Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 08:58 Evrópuleiðtogarnir hétu Úkraínu áframhaldandi stuðningi. AP/Ludovic Marin Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð í gær þar sem þeir funduðu með Selenskí. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði Úkraínumönnum fleiri vopnasendingum og lofaði því að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að tryggja að Úkraínumenn einir geti ákveðið framtíð sína. „Ég og kollegar mínir erum hér í Kænugarði í dag með skýr skilaboð: Úkraína er hluti af evrópsku fjölskyldunni,“ sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands á blaðamannafundi leiðtoganna í gær. Úkraínsk yfirvöld hafa að undanförnu lýst miklum áhyggjum af dvínandi stuðningii Vesturveldanna. Heimsókn leiðtoganna fjögurra er því álitin mjög táknræn. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa þá allir verið gagnrýndir fyrir að halda samskiptaleiðum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta opnum og að hafa ekki svarað kalli úkraínskra stjórnvalda um vopnasendingar. Vólódímír Selenskí Úkraínforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari á blaðamannafundi í Kænugarði í gær.AP/Ludovic Marin „Í dag stöndum við Scholz kanslari hlið við hlið. Fyrir hundrað árum síðan háðum við stríð og bandamenn hjálpuðu Frakklandi að sigra. Frakkland gerði gífurleg mistök í því stríði. Það tapaði friði vegna þess að það vildi niðurlægja Þýskaland,“ sagði Macron á fundinum. „Það verður að vinna þetta stríð og Frakkland stendur með Úkraínu. Hvorki Frakkland né Þýskaland munu aldrei reyna að semja um frið við Rússland fyrir hönd Úkraínu og það sem meira máli skiptir, þá höfum við aldrei gert það.“ Selenskí sagði í daglegu kvöldávarpi sínu í gær að það hafi verið honum mikilvægt að heyra að evrópskir leiðtogar væru sammála því að stríðslok og friður í Úkraínu kæmu til á forsendum Úkraínu sjálfrar. Þá bætti hann því við að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast fyrir allt landið sitt. Vísaði hann til þess að Úkraínumenn og sumir nágrannar þeirra hafa haft áhyggjur af því að Vesturveldin muni þrýsta á Úkraínu að sleppa tökunum af hluta af landsvæði sínu til þess eins að stríðið endi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Ítalía Rúmenía Tengdar fréttir Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín. 16. júní 2022 14:30 Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. 16. júní 2022 13:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð í gær þar sem þeir funduðu með Selenskí. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði Úkraínumönnum fleiri vopnasendingum og lofaði því að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að tryggja að Úkraínumenn einir geti ákveðið framtíð sína. „Ég og kollegar mínir erum hér í Kænugarði í dag með skýr skilaboð: Úkraína er hluti af evrópsku fjölskyldunni,“ sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands á blaðamannafundi leiðtoganna í gær. Úkraínsk yfirvöld hafa að undanförnu lýst miklum áhyggjum af dvínandi stuðningii Vesturveldanna. Heimsókn leiðtoganna fjögurra er því álitin mjög táknræn. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa þá allir verið gagnrýndir fyrir að halda samskiptaleiðum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta opnum og að hafa ekki svarað kalli úkraínskra stjórnvalda um vopnasendingar. Vólódímír Selenskí Úkraínforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari á blaðamannafundi í Kænugarði í gær.AP/Ludovic Marin „Í dag stöndum við Scholz kanslari hlið við hlið. Fyrir hundrað árum síðan háðum við stríð og bandamenn hjálpuðu Frakklandi að sigra. Frakkland gerði gífurleg mistök í því stríði. Það tapaði friði vegna þess að það vildi niðurlægja Þýskaland,“ sagði Macron á fundinum. „Það verður að vinna þetta stríð og Frakkland stendur með Úkraínu. Hvorki Frakkland né Þýskaland munu aldrei reyna að semja um frið við Rússland fyrir hönd Úkraínu og það sem meira máli skiptir, þá höfum við aldrei gert það.“ Selenskí sagði í daglegu kvöldávarpi sínu í gær að það hafi verið honum mikilvægt að heyra að evrópskir leiðtogar væru sammála því að stríðslok og friður í Úkraínu kæmu til á forsendum Úkraínu sjálfrar. Þá bætti hann því við að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast fyrir allt landið sitt. Vísaði hann til þess að Úkraínumenn og sumir nágrannar þeirra hafa haft áhyggjur af því að Vesturveldin muni þrýsta á Úkraínu að sleppa tökunum af hluta af landsvæði sínu til þess eins að stríðið endi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Ítalía Rúmenía Tengdar fréttir Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín. 16. júní 2022 14:30 Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. 16. júní 2022 13:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02
Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín. 16. júní 2022 14:30
Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. 16. júní 2022 13:31