Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. júní 2022 14:31 JasonVogel/WikimediaCommons Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. Fyrir meira en 40 árum hóf Ricardo Rezende, prestur í Brasilíu, rannsókn á nútímaþrælahaldi í Brasilíu. Hann ferðaðist vítt og breitt um Amazon-svæðið og aðstoðaði bændur sem hann taldi í raun vera beitta miklum órétti, en á 9. áratugnum var einræði í Brasilíu. Grimmilegar refsingar Hann uppgötvaði að á Volkswagen-búgarðinum var stundað stórfellt þrælahald. Þar var fólki í raun haldið í skuldafangelsi og því meira sem það vann, þess meir jukust skuldir þess, svokölluð skuldaánauð. Ekki í raun ósvipað þeim sögum sem af og til heyrast af erlendu vinnuafli á Íslandi og víðar. Þeir sem reyndu að flýja þrældóminn máttu þola grimmilegar refsingar ef þeir náðust. Presturinn nefnir sem dæmi að verðirnir hafi í einu tilfelli tekið eiginkonu manns sem reyndi að flýja og nauðgað henni. Aðrir voru skotnir í fæturna eða hreinlega drepnir. Volkswagen-búgarðurinn var feikistór, 140.000 hektarar, sem er vel rúmlega helmingur flatarmáls Reykjavíkurborgar. Þar var stunduð nautgriparækt og hundruð manna störfuðu á búgarðinum. Ákæra saksóknara á hendur Volkswagen fyrirtækinu hljóðar upp á gróf mannréttindabrot. Þeim sem haldið var í ánauð var synjað um læknisaðstoð, en malaría var útbreidd á meðal þeirra, þeir fengu ekki að yfirgefa svæðið eða ferðast um einir, húsakynnin voru óviðunandi sem og allt fæði sem þeir fengu. Réttarhöld hefjast á morgun Forsvarsmönnum Volkswagen hefur verið gert að mæta fyrir dómara þriðjudaginn, 14. júní, og svara fyrir sakarefnin. Þeir hafa gefið út tilkynningu um að þeir taki ákæruna mjög alvarlega. Hið kaldhæðnislega er að á sama tíma og Volkswagen rak þessar þrælabúðir á Amazon-svæðinu, í því augnamiði að aðstoða brasilísk stjórnvöld við að leggja undir sig Pará-svæðið, sem er á stærð við Frakkland, voru talsmenn þess löðursveittir við að múta sagnfræðingum í Þýskalandi sem rannsökuðu meint þrælahald Volkswagen í síðari heimsstyrjöldinni og síðar mátti þýski bílaframleiðandinn greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur og viðurkenna sekt sína. Séra Rezende hefur í 40 ár herjað á stjórnvöld að leita réttlætis fyrir brasilísk fórnarlömb Volkswagen. Það hefur seint og um síðir borið ávöxt og á morgun, þriðjudag, verður 600 blaðsíðna greinagerð hans um þrælahald Volkswagen lagt fyrir talsmenn fyrirtækisins. Þar má meðal annars finna vitnisburð 16 þræla sem lifðu af ánauðina. Brasilía Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Fyrir meira en 40 árum hóf Ricardo Rezende, prestur í Brasilíu, rannsókn á nútímaþrælahaldi í Brasilíu. Hann ferðaðist vítt og breitt um Amazon-svæðið og aðstoðaði bændur sem hann taldi í raun vera beitta miklum órétti, en á 9. áratugnum var einræði í Brasilíu. Grimmilegar refsingar Hann uppgötvaði að á Volkswagen-búgarðinum var stundað stórfellt þrælahald. Þar var fólki í raun haldið í skuldafangelsi og því meira sem það vann, þess meir jukust skuldir þess, svokölluð skuldaánauð. Ekki í raun ósvipað þeim sögum sem af og til heyrast af erlendu vinnuafli á Íslandi og víðar. Þeir sem reyndu að flýja þrældóminn máttu þola grimmilegar refsingar ef þeir náðust. Presturinn nefnir sem dæmi að verðirnir hafi í einu tilfelli tekið eiginkonu manns sem reyndi að flýja og nauðgað henni. Aðrir voru skotnir í fæturna eða hreinlega drepnir. Volkswagen-búgarðurinn var feikistór, 140.000 hektarar, sem er vel rúmlega helmingur flatarmáls Reykjavíkurborgar. Þar var stunduð nautgriparækt og hundruð manna störfuðu á búgarðinum. Ákæra saksóknara á hendur Volkswagen fyrirtækinu hljóðar upp á gróf mannréttindabrot. Þeim sem haldið var í ánauð var synjað um læknisaðstoð, en malaría var útbreidd á meðal þeirra, þeir fengu ekki að yfirgefa svæðið eða ferðast um einir, húsakynnin voru óviðunandi sem og allt fæði sem þeir fengu. Réttarhöld hefjast á morgun Forsvarsmönnum Volkswagen hefur verið gert að mæta fyrir dómara þriðjudaginn, 14. júní, og svara fyrir sakarefnin. Þeir hafa gefið út tilkynningu um að þeir taki ákæruna mjög alvarlega. Hið kaldhæðnislega er að á sama tíma og Volkswagen rak þessar þrælabúðir á Amazon-svæðinu, í því augnamiði að aðstoða brasilísk stjórnvöld við að leggja undir sig Pará-svæðið, sem er á stærð við Frakkland, voru talsmenn þess löðursveittir við að múta sagnfræðingum í Þýskalandi sem rannsökuðu meint þrælahald Volkswagen í síðari heimsstyrjöldinni og síðar mátti þýski bílaframleiðandinn greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur og viðurkenna sekt sína. Séra Rezende hefur í 40 ár herjað á stjórnvöld að leita réttlætis fyrir brasilísk fórnarlömb Volkswagen. Það hefur seint og um síðir borið ávöxt og á morgun, þriðjudag, verður 600 blaðsíðna greinagerð hans um þrælahald Volkswagen lagt fyrir talsmenn fyrirtækisins. Þar má meðal annars finna vitnisburð 16 þræla sem lifðu af ánauðina.
Brasilía Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira