Dýrkeypt að takast á við ófrjósemi Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 15. júní 2022 19:16 Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu. Nýlega kom Íris Birgisdóttir fram í hlaðvarpi Krafts og vakti athygli á þeim brotalömum sem finnast í lögum um tæknifrjóvganir á Íslandi. Í hennar tilfelli gagnrýnir hún ófullnægjandi upplýsingagjöf á vegum tæknifrjóvgunar fyrirtækis er varðar förgun kynfrumna við andlát. Núverandi lög heimila gjöf á kynfrumum til dæmis milli maka en eigandi þarf skriflega að gera grein fyrir hvað eigi að gera við kynfrumur við andlát sitt. Því er afar mikilvægt þegar um óafturkræfar ákvarðanir er að ræða, að upplýsingar séu réttar og gefnar á réttum tíma. Hildur Sverrisdóttir alþingiskona tekur undir með Írisi og vill að fólki verði frjálst að semja sín á milli um tæknifrjóvganir. Hildur bendir á að löggjöfin um tæknifrjóvganir sem eru frá árinu 1996 þurfi uppfæra og vera meira í takt við samtímann. Þá vakti Góðgerðarfélagið Lífskraftur athygli á málinu í vikunni en það hóf sölu á húfum til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Dagurinn í dag markar hálft ár síðan Kraftur og Krabbameinsfélag Ísland sendu heilbrigðisráðherra erindi með ósk um breytingar á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem gerðar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Í erindinu var bent á að það vanti ákvæði í núverandi reglugerð sem varðar greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna uppsetningu frystra fósturvísa, þ.e þegar einstaklingar þurfa að bíða með uppsetningu fósturvísa vegna yfirvofandi krabbameinsmeðferða. Það gefur auga leið að þegar krabbameinsgreindur einstaklingur fer í frjósemisverndandi meðferð fyrir krabbameinsmeðferð, til þess að varðveita kynfrumur eða fósturvísa vegna mögulegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar, að þá er einstaklingurinn ekki að fara beint í uppsetningu á fósturvísum heldur þarf að frysta þá, til notkunar síðar. Enn bólar ekkert á svari frá heilbrigðisráðherra. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að frjósemismeðferðir á Íslandi eru mjög dýrar þótt að Sjúkratryggingar Íslands greiði þær niður að hluta. Ungt fólk sem greinist með krabbamein er oftar en ekki að stíga sín fyrstu skref í lífinu, er með námslán og húsnæðislán á bakinu og ung börn á framfæri. Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga hefur verið aukin en engu að síður er kostnaður við tæknifrjóvganir gífurlegur og getur haft veruleg áhrif á líf ungs fólks. Á norðurlöndunum er greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu mun meiri við þá einstaklinga sem glíma við ófrjósemivanda og því ljóst að betur má ef duga skal ef Ísland á ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar þegar kemur að niðurgreiðslu vegna ófrjósemisvanda. Það er margt sem betur má fara í málaflokknum og mismunandi raddir úr samfélaginu eru að vekja athygli á því. Við hvetjum heilbrigðisráðherra til þess að nýta þetta frábæra tækifæri, taka málið til skoðunar og bæta reglugerðina um niðurgreiðslu frjósemismeðferða. Tíminn er núna! Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu. Nýlega kom Íris Birgisdóttir fram í hlaðvarpi Krafts og vakti athygli á þeim brotalömum sem finnast í lögum um tæknifrjóvganir á Íslandi. Í hennar tilfelli gagnrýnir hún ófullnægjandi upplýsingagjöf á vegum tæknifrjóvgunar fyrirtækis er varðar förgun kynfrumna við andlát. Núverandi lög heimila gjöf á kynfrumum til dæmis milli maka en eigandi þarf skriflega að gera grein fyrir hvað eigi að gera við kynfrumur við andlát sitt. Því er afar mikilvægt þegar um óafturkræfar ákvarðanir er að ræða, að upplýsingar séu réttar og gefnar á réttum tíma. Hildur Sverrisdóttir alþingiskona tekur undir með Írisi og vill að fólki verði frjálst að semja sín á milli um tæknifrjóvganir. Hildur bendir á að löggjöfin um tæknifrjóvganir sem eru frá árinu 1996 þurfi uppfæra og vera meira í takt við samtímann. Þá vakti Góðgerðarfélagið Lífskraftur athygli á málinu í vikunni en það hóf sölu á húfum til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Dagurinn í dag markar hálft ár síðan Kraftur og Krabbameinsfélag Ísland sendu heilbrigðisráðherra erindi með ósk um breytingar á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem gerðar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Í erindinu var bent á að það vanti ákvæði í núverandi reglugerð sem varðar greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna uppsetningu frystra fósturvísa, þ.e þegar einstaklingar þurfa að bíða með uppsetningu fósturvísa vegna yfirvofandi krabbameinsmeðferða. Það gefur auga leið að þegar krabbameinsgreindur einstaklingur fer í frjósemisverndandi meðferð fyrir krabbameinsmeðferð, til þess að varðveita kynfrumur eða fósturvísa vegna mögulegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar, að þá er einstaklingurinn ekki að fara beint í uppsetningu á fósturvísum heldur þarf að frysta þá, til notkunar síðar. Enn bólar ekkert á svari frá heilbrigðisráðherra. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að frjósemismeðferðir á Íslandi eru mjög dýrar þótt að Sjúkratryggingar Íslands greiði þær niður að hluta. Ungt fólk sem greinist með krabbamein er oftar en ekki að stíga sín fyrstu skref í lífinu, er með námslán og húsnæðislán á bakinu og ung börn á framfæri. Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga hefur verið aukin en engu að síður er kostnaður við tæknifrjóvganir gífurlegur og getur haft veruleg áhrif á líf ungs fólks. Á norðurlöndunum er greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu mun meiri við þá einstaklinga sem glíma við ófrjósemivanda og því ljóst að betur má ef duga skal ef Ísland á ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar þegar kemur að niðurgreiðslu vegna ófrjósemisvanda. Það er margt sem betur má fara í málaflokknum og mismunandi raddir úr samfélaginu eru að vekja athygli á því. Við hvetjum heilbrigðisráðherra til þess að nýta þetta frábæra tækifæri, taka málið til skoðunar og bæta reglugerðina um niðurgreiðslu frjósemismeðferða. Tíminn er núna! Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar