Curry loks mikilvægastur í úrslitaeinvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 10:31 Curry og gómurinn frægi. Elsa/Getty Images Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring. Stephen Curry er án efa einn besti leikmaður NBA deildarinnar í dag. Raunar er það þannig að talað er um að Curry hafi í raun breytt leiknum með sínum ótrúlegu þriggja stiga körfum. Í stað þess að vera þekktur fyrir sín þrumuskoti virðist hann geta skotið boltanum hvar sem er á vellinum með slíkri nákvæmni að reyndustu leyniskyttur væru stoltar. Á leiktíðinni fór Curry fyrir sínum mönnum í Golden State líkt og svo oft áður. Liðið varð þrívegis meistari frá 2015 til 2018 ásamt því að tapa fyrir Cleveland Cavaliers í eftirminnilegasta úrslitaeinvígi síðari ára. Mögulega fer einvígið í ár ekki í sama flokk en Stríðsmönnunum gæti vart verið sama. Eftir að fara í gegnum mikinn öldudal þar sem Kevin Durant yfirgaf liðið, Klay Thompson virtist aldrei ætla að snúa til baka eftir erfið meiðsli þá reif hinn 34 ára gamli Curry liðið upp í hæstu hæðir á nýjan leik. Reynsla Curry, Thompson, Draymond Green og Andre Iguodala reyndist ómetanleg þegar á hólminn var komið. Boston Celtics vann tvo af fyrstu þremur leikjum einvígisins en eftir það sagði Curry „hingað og ekki lengra.“ Þá hjálpaði til að Draymond hætti að einbeita sér að hlaðvarpi sínu og fór að spila vörn. Golden State kláraði dæmið í nótt með 13 stiga sigri. Lokatölur í Boston 90-103 og Golden State vann einvígið 4-2. Skotbakvörðurinn var í kjölfarið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann skoraði að meðaltali 31 stig í leikjunum sex, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera vinna sinn fjórða titil og vera almennt talinn einn besti leikmaður deildarinnar hafði Curry ekki áður verið valinn MVP (e. Most Valuable Player) - verðmætasti leikmaður - úrslitaeinvígisins. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Það er fyrr en nú. Það var sem ekki nóg fyrir raðsigurvegarann Steve Kerr, þjálfara liðsins. Hann gantaðist með það í viðtali eftir leik að Curry ætti eftir að vinna Ólympíugull og þyrfti því að einbeita sér að því að komast í liðið fyrir leikana 2024. Kerr bætti svo einlægur við að ekkert af þessu - enginn af titlunum fjórunum - hefði skilað sér í hús ef ekki væri fyrir Steph Curry. Wardell Stephen Curry II pic.twitter.com/izsBGYHbTV— Golden State Warriors (@warriors) June 17, 2022 Besti leikur Curry í einvíginu kom í leik fjögur þegar Golden State jafnaði metin í 2-2. Þá skoraði hann 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Var Curry stigahæstur í liði Warriors í fimm af sex leikjum einvígisins. Körfubolti NBA Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Stephen Curry er án efa einn besti leikmaður NBA deildarinnar í dag. Raunar er það þannig að talað er um að Curry hafi í raun breytt leiknum með sínum ótrúlegu þriggja stiga körfum. Í stað þess að vera þekktur fyrir sín þrumuskoti virðist hann geta skotið boltanum hvar sem er á vellinum með slíkri nákvæmni að reyndustu leyniskyttur væru stoltar. Á leiktíðinni fór Curry fyrir sínum mönnum í Golden State líkt og svo oft áður. Liðið varð þrívegis meistari frá 2015 til 2018 ásamt því að tapa fyrir Cleveland Cavaliers í eftirminnilegasta úrslitaeinvígi síðari ára. Mögulega fer einvígið í ár ekki í sama flokk en Stríðsmönnunum gæti vart verið sama. Eftir að fara í gegnum mikinn öldudal þar sem Kevin Durant yfirgaf liðið, Klay Thompson virtist aldrei ætla að snúa til baka eftir erfið meiðsli þá reif hinn 34 ára gamli Curry liðið upp í hæstu hæðir á nýjan leik. Reynsla Curry, Thompson, Draymond Green og Andre Iguodala reyndist ómetanleg þegar á hólminn var komið. Boston Celtics vann tvo af fyrstu þremur leikjum einvígisins en eftir það sagði Curry „hingað og ekki lengra.“ Þá hjálpaði til að Draymond hætti að einbeita sér að hlaðvarpi sínu og fór að spila vörn. Golden State kláraði dæmið í nótt með 13 stiga sigri. Lokatölur í Boston 90-103 og Golden State vann einvígið 4-2. Skotbakvörðurinn var í kjölfarið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann skoraði að meðaltali 31 stig í leikjunum sex, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera vinna sinn fjórða titil og vera almennt talinn einn besti leikmaður deildarinnar hafði Curry ekki áður verið valinn MVP (e. Most Valuable Player) - verðmætasti leikmaður - úrslitaeinvígisins. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Það er fyrr en nú. Það var sem ekki nóg fyrir raðsigurvegarann Steve Kerr, þjálfara liðsins. Hann gantaðist með það í viðtali eftir leik að Curry ætti eftir að vinna Ólympíugull og þyrfti því að einbeita sér að því að komast í liðið fyrir leikana 2024. Kerr bætti svo einlægur við að ekkert af þessu - enginn af titlunum fjórunum - hefði skilað sér í hús ef ekki væri fyrir Steph Curry. Wardell Stephen Curry II pic.twitter.com/izsBGYHbTV— Golden State Warriors (@warriors) June 17, 2022 Besti leikur Curry í einvíginu kom í leik fjögur þegar Golden State jafnaði metin í 2-2. Þá skoraði hann 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Var Curry stigahæstur í liði Warriors í fimm af sex leikjum einvígisins.
Körfubolti NBA Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira