Jón Magnús leiðir viðbragðsteymið um bráðaþjónustuna Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2022 14:42 Jón Magnús Kristjánsson er fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Baldur Hrafnkell Jón Magnús Kristjánsson hefur verið ráðinn í tímabundið verkefni til að leiða viðbragðstreymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu vegna alvarlegrar stöðu innan hennar. Sagt er frá þessu í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Jón Magnús er sérfræðingur í bráðalækningum og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, auk þess að vera með MBA gráðu frá háskólanum í Reykjavík og með viðtæka starfsreynslu í heilbrigðiskerfinu. Haft ef eftir Jóni Magnúsi að fyrstu áhersluatriðin í vinnu viðbragðsteymisins séu eftirfarandi: Útfæra bráðaviðbrögð sem nýtast í sumar til þess að tryggja bráðaþjónustu Landspítala og öryggi sjúklinga sem þangað leita. Til þess þurfi að grípa til margvíslegra aðgerða sem tryggja að sem flestir fái þjónustu á réttum stað í kerfinu sem getur dregið úr álagi á Landspítalanum. Hlúa sérstaklega að mannauði þar sem mest álag er eins og á bráðamóttöku Landspítala. Leggja allt kapp á að opna a.m.k. 100 endurhæfingar- og/eða hjúkrunarrými fyrir lok árs til að efla úrræði utan Landspítala. Þegar hafa verið tekin mikilvæg skref sem snúa að samningagerð, fjármögnun og mönnun til að tryggja að þetta gangi eftir. Setja fram nokkuð ítarlega og tímasetta áætlun til næstu 3-5 ára um breytingar og umbætur í bráðaþjónustu til að bæta þjónustu, minnka sóun og auka árangur. Jón Magnús segir að lykilinn til að ná þessum árangri sé samstarf allra aðila sem koma beint og óbeint að bráðaþjónustunni. Í tilkynningunni er einnig haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að hann fagni því að Jón Magnús hafi verið reiðubúinn að leiða þetta mikilvæga verkefni sem viðbragðsteymið standi frammi fyrir. „Ráðuneytið lítur á það sem forgangsmál að leysa úr þeim vanda sem bráðaþjónustan í landinu á við að stríða. Sá vandi hefur birst af hvað mestum þunga á bráðamóttöku Landspítala með viðvarandi álagi sem bitnar á sjúklingum og starfsfólki,“ segir Willum Þór. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Sagt er frá þessu í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Jón Magnús er sérfræðingur í bráðalækningum og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, auk þess að vera með MBA gráðu frá háskólanum í Reykjavík og með viðtæka starfsreynslu í heilbrigðiskerfinu. Haft ef eftir Jóni Magnúsi að fyrstu áhersluatriðin í vinnu viðbragðsteymisins séu eftirfarandi: Útfæra bráðaviðbrögð sem nýtast í sumar til þess að tryggja bráðaþjónustu Landspítala og öryggi sjúklinga sem þangað leita. Til þess þurfi að grípa til margvíslegra aðgerða sem tryggja að sem flestir fái þjónustu á réttum stað í kerfinu sem getur dregið úr álagi á Landspítalanum. Hlúa sérstaklega að mannauði þar sem mest álag er eins og á bráðamóttöku Landspítala. Leggja allt kapp á að opna a.m.k. 100 endurhæfingar- og/eða hjúkrunarrými fyrir lok árs til að efla úrræði utan Landspítala. Þegar hafa verið tekin mikilvæg skref sem snúa að samningagerð, fjármögnun og mönnun til að tryggja að þetta gangi eftir. Setja fram nokkuð ítarlega og tímasetta áætlun til næstu 3-5 ára um breytingar og umbætur í bráðaþjónustu til að bæta þjónustu, minnka sóun og auka árangur. Jón Magnús segir að lykilinn til að ná þessum árangri sé samstarf allra aðila sem koma beint og óbeint að bráðaþjónustunni. Í tilkynningunni er einnig haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að hann fagni því að Jón Magnús hafi verið reiðubúinn að leiða þetta mikilvæga verkefni sem viðbragðsteymið standi frammi fyrir. „Ráðuneytið lítur á það sem forgangsmál að leysa úr þeim vanda sem bráðaþjónustan í landinu á við að stríða. Sá vandi hefur birst af hvað mestum þunga á bráðamóttöku Landspítala með viðvarandi álagi sem bitnar á sjúklingum og starfsfólki,“ segir Willum Þór.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira