Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2022 14:52 Starship-geimfar á skotpalli í Texas. AP/SpaceX Verkfræðingar og vísindamenn SpaceX mega halda áfram tilraunum sínum með geimfarið Starship í Suður-Flórída. Tilraunirnar voru stöðvaðar á meðan umhverfismat fór fram. Framkvæmd matsins dróst verulega á langinn. Þrátt fyrir að leyfi hafi fengist til að halda tilraunum áfram fylgja leyfinu ýmiss skilyrði. Starfsmenn SpaceX munu þurfa að framfylgja tæplega áttatíu skilyrðum til að draga úr áhrifum þróunarvinnunnar á umhverfið og íbúa í Texas. Meðal þess sem þarf að gera er að gera sérfræðingum kleift að vakta dýralíf og gróður á svæðinu og láta íbúa vita af öllu sem mun hafa áhrif á þá, eins og háværum tilraunum og tilraunaskotum. Starfsmenn SpaceX munu einnig þurfa að tryggja að allt brak sé hreinsað upp og breyta ljóskösturum á svæðinu þannig að þeir hafi minni áhrif á dýralífið á svæðinu á næturnar. One step closer to the first orbital flight test of Starship https://t.co/MEcQ6gST6Q pic.twitter.com/jxqEsM62gc— SpaceX (@SpaceX) June 13, 2022 Næsta skref í þróun geimfarsins er að senda það á braut um jörðu og er vonast til þess að það væri hægt á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja einnig fara í mikla uppbyggingu í Texas og gera skotpallinn þar að einum af þeim stærstu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt Ars Technica. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur gert samning við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu á komandi árum. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Ekki er útlit fyrir að SpaceX muni geta skotið Starship á loft frá Flórída, því forsvarsmenn NASA hafa krafið yfirmenn SpaceX um skýringar á því hvernig hægt væri að tryggja aðra skotpalla við Kennedy-geimmiðstöðina í Flórída, sem eru mikilvægir rekstri Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Reuters sagði frá því í gær að það gæti tekið marga mánuði að ganga frá því máli. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað. Bandaríkin SpaceX Geimurinn Tækni Tunglið Mars Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Þrátt fyrir að leyfi hafi fengist til að halda tilraunum áfram fylgja leyfinu ýmiss skilyrði. Starfsmenn SpaceX munu þurfa að framfylgja tæplega áttatíu skilyrðum til að draga úr áhrifum þróunarvinnunnar á umhverfið og íbúa í Texas. Meðal þess sem þarf að gera er að gera sérfræðingum kleift að vakta dýralíf og gróður á svæðinu og láta íbúa vita af öllu sem mun hafa áhrif á þá, eins og háværum tilraunum og tilraunaskotum. Starfsmenn SpaceX munu einnig þurfa að tryggja að allt brak sé hreinsað upp og breyta ljóskösturum á svæðinu þannig að þeir hafi minni áhrif á dýralífið á svæðinu á næturnar. One step closer to the first orbital flight test of Starship https://t.co/MEcQ6gST6Q pic.twitter.com/jxqEsM62gc— SpaceX (@SpaceX) June 13, 2022 Næsta skref í þróun geimfarsins er að senda það á braut um jörðu og er vonast til þess að það væri hægt á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja einnig fara í mikla uppbyggingu í Texas og gera skotpallinn þar að einum af þeim stærstu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt Ars Technica. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur gert samning við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu á komandi árum. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Ekki er útlit fyrir að SpaceX muni geta skotið Starship á loft frá Flórída, því forsvarsmenn NASA hafa krafið yfirmenn SpaceX um skýringar á því hvernig hægt væri að tryggja aðra skotpalla við Kennedy-geimmiðstöðina í Flórída, sem eru mikilvægir rekstri Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Reuters sagði frá því í gær að það gæti tekið marga mánuði að ganga frá því máli. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað.
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Tækni Tunglið Mars Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira