Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2022 13:02 Vonast er til að útsýnispallurinn á Bolafjalli opni á næstunni þegar búið er að ganga frá öryggismálum þar. Vísir/Sigurjón Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans. Ábendingar borist um skort á viðhaldi Vísi bárust ábendingar þess efnis að vegurinn, sem liggur upp að útsýnispallinum á Bolafjalli, væri lokaður sökum skorts á viðhaldi og að Landhelgisgæslan, sem er með samning við NATO um umsjá vegarins, hafi ekki sinnt því hlutverki sem skyldi. Því kæmust akandi ekki upp að útsýnispallinum. Aðspurður út í gagnrýni á viðhald vegarins sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að erfiðlega hafi gengið að gera við veginn í vetur sökum skorts á efni á Vestfjörðum og hann væri því lokaður. Hins vegar væri gæslan í góðu samstarfi við Vegagerðina og bæjaryfirvöld í Bolungarvík. Öryggismál ekki enn frágengin Vísir hafði samband við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, sem sagði að það ætti eftir að hefla, rykbinda og stika veginn áður en umferð ferðamanna væri hleypt upp fjallið. Það væri þó ekki aðalástæðan fyrir lokun vegarins. Jón Páll Hreinsson var ráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur eftir kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Vegurinn væri fyrst og fremst lokaður af því það ætti eftir að ganga betur frá öryggismálum á útsýnispallinum og hann ekki tilbúinn fyrir ferðamenn. Jón Páll sagði að það hefði verið gaman að opna pallinn fyrr en snjóálag hefði ekki verið hagstætt og það væri enn 30-50 sentímetra gat á milli brúnarinnar og pallsins. Á mánudaginn yrði farið upp að pallinum til að moka frá honum og ganga endanlega frá öryggismálum. Í kjölfarið yrðu útsýnispallurinn og vegurinn opnaðir. Þá sagði hann að í venjulegu árferði væri án efa búið að opna pallinn en bærinn vilji ekki bera ábyrgð á því að eitthvað fari úrskeiðis þegar pallurinn er ekki orðinn öruggur. Semja um hver sjái um viðhald til framtíðar Jón Páll sagði bæinn hafa átt í farsælu samstarfi við Landhelgisgæsluna um veginn og framkvæmd pallsins. Bærinn væri hins vegar í samningaviðræðum við Landhelgisgæsluna um að taka yfir veghaldið í samstarfi við Vegagerðina. Hluti af því samkomulagi væri að ákveða til framtíðar hvernig væri best að viðhalda veginum af því að á næstu árum gætu komið þangað allt að 100 þúsund gestir. Allir sem kæmu að samkomulaginu, sveitarfélagið, Landhelgisgæslan og Vegagerðin, væru sammála um hvað þyrfti að gera með tilliti til vegarins en það ætti bara eftir að semja um hvernig það yrði útfært. Útsýnispallur á Bolafjalli Bolungarvík Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ábendingar borist um skort á viðhaldi Vísi bárust ábendingar þess efnis að vegurinn, sem liggur upp að útsýnispallinum á Bolafjalli, væri lokaður sökum skorts á viðhaldi og að Landhelgisgæslan, sem er með samning við NATO um umsjá vegarins, hafi ekki sinnt því hlutverki sem skyldi. Því kæmust akandi ekki upp að útsýnispallinum. Aðspurður út í gagnrýni á viðhald vegarins sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að erfiðlega hafi gengið að gera við veginn í vetur sökum skorts á efni á Vestfjörðum og hann væri því lokaður. Hins vegar væri gæslan í góðu samstarfi við Vegagerðina og bæjaryfirvöld í Bolungarvík. Öryggismál ekki enn frágengin Vísir hafði samband við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, sem sagði að það ætti eftir að hefla, rykbinda og stika veginn áður en umferð ferðamanna væri hleypt upp fjallið. Það væri þó ekki aðalástæðan fyrir lokun vegarins. Jón Páll Hreinsson var ráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur eftir kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Vegurinn væri fyrst og fremst lokaður af því það ætti eftir að ganga betur frá öryggismálum á útsýnispallinum og hann ekki tilbúinn fyrir ferðamenn. Jón Páll sagði að það hefði verið gaman að opna pallinn fyrr en snjóálag hefði ekki verið hagstætt og það væri enn 30-50 sentímetra gat á milli brúnarinnar og pallsins. Á mánudaginn yrði farið upp að pallinum til að moka frá honum og ganga endanlega frá öryggismálum. Í kjölfarið yrðu útsýnispallurinn og vegurinn opnaðir. Þá sagði hann að í venjulegu árferði væri án efa búið að opna pallinn en bærinn vilji ekki bera ábyrgð á því að eitthvað fari úrskeiðis þegar pallurinn er ekki orðinn öruggur. Semja um hver sjái um viðhald til framtíðar Jón Páll sagði bæinn hafa átt í farsælu samstarfi við Landhelgisgæsluna um veginn og framkvæmd pallsins. Bærinn væri hins vegar í samningaviðræðum við Landhelgisgæsluna um að taka yfir veghaldið í samstarfi við Vegagerðina. Hluti af því samkomulagi væri að ákveða til framtíðar hvernig væri best að viðhalda veginum af því að á næstu árum gætu komið þangað allt að 100 þúsund gestir. Allir sem kæmu að samkomulaginu, sveitarfélagið, Landhelgisgæslan og Vegagerðin, væru sammála um hvað þyrfti að gera með tilliti til vegarins en það ætti bara eftir að semja um hvernig það yrði útfært.
Útsýnispallur á Bolafjalli Bolungarvík Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31
Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11
Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01