Þingi frestað fram í september Bjarki Sigurðsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 16. júní 2022 07:08 Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí. Vísir/Vilhelm Fundum Alþingis hefur verið frestað fram í september en það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gerði það um klukkan hálftvö í nótt. Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí og má þar nefna auknar endurgreiðslur til stærri kvikmyndaverkefna og þá verður áfengisframleiðendum hérlendis leyft að selja afurðir sínar á framleiðslustað. Þannig mega brugghús, sem eru orðin fjölmörg hér á landi nú selja bjórinn sinn en það var óheimilt áður. Frumvarpið var samþykkt af öllum þeim 54 þingmönnum sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna og þá var samþykkt breytingartillaga sem gerir ráð fyrir að lögin taki þegar gildi um næstu mánaðamót, en ekki um áramót eins og frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir. Fyrr um daginn var Rammaáætlun síðan loksins samþykkt, í fyrsta sinn í níu ár sem samstaða næst um það. Þing gæti verið kallað saman í júlí Forsætisráðherra sagði síðan í gærkvöldi að þótt þingfundum væri nú frestað fram á haust áskilji hún sér þó rétt til að kalla þing saman í sumar þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um hina umdeildu sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka kemur út, en búist er við skýrslunni í júlí. Meðal annarra mála sem flutt voru í gærkvöldi voru þingsályktunartillaga Pírata um vistmorð og fengu Viðreisnarmenn frumvarp sitt sem auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var flutningsmaður tillögu Pírata sem snýr að því að fela ríkisstjórninni það að leggja tillögu fyrir þing aðildarríkja Alþjóðlega sakadómstólsins um að vistmorð verði viðurkennt í Rómarsamþykktinni sem brot á alþjóðalögum. Þá skal ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um að vistmorð verði bannað í landslögum. Náttúruspjöll á óhugsandi stærðargráðu Tilgangur tillögunnar er að tryggja réttarstöðu náttúrunnar svo hægt sé að berjast fyrir réttlæti í þágu náttúrunnar. Í tilkynningu segir Andrés að náttúruspjöll á nánast óhugsandi stærðargráðu séu framin á hverjum einasta degi af stórfyrirtækjum og stofnunum um allan heim. „Barátta okkar fyrir viðurkenningu vistmorðs sem refsiverðs athæfis og innleiðingu í alþjóðlega og innlenda refsilöggjöf skilaði sér loks í dag þegar Alþingi vísaði þingsályktunartillögu okkar til ríkisstjórnarinnar,“ segir Andrés. Auðveldara fyrir þolendur heimilisofbeldis að skilja Frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi var samþykkt í gær. Héðan í frá geta þolendur krafist lögskilnaðar ef maki gengst við broti sínu eða hefur hlotið dóm fyrir það, fyrir liggja upplýsingar frá lögreglu sem staðfesta útkall vegna heimilisofbeldis, önnur gögn á borð við áverkavottorð eða mat sálfræðings benda til þess að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu makans eða heildarmat á aðstæðum og upplýsingum gefur af öðrum ástæðum tilefni til þess að ætla að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu hins. Hanna Katrín Friðriksdóttir, flutningsmaður frumvarpsins, segir þetta vera miklar réttarbætur fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. „Langþráðar úrbætur á hjúskaparlögum eru loks í höfn eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferli fyrir þolendur heimilisofbeldis. Við í Viðreisn erum stolt ef þessu máli og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Hanna. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Viðreisn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí og má þar nefna auknar endurgreiðslur til stærri kvikmyndaverkefna og þá verður áfengisframleiðendum hérlendis leyft að selja afurðir sínar á framleiðslustað. Þannig mega brugghús, sem eru orðin fjölmörg hér á landi nú selja bjórinn sinn en það var óheimilt áður. Frumvarpið var samþykkt af öllum þeim 54 þingmönnum sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna og þá var samþykkt breytingartillaga sem gerir ráð fyrir að lögin taki þegar gildi um næstu mánaðamót, en ekki um áramót eins og frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir. Fyrr um daginn var Rammaáætlun síðan loksins samþykkt, í fyrsta sinn í níu ár sem samstaða næst um það. Þing gæti verið kallað saman í júlí Forsætisráðherra sagði síðan í gærkvöldi að þótt þingfundum væri nú frestað fram á haust áskilji hún sér þó rétt til að kalla þing saman í sumar þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um hina umdeildu sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka kemur út, en búist er við skýrslunni í júlí. Meðal annarra mála sem flutt voru í gærkvöldi voru þingsályktunartillaga Pírata um vistmorð og fengu Viðreisnarmenn frumvarp sitt sem auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var flutningsmaður tillögu Pírata sem snýr að því að fela ríkisstjórninni það að leggja tillögu fyrir þing aðildarríkja Alþjóðlega sakadómstólsins um að vistmorð verði viðurkennt í Rómarsamþykktinni sem brot á alþjóðalögum. Þá skal ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um að vistmorð verði bannað í landslögum. Náttúruspjöll á óhugsandi stærðargráðu Tilgangur tillögunnar er að tryggja réttarstöðu náttúrunnar svo hægt sé að berjast fyrir réttlæti í þágu náttúrunnar. Í tilkynningu segir Andrés að náttúruspjöll á nánast óhugsandi stærðargráðu séu framin á hverjum einasta degi af stórfyrirtækjum og stofnunum um allan heim. „Barátta okkar fyrir viðurkenningu vistmorðs sem refsiverðs athæfis og innleiðingu í alþjóðlega og innlenda refsilöggjöf skilaði sér loks í dag þegar Alþingi vísaði þingsályktunartillögu okkar til ríkisstjórnarinnar,“ segir Andrés. Auðveldara fyrir þolendur heimilisofbeldis að skilja Frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi var samþykkt í gær. Héðan í frá geta þolendur krafist lögskilnaðar ef maki gengst við broti sínu eða hefur hlotið dóm fyrir það, fyrir liggja upplýsingar frá lögreglu sem staðfesta útkall vegna heimilisofbeldis, önnur gögn á borð við áverkavottorð eða mat sálfræðings benda til þess að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu makans eða heildarmat á aðstæðum og upplýsingum gefur af öðrum ástæðum tilefni til þess að ætla að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu hins. Hanna Katrín Friðriksdóttir, flutningsmaður frumvarpsins, segir þetta vera miklar réttarbætur fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. „Langþráðar úrbætur á hjúskaparlögum eru loks í höfn eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferli fyrir þolendur heimilisofbeldis. Við í Viðreisn erum stolt ef þessu máli og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Hanna.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Viðreisn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent