Hungursneyð í uppsiglingu vegna stríðsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 12:45 Braggi sem notaður var til að hýsa korn austan við borgina Zaporizhia í austurhluta Úkraínu. Getty Árásir Rússa í Úkraínu hafa gert það að verkum að hluti heimsins stendur frammi fyrir hungursneyð, að mati talsmanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hernaðarátökin í Úkraínu hafa komið í veg fyrir útflutning á korni frá landinu, sem kallað hefur verið brauðkarfa heimsins, en Úkraína er fimmti stærsti útflutningsaðili korns í heiminum. Sendifulltrúar Rússlands harðneita því að þeir séu sekir um að halda matarbirgðum í gíslingu með lokunum á úkraínskum höfnum. „Þegar stríð eru háð, verður fólk hungrað,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í Öryggisráðinu í dag. Hann bendir á að um 60 prósent þeirra íbúa sem búa við matarskort nú þegar, verði fyrir áhrifum af stríðinu. „Þegar Öryggisráðið deilir um átök, deilir það um leið um hungursneyð,“ bætti Guterres við. „Og þegar okkur mistekst að ná sátt, líður hungrað fólk fyrir það.“ António Guterres hefur áhyggjur af hungursneyð vegna stríðsins. Hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. AP Guterres segir um 44 milljón manns í 38 löndum nú búa við algjört neyðarástand vegna stríðsins. Lokanir á höfnum Úkraínumanna hafi í raun bundið enda á útflutning á korni. Með áframhaldandi lokunum sjá Sameinuðu þjóðirnar fram á að 181 milljón manns í 41 landi gætu glímt við alvarlegan matarskort eða jafnvel hugnursneyð á þessu ári. „Það er til nóg af mat í heiminum, vandamálið er dreifingin,“ sagði Guterres en margir talsmenn í Öryggisráðinu tóku í sama streng. Viðræður um öryggishlið í strand Samanlagt flytja Rússar og Úkraínumenn út tæplega þriðjung hveitis og byggs í heiminum. Matarkostnaður á heimsvísu er nú þegar á uppleið og stríðið hefur bætt gráu ofan á svart með því að koma í veg fyrir að rúmlega 20 milljón tonn af Úkraínsku korni komist til Mið-Austurlanda, Norður-Afríku og hluta Asíu. Vikulangar viðræður um öryggishlið á höfnum, til að koma korni úr landinu, hafa náð litlum árangri en ljóst er að brýn þörf er til skjótra aðgerða nú þegar stutt er í uppskerutíma sumarsins. Að öllu óbreyttu er séð fram á skelfilegar afleiðingar matarskorts í heiminum enda eru um 400 milljón manns sem reiða sig á matarbirgðir Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Hernaðarátökin í Úkraínu hafa komið í veg fyrir útflutning á korni frá landinu, sem kallað hefur verið brauðkarfa heimsins, en Úkraína er fimmti stærsti útflutningsaðili korns í heiminum. Sendifulltrúar Rússlands harðneita því að þeir séu sekir um að halda matarbirgðum í gíslingu með lokunum á úkraínskum höfnum. „Þegar stríð eru háð, verður fólk hungrað,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í Öryggisráðinu í dag. Hann bendir á að um 60 prósent þeirra íbúa sem búa við matarskort nú þegar, verði fyrir áhrifum af stríðinu. „Þegar Öryggisráðið deilir um átök, deilir það um leið um hungursneyð,“ bætti Guterres við. „Og þegar okkur mistekst að ná sátt, líður hungrað fólk fyrir það.“ António Guterres hefur áhyggjur af hungursneyð vegna stríðsins. Hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. AP Guterres segir um 44 milljón manns í 38 löndum nú búa við algjört neyðarástand vegna stríðsins. Lokanir á höfnum Úkraínumanna hafi í raun bundið enda á útflutning á korni. Með áframhaldandi lokunum sjá Sameinuðu þjóðirnar fram á að 181 milljón manns í 41 landi gætu glímt við alvarlegan matarskort eða jafnvel hugnursneyð á þessu ári. „Það er til nóg af mat í heiminum, vandamálið er dreifingin,“ sagði Guterres en margir talsmenn í Öryggisráðinu tóku í sama streng. Viðræður um öryggishlið í strand Samanlagt flytja Rússar og Úkraínumenn út tæplega þriðjung hveitis og byggs í heiminum. Matarkostnaður á heimsvísu er nú þegar á uppleið og stríðið hefur bætt gráu ofan á svart með því að koma í veg fyrir að rúmlega 20 milljón tonn af Úkraínsku korni komist til Mið-Austurlanda, Norður-Afríku og hluta Asíu. Vikulangar viðræður um öryggishlið á höfnum, til að koma korni úr landinu, hafa náð litlum árangri en ljóst er að brýn þörf er til skjótra aðgerða nú þegar stutt er í uppskerutíma sumarsins. Að öllu óbreyttu er séð fram á skelfilegar afleiðingar matarskorts í heiminum enda eru um 400 milljón manns sem reiða sig á matarbirgðir Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12