Matic endurnýjar þar með kynnin við knattspyrnustjórann Jose Mourinho sem fékk Matic aftur til Chelsea árið 2014, og til Manchester United þremur árum síðar.
Matic er orðinn 33 ára gamall en lék 23 deildarleiki fyrir United á síðustu leiktíð og þar af 16 í byrjunarliði.
Matic varð tvívegis Englandsmeistari með Chelsea eftir að hafa orðið portúgalskur meistari með Benfica árið 2014. Hjá United komst hann í úrslitaleik enska bikarsins 2018 og Evrópudeildarinnar í fyrra.
Roma hafnaði í 6. sæti ítölsku deildarinnar í vor og vann Sambandsdeild Evrópu. Liðið leikur því í Evrópudeildinni í haust.