Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 18:56 Tveir yfirmenn Plastgerðar Suðurnesja voru dæmdir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi vegna banaslyss sem varð árið 2017. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Hins vegar sýknaði héraðsdómur yfirmennina þrjá af brotum gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og reglugerðum um notkun tækja og skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðvum þar sem dómurinn taldi þau fyrnd. Töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi Tveir yfirmannanna áfrýjuðu dómi héraðsdóms og kröfðust sýknu. Byggðu þeir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Einnig yrði að horfa til eigin sakar þess látna sem hafi ekki unni við vélina og ekki átt neitt erindi inn í hana. Líta yrði til eigin sakar hans þar sem það hefði verið stórfellt gáleysi af hans hálfu að fara inn í vélina án þess að láta neinn vita auk þess sem hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Dómarar Landsréttar féllust ekki á þau rök. Yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar, sem átti að koma í veg fyrir slys af þessu tagi, hefði verið aftengdur. Ákvörðun þeirra að aftengja búnaðinn en halda áfram að nota vélina væri út af fyrir sig alvarlegt brot á lögum um öryggi á vinnustað. Yfirmönnunum hafi því borið skylda til að gefa þriðja yfirmanninum sem var dæmdur í málinu fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Staðfesti Landsréttur því dóminn fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi yfir mönnunum tveimur. Dómararnir töldu ennfremur að brot á lögum og reglugerðum um vinnustaði væru ekki fyrnd með vísan til ákvæða almennra hegningarlaga um að miða skuli fyrningarfrest brota við það refsiákvæði sem geymir þyngst refsimörk þegar maður gerist sekur um háttsemi sem varðar við fleiri en eitt ákvæði. Refsing mannanna stendur þó óhögguð. Þeir voru dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár. Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Hins vegar sýknaði héraðsdómur yfirmennina þrjá af brotum gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og reglugerðum um notkun tækja og skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðvum þar sem dómurinn taldi þau fyrnd. Töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi Tveir yfirmannanna áfrýjuðu dómi héraðsdóms og kröfðust sýknu. Byggðu þeir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Einnig yrði að horfa til eigin sakar þess látna sem hafi ekki unni við vélina og ekki átt neitt erindi inn í hana. Líta yrði til eigin sakar hans þar sem það hefði verið stórfellt gáleysi af hans hálfu að fara inn í vélina án þess að láta neinn vita auk þess sem hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Dómarar Landsréttar féllust ekki á þau rök. Yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar, sem átti að koma í veg fyrir slys af þessu tagi, hefði verið aftengdur. Ákvörðun þeirra að aftengja búnaðinn en halda áfram að nota vélina væri út af fyrir sig alvarlegt brot á lögum um öryggi á vinnustað. Yfirmönnunum hafi því borið skylda til að gefa þriðja yfirmanninum sem var dæmdur í málinu fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Staðfesti Landsréttur því dóminn fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi yfir mönnunum tveimur. Dómararnir töldu ennfremur að brot á lögum og reglugerðum um vinnustaði væru ekki fyrnd með vísan til ákvæða almennra hegningarlaga um að miða skuli fyrningarfrest brota við það refsiákvæði sem geymir þyngst refsimörk þegar maður gerist sekur um háttsemi sem varðar við fleiri en eitt ákvæði. Refsing mannanna stendur þó óhögguð. Þeir voru dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár.
Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira