Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 20:23 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. Hafró lagði til að aflamark þorsks yrði lækkað um sex prósent á næsta fiskveiðiári í dag. Kvótinn færi úr 222 þúsund tonnum í 209 þúsund. Sjávarútvegsráðherra gefur út kvóta síðar á þessu ári. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þorskvótinn hefði verið minnkaður um 23 prósent á þremur árum. Það jafnaðist á við um þriggja mánaða veiðar. Sala á þorski er um helmingur af heildarverðmæti útflutnings sjávarafurða. Frekari samdráttur á þorskkvóta drægi því verulega úr útflutningstekjum. „Þetta er allt háð gengi, hvaða afurðir við erum að vinna, hvaða verð við erum að fá fyrir fiskinn. En ef við myndum miða við að veröldin væri óbreytt frá fyrra ári, þá er þetta kannski hvað varðar heildina fyrir sjávarútveg, þá er þetta kannski samdráttur upp á kannski sjö milljarða af heildarútflutningsverðmæti,“ sagði hún. Um lækkun aflamarks þorsks sagði Hafró að hana mætti rekja til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni í fyrra miðað við undanfarin ár og innbyggðrar sveiflujöfnunar í aflareglu. Hins vegar væri gert ráð fyrir að viðmiðunarstofninn færi hægt vaxandi næstu tvö til þrjú árin þar sem árgangar frá 2019 og 2020 væru metnir yfir meðallagi. Sjávarútvegur Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Hafró lagði til að aflamark þorsks yrði lækkað um sex prósent á næsta fiskveiðiári í dag. Kvótinn færi úr 222 þúsund tonnum í 209 þúsund. Sjávarútvegsráðherra gefur út kvóta síðar á þessu ári. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þorskvótinn hefði verið minnkaður um 23 prósent á þremur árum. Það jafnaðist á við um þriggja mánaða veiðar. Sala á þorski er um helmingur af heildarverðmæti útflutnings sjávarafurða. Frekari samdráttur á þorskkvóta drægi því verulega úr útflutningstekjum. „Þetta er allt háð gengi, hvaða afurðir við erum að vinna, hvaða verð við erum að fá fyrir fiskinn. En ef við myndum miða við að veröldin væri óbreytt frá fyrra ári, þá er þetta kannski hvað varðar heildina fyrir sjávarútveg, þá er þetta kannski samdráttur upp á kannski sjö milljarða af heildarútflutningsverðmæti,“ sagði hún. Um lækkun aflamarks þorsks sagði Hafró að hana mætti rekja til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni í fyrra miðað við undanfarin ár og innbyggðrar sveiflujöfnunar í aflareglu. Hins vegar væri gert ráð fyrir að viðmiðunarstofninn færi hægt vaxandi næstu tvö til þrjú árin þar sem árgangar frá 2019 og 2020 væru metnir yfir meðallagi.
Sjávarútvegur Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun