Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. júní 2022 14:31 JasonVogel/WikimediaCommons Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. Fyrir meira en 40 árum hóf Ricardo Rezende, prestur í Brasilíu, rannsókn á nútímaþrælahaldi í Brasilíu. Hann ferðaðist vítt og breitt um Amazon-svæðið og aðstoðaði bændur sem hann taldi í raun vera beitta miklum órétti, en á 9. áratugnum var einræði í Brasilíu. Grimmilegar refsingar Hann uppgötvaði að á Volkswagen-búgarðinum var stundað stórfellt þrælahald. Þar var fólki í raun haldið í skuldafangelsi og því meira sem það vann, þess meir jukust skuldir þess, svokölluð skuldaánauð. Ekki í raun ósvipað þeim sögum sem af og til heyrast af erlendu vinnuafli á Íslandi og víðar. Þeir sem reyndu að flýja þrældóminn máttu þola grimmilegar refsingar ef þeir náðust. Presturinn nefnir sem dæmi að verðirnir hafi í einu tilfelli tekið eiginkonu manns sem reyndi að flýja og nauðgað henni. Aðrir voru skotnir í fæturna eða hreinlega drepnir. Volkswagen-búgarðurinn var feikistór, 140.000 hektarar, sem er vel rúmlega helmingur flatarmáls Reykjavíkurborgar. Þar var stunduð nautgriparækt og hundruð manna störfuðu á búgarðinum. Ákæra saksóknara á hendur Volkswagen fyrirtækinu hljóðar upp á gróf mannréttindabrot. Þeim sem haldið var í ánauð var synjað um læknisaðstoð, en malaría var útbreidd á meðal þeirra, þeir fengu ekki að yfirgefa svæðið eða ferðast um einir, húsakynnin voru óviðunandi sem og allt fæði sem þeir fengu. Réttarhöld hefjast á morgun Forsvarsmönnum Volkswagen hefur verið gert að mæta fyrir dómara þriðjudaginn, 14. júní, og svara fyrir sakarefnin. Þeir hafa gefið út tilkynningu um að þeir taki ákæruna mjög alvarlega. Hið kaldhæðnislega er að á sama tíma og Volkswagen rak þessar þrælabúðir á Amazon-svæðinu, í því augnamiði að aðstoða brasilísk stjórnvöld við að leggja undir sig Pará-svæðið, sem er á stærð við Frakkland, voru talsmenn þess löðursveittir við að múta sagnfræðingum í Þýskalandi sem rannsökuðu meint þrælahald Volkswagen í síðari heimsstyrjöldinni og síðar mátti þýski bílaframleiðandinn greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur og viðurkenna sekt sína. Séra Rezende hefur í 40 ár herjað á stjórnvöld að leita réttlætis fyrir brasilísk fórnarlömb Volkswagen. Það hefur seint og um síðir borið ávöxt og á morgun, þriðjudag, verður 600 blaðsíðna greinagerð hans um þrælahald Volkswagen lagt fyrir talsmenn fyrirtækisins. Þar má meðal annars finna vitnisburð 16 þræla sem lifðu af ánauðina. Brasilía Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Fyrir meira en 40 árum hóf Ricardo Rezende, prestur í Brasilíu, rannsókn á nútímaþrælahaldi í Brasilíu. Hann ferðaðist vítt og breitt um Amazon-svæðið og aðstoðaði bændur sem hann taldi í raun vera beitta miklum órétti, en á 9. áratugnum var einræði í Brasilíu. Grimmilegar refsingar Hann uppgötvaði að á Volkswagen-búgarðinum var stundað stórfellt þrælahald. Þar var fólki í raun haldið í skuldafangelsi og því meira sem það vann, þess meir jukust skuldir þess, svokölluð skuldaánauð. Ekki í raun ósvipað þeim sögum sem af og til heyrast af erlendu vinnuafli á Íslandi og víðar. Þeir sem reyndu að flýja þrældóminn máttu þola grimmilegar refsingar ef þeir náðust. Presturinn nefnir sem dæmi að verðirnir hafi í einu tilfelli tekið eiginkonu manns sem reyndi að flýja og nauðgað henni. Aðrir voru skotnir í fæturna eða hreinlega drepnir. Volkswagen-búgarðurinn var feikistór, 140.000 hektarar, sem er vel rúmlega helmingur flatarmáls Reykjavíkurborgar. Þar var stunduð nautgriparækt og hundruð manna störfuðu á búgarðinum. Ákæra saksóknara á hendur Volkswagen fyrirtækinu hljóðar upp á gróf mannréttindabrot. Þeim sem haldið var í ánauð var synjað um læknisaðstoð, en malaría var útbreidd á meðal þeirra, þeir fengu ekki að yfirgefa svæðið eða ferðast um einir, húsakynnin voru óviðunandi sem og allt fæði sem þeir fengu. Réttarhöld hefjast á morgun Forsvarsmönnum Volkswagen hefur verið gert að mæta fyrir dómara þriðjudaginn, 14. júní, og svara fyrir sakarefnin. Þeir hafa gefið út tilkynningu um að þeir taki ákæruna mjög alvarlega. Hið kaldhæðnislega er að á sama tíma og Volkswagen rak þessar þrælabúðir á Amazon-svæðinu, í því augnamiði að aðstoða brasilísk stjórnvöld við að leggja undir sig Pará-svæðið, sem er á stærð við Frakkland, voru talsmenn þess löðursveittir við að múta sagnfræðingum í Þýskalandi sem rannsökuðu meint þrælahald Volkswagen í síðari heimsstyrjöldinni og síðar mátti þýski bílaframleiðandinn greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur og viðurkenna sekt sína. Séra Rezende hefur í 40 ár herjað á stjórnvöld að leita réttlætis fyrir brasilísk fórnarlömb Volkswagen. Það hefur seint og um síðir borið ávöxt og á morgun, þriðjudag, verður 600 blaðsíðna greinagerð hans um þrælahald Volkswagen lagt fyrir talsmenn fyrirtækisins. Þar má meðal annars finna vitnisburð 16 þræla sem lifðu af ánauðina.
Brasilía Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“