúin hugmyndinni. Sem er óskiljanlegt.— Einar Þorsteinsson (@Ethorsteinsson) June 14, 2022 Einar gantaðist nýverið með það að hann hafi stungið upp á nafninu Borgar Búi við frekar dræmar viðtökur. Hann segir nafnið ekki hafa komið til greina að þessu sinni. „Borgar Búi var felldur í atkvæðagreiðslu á fjölskyldufundi,“ segir Einar og hlær. Börn og uppeldi Ástin og lífið Tengdar fréttir Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Sjá meira
Drengurinn sem fæddist í apríl hlaut nafnið Emil Magnús Einarsson. Að sögn Einars sýndi sá litli sínar bestu hliðar í tæplega hundrað ára gömlum skírnarkjól sem ættboginn hefur notað frá því að amma Einars var skírð í honum árið 1926. Séra Sigurður Árni skírði nýjustu viðbótina í fjölskylduna á heimili þeirra í viðurvist fjölskyldu og vina. Emil er fyrsta barn Millu en Einar á tvær dætur úr fyrra hjónabandi. Nafnið bræðingur úr ýmsum áttum „Þetta var bara dásamlegur dagur og gaman að gleðjast með fjölskyldu og vinum eftir svolítið langa törn í flutningum og kosningabaráttu með svona lítinn unga. Þannig að það var bara ótrúlega gaman að fá alla hingað heim,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann bætir við að nafnið Emil Magnús komi úr ýmsum áttum. Það sé til að mynda sótt til Emilíu, ömmu Millu, og einnig sé um að ræða bræðing af eiginnöfnum foreldranna. Að lokum beri bæði faðir og stjúpfaðir Millu nafnið Magnús. Drengurinn okkar @millaosk verður skírður 17 júní. Ég hef stungið upp á því að hann fái nafnið Borgar Búi Einarsson. Milla er efins. Eða réttara sagt andsnúin hugmyndinni. Sem er óskiljanlegt.— Einar Þorsteinsson (@Ethorsteinsson) June 14, 2022 Einar gantaðist nýverið með það að hann hafi stungið upp á nafninu Borgar Búi við frekar dræmar viðtökur. Hann segir nafnið ekki hafa komið til greina að þessu sinni. „Borgar Búi var felldur í atkvæðagreiðslu á fjölskyldufundi,“ segir Einar og hlær.
Börn og uppeldi Ástin og lífið Tengdar fréttir Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Sjá meira
Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01