Sögulegt tap Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 09:31 Harry Kane reyndi að fiska vítaspyrnu í leiknum. Það gekk ekki. Chris Brunskill/Getty Images Ungverjar komu, sáu og gjörsigruðu er þeir mættu Englandi í Þjóðadeildinni í fótbolta á þriðjudag. Lokatölur 4-0 gestunum í vil og sögulegt tap Englendinga staðreynd. Eftir að tapa fyrir Ungverjum í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar þá hafði enska liðið gert tvö jafntefli í röð. Lokatölur gegn Þýskalandi voru 1-1 á meðan markalaust jafntefli var niðurstaðan gegn Ítalíu. Leikurinn gegn Ungverjum fór fram á heimavelli Úlfanna, Molineux. Mögulega var lán í óláni að enska liðið hafi þurft að leika fyrir luktum dyrum og leikurinn því ekki farið fram á Wembley. Ef miða má við læti stuðningsfólk Englands eftir úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sumar þá hefði allt farið fjandans til eftir afhroð gærkvöldsins. Um er að ræða sögulegt tap á fleiri vegu en einn. Til að byrja með var Ungverjaland fyrsta þjóðin til að skora fjögur mörk gegn Englandi í Englandi síðan Ungverjaland skoraði sex mörk í 6-3 sigri árið 1953. Hungary are the first away team to score four against England in England since Hungary in 1953— Duncan Alexander (@oilysailor) June 14, 2022 Á þeim tíma voru Ungverjar með bestu fótboltaþjóðum heims en það er ekki hægt að segja það sama í dag. Ef það er ekki nóg þá var þetta í fyrsta sin í sögunni sem enska landsliðið fær á sig fjögur mörk eða meira í leik á Englandi án þess að skora sjálft. Ofan á það þarf að fara aftur til ársins 1928 til að finna heimaleik sem tapaðist með fjórum mörkum eða meira, Skotland vann þá 5-1 útisigur. 1928 - England have lost a home match by 4+ goals for the first since March 1928, when they lost 5-1 to Scotland. Staggering. pic.twitter.com/42wgHfQP4D— OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2022 Ef það var ekki nóg þá hefur England aðeins skorað eitt mark í fjórum Þjóðardeildarleikjum í sumar. Það mark kom úr umdeildri vítaspyrnu. Enska landsliðið hefur ekki skorað úr opnum leik í sex klukkustundir. England er því í sama flokki og Hvít-Rússland, Rúmenía, Liechtenstein, Gíbraltar og Litáen en öll hafa aðeins skorað eitt mark til þessa í Þjóðadeildinni. Aðeins San Marínó hefur skorað færri mörk, núll talsins. England situr á botni riðils 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar og með þessu áframhaldi fellur það niður í B-deild fyrir næstu keppni. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2016? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira
Eftir að tapa fyrir Ungverjum í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar þá hafði enska liðið gert tvö jafntefli í röð. Lokatölur gegn Þýskalandi voru 1-1 á meðan markalaust jafntefli var niðurstaðan gegn Ítalíu. Leikurinn gegn Ungverjum fór fram á heimavelli Úlfanna, Molineux. Mögulega var lán í óláni að enska liðið hafi þurft að leika fyrir luktum dyrum og leikurinn því ekki farið fram á Wembley. Ef miða má við læti stuðningsfólk Englands eftir úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sumar þá hefði allt farið fjandans til eftir afhroð gærkvöldsins. Um er að ræða sögulegt tap á fleiri vegu en einn. Til að byrja með var Ungverjaland fyrsta þjóðin til að skora fjögur mörk gegn Englandi í Englandi síðan Ungverjaland skoraði sex mörk í 6-3 sigri árið 1953. Hungary are the first away team to score four against England in England since Hungary in 1953— Duncan Alexander (@oilysailor) June 14, 2022 Á þeim tíma voru Ungverjar með bestu fótboltaþjóðum heims en það er ekki hægt að segja það sama í dag. Ef það er ekki nóg þá var þetta í fyrsta sin í sögunni sem enska landsliðið fær á sig fjögur mörk eða meira í leik á Englandi án þess að skora sjálft. Ofan á það þarf að fara aftur til ársins 1928 til að finna heimaleik sem tapaðist með fjórum mörkum eða meira, Skotland vann þá 5-1 útisigur. 1928 - England have lost a home match by 4+ goals for the first since March 1928, when they lost 5-1 to Scotland. Staggering. pic.twitter.com/42wgHfQP4D— OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2022 Ef það var ekki nóg þá hefur England aðeins skorað eitt mark í fjórum Þjóðardeildarleikjum í sumar. Það mark kom úr umdeildri vítaspyrnu. Enska landsliðið hefur ekki skorað úr opnum leik í sex klukkustundir. England er því í sama flokki og Hvít-Rússland, Rúmenía, Liechtenstein, Gíbraltar og Litáen en öll hafa aðeins skorað eitt mark til þessa í Þjóðadeildinni. Aðeins San Marínó hefur skorað færri mörk, núll talsins. England situr á botni riðils 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar og með þessu áframhaldi fellur það niður í B-deild fyrir næstu keppni.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2016? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira