Hin 41 árs gamla Bird greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Þar segir Bird að hún hafi elskað hverja mínútu og muni halda því áfram líkt og hún gerði þegar hún var lítil stelpa.
I ve decided this will be my final year. I have loved every single minute, and still do, so gonna play my last year, just like this little girl played her first #TheFinalYear @seattlestorm pic.twitter.com/Uo2YqCCKUD
— Sue Bird (@S10Bird) June 16, 2022
Bird var valin fyrst í nýliðavali WNBA árið 2002 og hefur því séð tímanna tvenna í boltanum. Hún hefur allan sinn feril leikið með Seattle Storm í WNBA en farið nokkrum sinnum til Rússlands og spilað þar er WNBA deildin hefur ekki verið í gangi.
19 seasons of Sue smiles @S10Bird x #TheFinalYear pic.twitter.com/dRCQkM92aO
— Seattle Storm (@seattlestorm) June 16, 2022
Var hún í alls þremur liðum yfir tíu ára tímabil en Bird hefur þó ekki spilað í Rússlandi síðan 2014.
Listinn yfir afrek Bird á ferlinum er lengri en Biblían svo við látum duga að nefna aðalatriðin:
- Fjórir WNBA titlar, síðast 2020
- Fimm meistaratitlar í Rússlandi
- Fimm sinnum unnið EuroLeague
- Tvisvar unnið Evrópubikarinn
- Tólf sinnum verið valin í Stjörnuleik WNBA
- Þrisvar verið stoðsendingahæst í WNBA
- Fimm sinnum Ólympíumeistari
- Fjórum sinnum heimsmeistari
One of the most decorated athletes to ever play the game of basketball. @S10Bird pic.twitter.com/MtiV6VYllc
— WSLAM (@wslam) June 16, 2022
Einnig er talið nær öruggt að Sue Bird verði fyrsta konan inn í heiðurshöll WNBA eftir að hún leggur skóna á hilluna. Hver veit nema hún verði búin að bæta við titli og frekari afrekum í safnið áður en það gerist.