Joel Campbell skoraði eina mark leiksins strax á þriðju mínútu og tryggði Kosta Ríka þar með seinasta lausa sætið á HM.
Nýsjálenska liðið reyndi hvað það get til að jafna, en gerði sér erfitt fyrir þegar Kosta Barbarouses fékk að líta beint rautt spjald á 67. mínútu aðeins sjö mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.
Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Kosta Ríka og nú er ljóst hvaða 32 lið berjast um heimsmeistaratitilinn í fótbolta.